Rio Tinto frystir laun út árið: Óljós áhrif á kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. janúar 2016 13:43 Talsmaður samninganefndar starfsmanna Rio Tinto Alcan segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. Vísir/Vilhelm Launahækkanir hafa verið frystar hjá Rio Tinto í heiminum. Þetta kom fram í tölvupósti sem sendur var starfsmönnum álversins í Straumsvík í gær þar sem vitnað var til orða Sam Walsh, aðalforstjóra Rio Tinto. Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna álversins, segir þessa ákvörðun skýra afstöðu félagsins í samningaviðræðum hingað til. Markmið launafrystingarinnar er að hámarka lausafé fyrirtækisins. Frystingin felur í sér að engar launahækkanir verði hjá fyrirtækinu nema kveðið sé á um þær í lögum eða þegar búið að semja um þær. Þetta gildir um alla starfsmenn; þar með talið forstjóra og aðra stjórnendur. Í bréfinu sem starfsmenn Rio Tinto Alcan í Straumsvík fengu segir að verið sé að skoða hvernig þessi ákvörðun snertir kjaradeiluna sem staðið hefur á milli starfsmanna og fyrirtækisins í meira en ár. Ekkert hefur gengið í að ná samningum og hefur samningaviðræðunum ítrekað verið slitið. Gylfi segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. „Þarna er það komið í ljós að það var aldrei meiningin að semja við okkur enda hafa þeir í öllu ferlinu ítrekað slitið viðræðum við okkur,“ segir hann. „Ég hef upplifað það þannig að það hafi ekki verið meining þeirra að semja og ég held að það sé komið í ljós nú.“ Óljóst er hvaða skref starfsmenn munu næst stíga til að knýja á um launakröfur sínar. „Það er ekki búið að taka ákvörðun um það,“ segir hann. „Í síðustu viðræðum slökuðum við mjög verulega til til þess að koma til móts við það að ríkissáttasemjari gæti lagt fram með miðlunartillögu.“ „Við vorum þá komnir nokkuð mikið yfir þau strik sem við ætluðum okkur til að teygja okkur fram, þá settu þeir [ÍSAL] allan pakkann inn aftur. Þá voru þeir ekkert að koma til móts, þá áttum við bara að gefa eftir og kyngja öllum þeirra kröfum. Það var deginum ljósara að þeir ætluðu ekkert að semja.“ Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Launahækkanir hafa verið frystar hjá Rio Tinto í heiminum. Þetta kom fram í tölvupósti sem sendur var starfsmönnum álversins í Straumsvík í gær þar sem vitnað var til orða Sam Walsh, aðalforstjóra Rio Tinto. Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna álversins, segir þessa ákvörðun skýra afstöðu félagsins í samningaviðræðum hingað til. Markmið launafrystingarinnar er að hámarka lausafé fyrirtækisins. Frystingin felur í sér að engar launahækkanir verði hjá fyrirtækinu nema kveðið sé á um þær í lögum eða þegar búið að semja um þær. Þetta gildir um alla starfsmenn; þar með talið forstjóra og aðra stjórnendur. Í bréfinu sem starfsmenn Rio Tinto Alcan í Straumsvík fengu segir að verið sé að skoða hvernig þessi ákvörðun snertir kjaradeiluna sem staðið hefur á milli starfsmanna og fyrirtækisins í meira en ár. Ekkert hefur gengið í að ná samningum og hefur samningaviðræðunum ítrekað verið slitið. Gylfi segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. „Þarna er það komið í ljós að það var aldrei meiningin að semja við okkur enda hafa þeir í öllu ferlinu ítrekað slitið viðræðum við okkur,“ segir hann. „Ég hef upplifað það þannig að það hafi ekki verið meining þeirra að semja og ég held að það sé komið í ljós nú.“ Óljóst er hvaða skref starfsmenn munu næst stíga til að knýja á um launakröfur sínar. „Það er ekki búið að taka ákvörðun um það,“ segir hann. „Í síðustu viðræðum slökuðum við mjög verulega til til þess að koma til móts við það að ríkissáttasemjari gæti lagt fram með miðlunartillögu.“ „Við vorum þá komnir nokkuð mikið yfir þau strik sem við ætluðum okkur til að teygja okkur fram, þá settu þeir [ÍSAL] allan pakkann inn aftur. Þá voru þeir ekkert að koma til móts, þá áttum við bara að gefa eftir og kyngja öllum þeirra kröfum. Það var deginum ljósara að þeir ætluðu ekkert að semja.“
Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira