Kjaradeilan í Straumsvík: „Rio Tinto vill sem sagt bæði eiga kökuna og éta hana“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2016 11:14 Álverið í Straumsvík. VÍSIR/VILHELM Samninganefnd stéttarfélaganna í Straumsvík fer hörðum orðum um Rio Tinto, móðurfélag álversins í Straumsvík, í yfirlýsingu sem hún hefur sent frá sér. Yfirlýsingin er svar við grein Ólafs Teits Guðnasonar, upplýsingafulltrúa Rio Tinto, sem birtist í Fréttablaðinu í liðinni viku. Í yfirlýsingunni segir: „Greinina mætti draga saman í eina allsherjarkvörtun undir yfirskriftinni „Rio Tinto: er eina fyrirtækið sem...“ og síðan kemur margvíslegur harmagrátur um það hversu óréttláta meðferð Rio Tinto hljóti af hálfu íslenskra starfsmanna sinna. Sú upptalning er meira og minna til þess fallin að flækja málið.“ Stóra myndin er að mati saminganefndarinnar hins vegar einföld: „Á meðan forstjóri Rio Tinto þiggur 6 milljónir á mánuði í laun, sjá bókarar Rio Tinto ofsjónum yfir þeim launum sem 32 Íslendingar sem sinna mötuneyti, hliðvörslu, hafnarvinnu og þvottahúsi fá greidd. Rio Tinto vill ekki greiða íslensk laun fyrir þessi störf. Þeir vilja fá erlenda gerviverktaka til að sinna þeim á launum sem eru langt undir íslenskum töxtum.“ Í yfirlýsingunni eru síðan talin upp nokkur atriði sem Rio Tinto eru einir um á íslenskum vinnumarkaði: „Álverin eru einu fyrirtækin sem fá sérkjör á orkuverði. Álverin eru einu fyrirtækin sem komast upp með að greiða lágmarksskatta, en skila um leið erlendum eigendum sínum ofurgróða. Rio Tinto er eina fyrirtækið á Íslandi sem hefur í 45 ár aðeins þurft að eiga við eitt sameinað trúnaðarráð stéttarfélaga þegar semja á um kaup og kjör. Rio Tinto er líklega eina stórfyrirtækið hérlendis sem hefur ALDREI þurft að þola verkfall af hálfu starfsmanna sinna. En nú er svo komið að Rio Tinto er ekki bara eina fyrirtækið sem hefur notið þessara sérkjara á íslenskum vinnumarkaði, heldur eru þeir örugglega líka eina fyrirtækið sem lætur sér detta í hug að kvarta yfir þessari skipan mála. Rio Tinto vill sem sagt bæði eiga kökuna og éta hana. Og það veit hvert fimm ára barn að er ekki hægt. Kjaradeila starfsmanna álversins við Rio Tinto snýst um eitt einfalt grundvallaratriði: Að borguð séu íslensk laun fyrir störf í Straumsvík. Íslenskt orkuverð og erlend skattafríðindi í áratugi ættu að vera stórfyrirtækinu og stjórnendum þess næg greiðsla fyrir að vernda störf 32 lægst launuðustu starfsmannanna í álverinu. Krafa okkar er íslensk laun fyrir störf í Straumsvík og fyrr verður ekki samið.“ Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fjöldi reyndra starfsmanna hafa sagt upp í álverinu Fjöldi starfsmanna með áralanga starfsreynslu í álverinu í Straumsvík hafa sagt upp störfum þar undanfarnar vikur. Talsmaður starfsfólks segir það langþreytt á margra mánaða kjarabáráttu og vill að verkalýðsfélögin setji aukinn þunga í að leysa málin. 1. febrúar 2016 20:15 Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir móralinn innan fyrirtækisins skelfilegan Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir samningaviðræður sem staðið hafa yfir að undanförnu í enn meira uppnámi vegna frystingar launa hjá móðurfélaginu. 16. janúar 2016 14:42 Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35 Rio Tinto frystir laun út árið: Óljós áhrif á kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík Talsmaður samninganefndar starfsmanna Rio Tinto Alcan segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. 14. janúar 2016 13:43 „Það var mjög mikill samningsvilji hjá fyrirtækinu“ Upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan hafnar niðurstöðu talsmanns samninganefndar starfsmanna álversins. 14. janúar 2016 15:04 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndað af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Samninganefnd stéttarfélaganna í Straumsvík fer hörðum orðum um Rio Tinto, móðurfélag álversins í Straumsvík, í yfirlýsingu sem hún hefur sent frá sér. Yfirlýsingin er svar við grein Ólafs Teits Guðnasonar, upplýsingafulltrúa Rio Tinto, sem birtist í Fréttablaðinu í liðinni viku. Í yfirlýsingunni segir: „Greinina mætti draga saman í eina allsherjarkvörtun undir yfirskriftinni „Rio Tinto: er eina fyrirtækið sem...“ og síðan kemur margvíslegur harmagrátur um það hversu óréttláta meðferð Rio Tinto hljóti af hálfu íslenskra starfsmanna sinna. Sú upptalning er meira og minna til þess fallin að flækja málið.“ Stóra myndin er að mati saminganefndarinnar hins vegar einföld: „Á meðan forstjóri Rio Tinto þiggur 6 milljónir á mánuði í laun, sjá bókarar Rio Tinto ofsjónum yfir þeim launum sem 32 Íslendingar sem sinna mötuneyti, hliðvörslu, hafnarvinnu og þvottahúsi fá greidd. Rio Tinto vill ekki greiða íslensk laun fyrir þessi störf. Þeir vilja fá erlenda gerviverktaka til að sinna þeim á launum sem eru langt undir íslenskum töxtum.“ Í yfirlýsingunni eru síðan talin upp nokkur atriði sem Rio Tinto eru einir um á íslenskum vinnumarkaði: „Álverin eru einu fyrirtækin sem fá sérkjör á orkuverði. Álverin eru einu fyrirtækin sem komast upp með að greiða lágmarksskatta, en skila um leið erlendum eigendum sínum ofurgróða. Rio Tinto er eina fyrirtækið á Íslandi sem hefur í 45 ár aðeins þurft að eiga við eitt sameinað trúnaðarráð stéttarfélaga þegar semja á um kaup og kjör. Rio Tinto er líklega eina stórfyrirtækið hérlendis sem hefur ALDREI þurft að þola verkfall af hálfu starfsmanna sinna. En nú er svo komið að Rio Tinto er ekki bara eina fyrirtækið sem hefur notið þessara sérkjara á íslenskum vinnumarkaði, heldur eru þeir örugglega líka eina fyrirtækið sem lætur sér detta í hug að kvarta yfir þessari skipan mála. Rio Tinto vill sem sagt bæði eiga kökuna og éta hana. Og það veit hvert fimm ára barn að er ekki hægt. Kjaradeila starfsmanna álversins við Rio Tinto snýst um eitt einfalt grundvallaratriði: Að borguð séu íslensk laun fyrir störf í Straumsvík. Íslenskt orkuverð og erlend skattafríðindi í áratugi ættu að vera stórfyrirtækinu og stjórnendum þess næg greiðsla fyrir að vernda störf 32 lægst launuðustu starfsmannanna í álverinu. Krafa okkar er íslensk laun fyrir störf í Straumsvík og fyrr verður ekki samið.“
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fjöldi reyndra starfsmanna hafa sagt upp í álverinu Fjöldi starfsmanna með áralanga starfsreynslu í álverinu í Straumsvík hafa sagt upp störfum þar undanfarnar vikur. Talsmaður starfsfólks segir það langþreytt á margra mánaða kjarabáráttu og vill að verkalýðsfélögin setji aukinn þunga í að leysa málin. 1. febrúar 2016 20:15 Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir móralinn innan fyrirtækisins skelfilegan Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir samningaviðræður sem staðið hafa yfir að undanförnu í enn meira uppnámi vegna frystingar launa hjá móðurfélaginu. 16. janúar 2016 14:42 Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35 Rio Tinto frystir laun út árið: Óljós áhrif á kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík Talsmaður samninganefndar starfsmanna Rio Tinto Alcan segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. 14. janúar 2016 13:43 „Það var mjög mikill samningsvilji hjá fyrirtækinu“ Upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan hafnar niðurstöðu talsmanns samninganefndar starfsmanna álversins. 14. janúar 2016 15:04 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndað af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Fjöldi reyndra starfsmanna hafa sagt upp í álverinu Fjöldi starfsmanna með áralanga starfsreynslu í álverinu í Straumsvík hafa sagt upp störfum þar undanfarnar vikur. Talsmaður starfsfólks segir það langþreytt á margra mánaða kjarabáráttu og vill að verkalýðsfélögin setji aukinn þunga í að leysa málin. 1. febrúar 2016 20:15
Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir móralinn innan fyrirtækisins skelfilegan Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir samningaviðræður sem staðið hafa yfir að undanförnu í enn meira uppnámi vegna frystingar launa hjá móðurfélaginu. 16. janúar 2016 14:42
Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35
Rio Tinto frystir laun út árið: Óljós áhrif á kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík Talsmaður samninganefndar starfsmanna Rio Tinto Alcan segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. 14. janúar 2016 13:43
„Það var mjög mikill samningsvilji hjá fyrirtækinu“ Upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan hafnar niðurstöðu talsmanns samninganefndar starfsmanna álversins. 14. janúar 2016 15:04