Hækka á ellilífeyrisaldurinn um þrjú ár Hjörtur Hjartarson skrifar 15. september 2014 19:30 Nefnd á vegum félagsmálaráðherra mun á næstu vikum leggja fram róttækar tillögur um breytingar á lífeyriskerfinu. Ellilífeyrisaldurinn skal hækkaður um þrjú ár og um leið verður í boði fyrir eldri borgara að vinna lengur án þess að lífeyri þeirra skerðist. Þá er vilji til að taka upp starfsgetumat í stað örorkumats þar sem atvinnutekjur skerða ekki bætur. Nefndin var skipuð í nóvember í fyrra og er Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, formaður hennar. Nefndinni var meðal annars ætlað að skoða hvernig taka mætti upp starfsgetumat í stað örorkumats. „Þar sem horft er á getu fólks en ekki vangetu og um leið endurhæfing yfir höfuð gerð möguleg því að í dag er mjög erfitt að endurhæfa mann ef hann er 75 prósent öryrki. Ef hann endurhæfist niður í 74 prósent þá missir hann allt. Slík endurhæfing á mjög erfitt uppdráttar,“ segir Pétur og bætir því við að núverandi kerfi letji öryrkja í að fara út á vinnumarkaðinn þar sem vinna og aukin starfsgeta skerði bætur. Þessu vill hann breyta. „Þeir öryrkjar sem ég hef talað við þeir kalla eftir því að hafa meiri tengsl við atvinnulífið og geta átt möguleika á því að endurhæfast og farið aftur að vinna. Það er heilmikil endurhæfing í því að fá vinnu og mæta og hafa ákveðið hlutverk í fyrirtækjum, segir Pétur“ „Mér heyrist merkilegt nokk að Íslendingar séu ekki frábitnir því að vinna lengur og mér finnst fólk vera yfirleitt jákvætt. Þetta er líka bara vegna þess að fólk lifir lengur og er sprækara. Það er ekki saman að jafna hvað sextugur maður er sprækari í dag en hann var fyrir kannski þrjátíu árum. Þannig að þetta endurspeglar aukinn lífaldur þjóðarinnar,“ segir Pétur. Nefndinni var einnig ætlað að kanna möguleikann á sveigjanlegum starfslokum og um leið gjörbreyta frítekjumarkskerfinu sem nú er við lýði. Vonir standa til að fólki bjóðist að taka hálfan lífeyri og á móti vinna hálfan daginn, án skerðingar. „Já, þetta er mjög mikil breyting og hún kostar ríkissjóð töluvert. Það er meiningin að láta hana taka gildi á einhverjum fjórum til fimm árum. En það er ljóst að ef menn ætla að halda í kerfi frítekjumarka þá kostar það óhemju.“ Áðurnefndar tillögur koma til með að kosta ríkissjóð töluvert og til að mæta þeim kostnaði verður lagt til að ellilífeyrisaldurinn verði hækkaður úr 67 árum í 70. Pétur telur ekki að sú tillaga komi til með að mæta mikilli andstöðu enda hefur þjóðfélagið breyst hratt á undanförnum árum. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Nefnd á vegum félagsmálaráðherra mun á næstu vikum leggja fram róttækar tillögur um breytingar á lífeyriskerfinu. Ellilífeyrisaldurinn skal hækkaður um þrjú ár og um leið verður í boði fyrir eldri borgara að vinna lengur án þess að lífeyri þeirra skerðist. Þá er vilji til að taka upp starfsgetumat í stað örorkumats þar sem atvinnutekjur skerða ekki bætur. Nefndin var skipuð í nóvember í fyrra og er Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, formaður hennar. Nefndinni var meðal annars ætlað að skoða hvernig taka mætti upp starfsgetumat í stað örorkumats. „Þar sem horft er á getu fólks en ekki vangetu og um leið endurhæfing yfir höfuð gerð möguleg því að í dag er mjög erfitt að endurhæfa mann ef hann er 75 prósent öryrki. Ef hann endurhæfist niður í 74 prósent þá missir hann allt. Slík endurhæfing á mjög erfitt uppdráttar,“ segir Pétur og bætir því við að núverandi kerfi letji öryrkja í að fara út á vinnumarkaðinn þar sem vinna og aukin starfsgeta skerði bætur. Þessu vill hann breyta. „Þeir öryrkjar sem ég hef talað við þeir kalla eftir því að hafa meiri tengsl við atvinnulífið og geta átt möguleika á því að endurhæfast og farið aftur að vinna. Það er heilmikil endurhæfing í því að fá vinnu og mæta og hafa ákveðið hlutverk í fyrirtækjum, segir Pétur“ „Mér heyrist merkilegt nokk að Íslendingar séu ekki frábitnir því að vinna lengur og mér finnst fólk vera yfirleitt jákvætt. Þetta er líka bara vegna þess að fólk lifir lengur og er sprækara. Það er ekki saman að jafna hvað sextugur maður er sprækari í dag en hann var fyrir kannski þrjátíu árum. Þannig að þetta endurspeglar aukinn lífaldur þjóðarinnar,“ segir Pétur. Nefndinni var einnig ætlað að kanna möguleikann á sveigjanlegum starfslokum og um leið gjörbreyta frítekjumarkskerfinu sem nú er við lýði. Vonir standa til að fólki bjóðist að taka hálfan lífeyri og á móti vinna hálfan daginn, án skerðingar. „Já, þetta er mjög mikil breyting og hún kostar ríkissjóð töluvert. Það er meiningin að láta hana taka gildi á einhverjum fjórum til fimm árum. En það er ljóst að ef menn ætla að halda í kerfi frítekjumarka þá kostar það óhemju.“ Áðurnefndar tillögur koma til með að kosta ríkissjóð töluvert og til að mæta þeim kostnaði verður lagt til að ellilífeyrisaldurinn verði hækkaður úr 67 árum í 70. Pétur telur ekki að sú tillaga komi til með að mæta mikilli andstöðu enda hefur þjóðfélagið breyst hratt á undanförnum árum.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira