Innlent

Tvær alvarlegar líkamsárásir á borði lögreglu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hnífi var beitt í annarri líkamsárásinni og var þolandinn ungur maður.
Hnífi var beitt í annarri líkamsárásinni og var þolandinn ungur maður. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar tvær alvarlegar líkamsárásir, eina í Breiðholti síðdegis í gær og aðra sem gerð var í Kópavogi skömmu fyrir miðnætti. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar.

Alls eru fjórir í haldi vegna málanna, þrír vegna árásarinnar í Kópavogi sem handteknir voru á vettvangi, og einn vegna árásarinnar í Breiðholti. Margeir segir að í báðum tilvikum sé um alvarlegar árásir að ræða en getur ekki veitt frekari upplýsinga um líðan þeirra sem ráðist var á. 

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var hnífi beitt í a.m.k. annarri árásinni og þolandi í því tilviki ungur maður.

Málin eru í rannsókn en Margeir segir ekki tímabært að veita upplýsingar um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum sem nú eru í haldi. Frekari upplýsinga gæti verið að vænta í dag.

Brotaþolar í báðum málum voru fluttir á slysadeild.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×