Ragnar gæti þurft að bíða lengi eftir dómi Breki Logason skrifar 7. maí 2009 13:00 Jóhanna K. Eyjólfsdóttir Íslandsdeild Amnesty International ætlar ekki að beita sér í máli Ragnars Erlings Hermannssonar sem handtekinn var vegna fíkniefnasmygls í Brasilíu. Hann situr nú í fangelsi í bænum Recife og hefur lýst slæmum aðbúnaði í fangelsinu, en hann deilir meðal annars klefa með fimmtán öðrum föngum. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir framkvæmdarstjóri Amnesty á Íslandi segir samtökin ekki beita sér í málum sem þessum. Amnesty beiti sér aðallega þegar einstaklingar eru pólitískir fangar, sitji í fangelsi vegna skoðana sinna eða sæti pyntingum stjórnvalda. Samtökin hafa hinsvegar gagnrýnt fangelsi í Brasilíu í gegnum árin sem í mörgum tilfellum eru yfirfull og illa mönnuð. Hún óttast að Ragnar geti þurft að bíða lengi eftir að mál hans verði tekið fyrir. „Stærsta vandamálið varðandi fangelsi í Brasilíu er að þau eru yfirfull vegna þess að glæpatíðni þar í landi er há. Hreinlætisaðstaða þar er einnig oft á tíðum léleg og vegna þessa eru uppreisnir tíðar og töluvert um ofbeldi innan veggja fangelsa þar," segir Jóhanna. Amnesty International eru alþjóðleg hreyfing fólks sem berst fyrir því að alþjóðlega viðurkennd mannréttindi séu virt og að allir njóti verndar þeirra. Jóhanna segir að á tímum herforingjastjórnanna hafi pyntingar verið algengar en það sé ekki eins útbreitt vandamál nú. Hún segir gunnvandamálið hinsvegar vera háa glæpatíðni og þess vegna séu fangelsin yfirfull. „Annað mál er síðan réttarkerfið. Þar bíða mörg mál úrlausna og því óttast ég að hann [Ragnar] þurfi að bíða lengi eftir að mál hans verði tekið fyrir." Jóhanna segir samtökin aðallega beita sér í málum svokallaðra samviskufanga og fanga sem hafa þurft að þola pyntingar af hálfu ríkisvaldsins. „Við tökum hinsvegar ekki upp mál fanga sem hafa gerst sekir um glæpi. Við förum ekki fram á að þeir verði leystir úr haldi eða neitt slíkt. Því miður þá getum við lítið gert þegar upp koma svona mál en þetta er eitthvað sem þarf að vinnast hjá yfirvöldum." Mest lesið Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Barn fórst í Hvítá í gær Lögreglan lýsir eftir Kayan Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Sjá meira
Íslandsdeild Amnesty International ætlar ekki að beita sér í máli Ragnars Erlings Hermannssonar sem handtekinn var vegna fíkniefnasmygls í Brasilíu. Hann situr nú í fangelsi í bænum Recife og hefur lýst slæmum aðbúnaði í fangelsinu, en hann deilir meðal annars klefa með fimmtán öðrum föngum. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir framkvæmdarstjóri Amnesty á Íslandi segir samtökin ekki beita sér í málum sem þessum. Amnesty beiti sér aðallega þegar einstaklingar eru pólitískir fangar, sitji í fangelsi vegna skoðana sinna eða sæti pyntingum stjórnvalda. Samtökin hafa hinsvegar gagnrýnt fangelsi í Brasilíu í gegnum árin sem í mörgum tilfellum eru yfirfull og illa mönnuð. Hún óttast að Ragnar geti þurft að bíða lengi eftir að mál hans verði tekið fyrir. „Stærsta vandamálið varðandi fangelsi í Brasilíu er að þau eru yfirfull vegna þess að glæpatíðni þar í landi er há. Hreinlætisaðstaða þar er einnig oft á tíðum léleg og vegna þessa eru uppreisnir tíðar og töluvert um ofbeldi innan veggja fangelsa þar," segir Jóhanna. Amnesty International eru alþjóðleg hreyfing fólks sem berst fyrir því að alþjóðlega viðurkennd mannréttindi séu virt og að allir njóti verndar þeirra. Jóhanna segir að á tímum herforingjastjórnanna hafi pyntingar verið algengar en það sé ekki eins útbreitt vandamál nú. Hún segir gunnvandamálið hinsvegar vera háa glæpatíðni og þess vegna séu fangelsin yfirfull. „Annað mál er síðan réttarkerfið. Þar bíða mörg mál úrlausna og því óttast ég að hann [Ragnar] þurfi að bíða lengi eftir að mál hans verði tekið fyrir." Jóhanna segir samtökin aðallega beita sér í málum svokallaðra samviskufanga og fanga sem hafa þurft að þola pyntingar af hálfu ríkisvaldsins. „Við tökum hinsvegar ekki upp mál fanga sem hafa gerst sekir um glæpi. Við förum ekki fram á að þeir verði leystir úr haldi eða neitt slíkt. Því miður þá getum við lítið gert þegar upp koma svona mál en þetta er eitthvað sem þarf að vinnast hjá yfirvöldum."
Mest lesið Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Barn fórst í Hvítá í gær Lögreglan lýsir eftir Kayan Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Sjá meira