„Það var mjög mikill samningsvilji hjá fyrirtækinu“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. janúar 2016 15:04 Upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan hafnar niðurstöðu talsmanns samninganefndar starfsmanna álversins. Vísir/GVA Rio Tinto Alcan í Straumsvík vinnur nú að því að skoða hvaða áhrif launafrysting sem stjórnendur Rio Tinto kynntu starfsmönnum fyrirtækisins í gær hafa á launadeilu á milli starfsmanna og stjórnenda í Straumsvík. „Við erum bara að meta svona hvaða áhrif þessi ákvörðun hjá Rio Tinto hefur á kjaraviðræðurnar. það liggur ekki fyrir á þessari stundu,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi álversins. „En það er alla vega ljóst að ákvörðunin gildir um þá stjórnendur og sérfræðinga sem starfa samkvæmt einstaklingsbundnum sérsamningum og svo er bara verið að meta hvernig hún sneri kjarasamningana við aðra starfsmenn.“ Ólafur Teitur hafnar því sem Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag um að enginn samningsvilji væri hjá fyrirtækinu. „Við vorum að bjóða hér fyrir áramót tímasett tilboð sem fól í sér mjög miklar launahækkanir og meiri heldur en samið var um á almennum markaði í fyrra,“ segir Ólafur Teitur. „Það þarf enginn að velkjast í vafa um að það var mjög mikill samningsvilji hjá fyrirtækinu.“ „Fyrirtækið er að greiða hærri laun en gengur og gerist en er samt að bjóða meiri hækkanir en gengur og gerist. Það er mjög langsótt að túlka það sem svo að það sé ekki samningsvilji,“ segir hann. Ólafur Teitur segir að Rio Tinto hafi einnig slakað á kröfum sínum í viðræðunum í þeirri von um að ná samkomulagi fyrir áramót. „Við slökuðum svo sannarlega á okkar kröfum, þannig að það er algjörlega kristaltært að báðir aðilar gáfu eftir. Við gáfum líka eftir í okkar kröfum til þess að reyna til þrautar að ná samningum áður en okkar góða tilboð rynni út.“Rio Tinto gaf ekki eftir kröfu sína um að fá að bjóða út hluta starfseminnar en það hefur verið helsta deilumálið í samningaviðræðunum. „Ágreiningurinn snerist áfram um það að verkalýðshreyfingin meinar álverinu í Straumsvík að sitja við sama borð og öll önnur fyrirtæki á Íslandi,“ segir hann. Þannig að málið stendur enn á sama stað og það hefur í raun alltaf gert? „Já.“ Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rio Tinto frystir laun út árið: Óljós áhrif á kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík Talsmaður samninganefndar starfsmanna Rio Tinto Alcan segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. 14. janúar 2016 13:43 Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Sjá meira
Rio Tinto Alcan í Straumsvík vinnur nú að því að skoða hvaða áhrif launafrysting sem stjórnendur Rio Tinto kynntu starfsmönnum fyrirtækisins í gær hafa á launadeilu á milli starfsmanna og stjórnenda í Straumsvík. „Við erum bara að meta svona hvaða áhrif þessi ákvörðun hjá Rio Tinto hefur á kjaraviðræðurnar. það liggur ekki fyrir á þessari stundu,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi álversins. „En það er alla vega ljóst að ákvörðunin gildir um þá stjórnendur og sérfræðinga sem starfa samkvæmt einstaklingsbundnum sérsamningum og svo er bara verið að meta hvernig hún sneri kjarasamningana við aðra starfsmenn.“ Ólafur Teitur hafnar því sem Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag um að enginn samningsvilji væri hjá fyrirtækinu. „Við vorum að bjóða hér fyrir áramót tímasett tilboð sem fól í sér mjög miklar launahækkanir og meiri heldur en samið var um á almennum markaði í fyrra,“ segir Ólafur Teitur. „Það þarf enginn að velkjast í vafa um að það var mjög mikill samningsvilji hjá fyrirtækinu.“ „Fyrirtækið er að greiða hærri laun en gengur og gerist en er samt að bjóða meiri hækkanir en gengur og gerist. Það er mjög langsótt að túlka það sem svo að það sé ekki samningsvilji,“ segir hann. Ólafur Teitur segir að Rio Tinto hafi einnig slakað á kröfum sínum í viðræðunum í þeirri von um að ná samkomulagi fyrir áramót. „Við slökuðum svo sannarlega á okkar kröfum, þannig að það er algjörlega kristaltært að báðir aðilar gáfu eftir. Við gáfum líka eftir í okkar kröfum til þess að reyna til þrautar að ná samningum áður en okkar góða tilboð rynni út.“Rio Tinto gaf ekki eftir kröfu sína um að fá að bjóða út hluta starfseminnar en það hefur verið helsta deilumálið í samningaviðræðunum. „Ágreiningurinn snerist áfram um það að verkalýðshreyfingin meinar álverinu í Straumsvík að sitja við sama borð og öll önnur fyrirtæki á Íslandi,“ segir hann. Þannig að málið stendur enn á sama stað og það hefur í raun alltaf gert? „Já.“
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rio Tinto frystir laun út árið: Óljós áhrif á kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík Talsmaður samninganefndar starfsmanna Rio Tinto Alcan segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. 14. janúar 2016 13:43 Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Sjá meira
Rio Tinto frystir laun út árið: Óljós áhrif á kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík Talsmaður samninganefndar starfsmanna Rio Tinto Alcan segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. 14. janúar 2016 13:43
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent