Sjaldan meiri hætta á ofbeldi gegn börnum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. apríl 2020 19:45 Ofbeldi gegn börnum getur aukist við aðstæður eins og nú eru í þjóðfélaginu að sögn barnamálaráðherra. Hann hefur ráðist í aðgerðir til að fækka slíkum tilfellum. Börn á Akureyri geta með rafrænum hætti sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér eða öðrum. Rannsóknir hafa sýnt að heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum getur aukist á tímum farsótta og félagslegrar einangrunar. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/baldur Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra segir brýnt að fækka slíkum tilfellum og ná til barna sem verða fyrir ofbeldi. „Tölfræðin sýnir okkur að við svona aðstæður þarf að grípa inní en það er áskorun að finna leiðir til að gera það. Það hefur líka sýnt sig á Ítalíu þar sem farsóttin hefur verið mun lengur en hér að bæði heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum virðist hafa aukist,“ segir hann. Ásmundur segir að ráðist hafi verið í ýmsar aðgerðir eins og samvinnu við Rauða krossinn og hjálparsímann 1717, þá sé verið að undirbúa vitundarvakningu um mikilvægi þess að fólk tilkynni um ofbeldi til 112 og loks sé verið að undirbúa aðgerðir til að ná sérstaklega til barna til dæmis á samfélagsmiðlum. Börn geta sjálf tilkynnt um ofbeldi á Akureyri Akureyrarbær setti nýlega sérstakan tilkynningahnapp á vefsíðu sína fyrir börn þar sem þau geta sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér. Alfa Dröfn Jóhannesdóttir verkefnastýra hjá barnvænu sveitarfélagi hjá AkureyrarbæVísir Alfa Dröfn Jóhannesdóttir verkefnastýra barnvæns sveitarfélags segir það afar mikilvægt. [„Sérstaklega núna á þess þar sem hættan á heimilisofbeldi er að aukast þá er sérstaklega mikilvægt að börn geti sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér og leiðirnar til þess séu einfaldar, segir Alfa. Við erum öll barnavernd Hún segir einnig afar mikilvægt að almenningur láti vita ef það telur barn í vanda. „Þær aðstæður sem nú eru uppi í samfélaginu eru kjöraðstæður fyrir ofbeldi inni á heimilum og því afar brýnt að við sem þjóð séum meðvituð og látum vita ef við verðum vör við slíkt. Við erum öll barnavernd,“ segir hún að lokum. Skóla - og menntamál Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira
Ofbeldi gegn börnum getur aukist við aðstæður eins og nú eru í þjóðfélaginu að sögn barnamálaráðherra. Hann hefur ráðist í aðgerðir til að fækka slíkum tilfellum. Börn á Akureyri geta með rafrænum hætti sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér eða öðrum. Rannsóknir hafa sýnt að heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum getur aukist á tímum farsótta og félagslegrar einangrunar. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/baldur Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra segir brýnt að fækka slíkum tilfellum og ná til barna sem verða fyrir ofbeldi. „Tölfræðin sýnir okkur að við svona aðstæður þarf að grípa inní en það er áskorun að finna leiðir til að gera það. Það hefur líka sýnt sig á Ítalíu þar sem farsóttin hefur verið mun lengur en hér að bæði heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum virðist hafa aukist,“ segir hann. Ásmundur segir að ráðist hafi verið í ýmsar aðgerðir eins og samvinnu við Rauða krossinn og hjálparsímann 1717, þá sé verið að undirbúa vitundarvakningu um mikilvægi þess að fólk tilkynni um ofbeldi til 112 og loks sé verið að undirbúa aðgerðir til að ná sérstaklega til barna til dæmis á samfélagsmiðlum. Börn geta sjálf tilkynnt um ofbeldi á Akureyri Akureyrarbær setti nýlega sérstakan tilkynningahnapp á vefsíðu sína fyrir börn þar sem þau geta sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér. Alfa Dröfn Jóhannesdóttir verkefnastýra hjá barnvænu sveitarfélagi hjá AkureyrarbæVísir Alfa Dröfn Jóhannesdóttir verkefnastýra barnvæns sveitarfélags segir það afar mikilvægt. [„Sérstaklega núna á þess þar sem hættan á heimilisofbeldi er að aukast þá er sérstaklega mikilvægt að börn geti sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér og leiðirnar til þess séu einfaldar, segir Alfa. Við erum öll barnavernd Hún segir einnig afar mikilvægt að almenningur láti vita ef það telur barn í vanda. „Þær aðstæður sem nú eru uppi í samfélaginu eru kjöraðstæður fyrir ofbeldi inni á heimilum og því afar brýnt að við sem þjóð séum meðvituð og látum vita ef við verðum vör við slíkt. Við erum öll barnavernd,“ segir hún að lokum.
Skóla - og menntamál Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira