Ragnar gæti þurft að bíða lengi eftir dómi Breki Logason skrifar 7. maí 2009 13:00 Jóhanna K. Eyjólfsdóttir Íslandsdeild Amnesty International ætlar ekki að beita sér í máli Ragnars Erlings Hermannssonar sem handtekinn var vegna fíkniefnasmygls í Brasilíu. Hann situr nú í fangelsi í bænum Recife og hefur lýst slæmum aðbúnaði í fangelsinu, en hann deilir meðal annars klefa með fimmtán öðrum föngum. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir framkvæmdarstjóri Amnesty á Íslandi segir samtökin ekki beita sér í málum sem þessum. Amnesty beiti sér aðallega þegar einstaklingar eru pólitískir fangar, sitji í fangelsi vegna skoðana sinna eða sæti pyntingum stjórnvalda. Samtökin hafa hinsvegar gagnrýnt fangelsi í Brasilíu í gegnum árin sem í mörgum tilfellum eru yfirfull og illa mönnuð. Hún óttast að Ragnar geti þurft að bíða lengi eftir að mál hans verði tekið fyrir. „Stærsta vandamálið varðandi fangelsi í Brasilíu er að þau eru yfirfull vegna þess að glæpatíðni þar í landi er há. Hreinlætisaðstaða þar er einnig oft á tíðum léleg og vegna þessa eru uppreisnir tíðar og töluvert um ofbeldi innan veggja fangelsa þar," segir Jóhanna. Amnesty International eru alþjóðleg hreyfing fólks sem berst fyrir því að alþjóðlega viðurkennd mannréttindi séu virt og að allir njóti verndar þeirra. Jóhanna segir að á tímum herforingjastjórnanna hafi pyntingar verið algengar en það sé ekki eins útbreitt vandamál nú. Hún segir gunnvandamálið hinsvegar vera háa glæpatíðni og þess vegna séu fangelsin yfirfull. „Annað mál er síðan réttarkerfið. Þar bíða mörg mál úrlausna og því óttast ég að hann [Ragnar] þurfi að bíða lengi eftir að mál hans verði tekið fyrir." Jóhanna segir samtökin aðallega beita sér í málum svokallaðra samviskufanga og fanga sem hafa þurft að þola pyntingar af hálfu ríkisvaldsins. „Við tökum hinsvegar ekki upp mál fanga sem hafa gerst sekir um glæpi. Við förum ekki fram á að þeir verði leystir úr haldi eða neitt slíkt. Því miður þá getum við lítið gert þegar upp koma svona mál en þetta er eitthvað sem þarf að vinnast hjá yfirvöldum." Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Sjá meira
Íslandsdeild Amnesty International ætlar ekki að beita sér í máli Ragnars Erlings Hermannssonar sem handtekinn var vegna fíkniefnasmygls í Brasilíu. Hann situr nú í fangelsi í bænum Recife og hefur lýst slæmum aðbúnaði í fangelsinu, en hann deilir meðal annars klefa með fimmtán öðrum föngum. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir framkvæmdarstjóri Amnesty á Íslandi segir samtökin ekki beita sér í málum sem þessum. Amnesty beiti sér aðallega þegar einstaklingar eru pólitískir fangar, sitji í fangelsi vegna skoðana sinna eða sæti pyntingum stjórnvalda. Samtökin hafa hinsvegar gagnrýnt fangelsi í Brasilíu í gegnum árin sem í mörgum tilfellum eru yfirfull og illa mönnuð. Hún óttast að Ragnar geti þurft að bíða lengi eftir að mál hans verði tekið fyrir. „Stærsta vandamálið varðandi fangelsi í Brasilíu er að þau eru yfirfull vegna þess að glæpatíðni þar í landi er há. Hreinlætisaðstaða þar er einnig oft á tíðum léleg og vegna þessa eru uppreisnir tíðar og töluvert um ofbeldi innan veggja fangelsa þar," segir Jóhanna. Amnesty International eru alþjóðleg hreyfing fólks sem berst fyrir því að alþjóðlega viðurkennd mannréttindi séu virt og að allir njóti verndar þeirra. Jóhanna segir að á tímum herforingjastjórnanna hafi pyntingar verið algengar en það sé ekki eins útbreitt vandamál nú. Hún segir gunnvandamálið hinsvegar vera háa glæpatíðni og þess vegna séu fangelsin yfirfull. „Annað mál er síðan réttarkerfið. Þar bíða mörg mál úrlausna og því óttast ég að hann [Ragnar] þurfi að bíða lengi eftir að mál hans verði tekið fyrir." Jóhanna segir samtökin aðallega beita sér í málum svokallaðra samviskufanga og fanga sem hafa þurft að þola pyntingar af hálfu ríkisvaldsins. „Við tökum hinsvegar ekki upp mál fanga sem hafa gerst sekir um glæpi. Við förum ekki fram á að þeir verði leystir úr haldi eða neitt slíkt. Því miður þá getum við lítið gert þegar upp koma svona mál en þetta er eitthvað sem þarf að vinnast hjá yfirvöldum."
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Sjá meira