Innlent

Náið og mikið samráð

Samráð olíufélaganna var bæði mikið og náið, að því er fram kemur í rökstuðningi samkeppnisstofnunar við sektir sem hafa verið lagðar á félögin. Þar má meðal annars nefna eftirfarandi: - Samráð um verðbreytingar á fljótandi eldsneyti, gasi, smurolíu og tengdum vörum. - Samráð um aðgerðir til að auka álagningu og bæta framlegð, þ.m.t. aðgerðir til að draga úr afslætti. - Samráð vegna útboða tiltekinna viðskiptavina. - Markaðsskipting og eftir atvikum verðsamráð vegna sölu til einstakra viðskiptavina, tiltekinna hópa viðskiptavina eða á einstökum landsvæðum. Til að framkvæma þetta samráð áttu olíufélögin í tíðum og skipulögðum samskiptum sín á milli þar sem skiptst var á skoðunum og upplýsingum, athugasemdir og tillögur voru gerðar og ákvarðanir teknar. Stjórnendur olíufélaganna tóku þátt í fundahöldum, m.a. hittust forstjórar félaganna iðulega til að skipuleggja og taka ákvarðanir um atriði sem voru hluti af hinu ólöglega samráði. Þá var skipst á orðsendingum og upplýsingum sem vörðuðu samráðið í tölvupósti, símtölum eða símbréfum. þjónustu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×