Misskilnings gætt með frumvarp um rafræna þjónustu Andri Eysteinsson skrifar 23. apríl 2020 12:14 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir misskilnings hafa gætt með nýtt frumvarp ráðherra um aukna rafræna þjónustu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Áslaug segir engar efnislegar breytingar gerðar á meðferð mála og aldrei hafi verið lagt til að uppboð gætu farið fram rafrænt. Frumvarpið hefur verið gagnrýnt, bæði af stjórnarandstöðu, hagsmunasamtökum heimilanna og af netverjum, þar á meðal fyrrverandi ritara Samfylkingarinnar og varaforseta ungra jafnaðarmanna. Hvaða rugl er í gangi? Ekki búið að tryggja afkomu sjálfstætt starfandi fólks, tugþúsundir komnar eða á leiðinni á atvinnuleysisbætur og forgangsmálið er að tryggja að það sé hægt að selja ofan af þeim heimilin? https://t.co/mkrkBLcCwO— Óskar Steinn (@oskasteinn) April 21, 2020 „Markmiðin með frumvarpinu er einungis að bæta þjónustu með rafrænum hætti og gera sýslumönnum m.a. kleift að fara að fyrirmælum sóttvarna,“ segir dómsmálaráðherra. „Ég hef þó óskað eftir því við allsherjar- og menntamálanefnd að ákvæðin um rafræna fyrirtöku falli brott þar sem viljinn var skýr, að bæta rafræna þjónustu og einfalda sýslumanni að fylgja fyrirmælum um fjöldatakmarkanir og reyna að fækka óþarfa viðveru á skrifstofu sýslumanna en með engum hætti að breyta eða einfalda ferlið sjálft“ segir Áslaug en minnist á að vegna þess að ráðgert sé að hækka mörk fjöldatakmarkana á næstu vikum sé ekki eins áríðandi og talið var að bjóða upp á mætingu í gegnum fjarfundarbúnað. Áslaug segir sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu hafa brugðist við með ráðstöfun í húsnæði og auknum opnunartíma eftir að óskað var eftir því að embættið lágmarkaði áhrif faraldursins á störf með öllum tiltækum ráðum. „Það mun þó enn muna verulega um að geta boðið upp á rafræna þjónustu vegna annarra mála sem fjallað er um í frumvarpinu og verða vonandi að lögum til hagsbóta fyrir alla,“ skrifar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Stjórnsýsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir misskilnings hafa gætt með nýtt frumvarp ráðherra um aukna rafræna þjónustu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Áslaug segir engar efnislegar breytingar gerðar á meðferð mála og aldrei hafi verið lagt til að uppboð gætu farið fram rafrænt. Frumvarpið hefur verið gagnrýnt, bæði af stjórnarandstöðu, hagsmunasamtökum heimilanna og af netverjum, þar á meðal fyrrverandi ritara Samfylkingarinnar og varaforseta ungra jafnaðarmanna. Hvaða rugl er í gangi? Ekki búið að tryggja afkomu sjálfstætt starfandi fólks, tugþúsundir komnar eða á leiðinni á atvinnuleysisbætur og forgangsmálið er að tryggja að það sé hægt að selja ofan af þeim heimilin? https://t.co/mkrkBLcCwO— Óskar Steinn (@oskasteinn) April 21, 2020 „Markmiðin með frumvarpinu er einungis að bæta þjónustu með rafrænum hætti og gera sýslumönnum m.a. kleift að fara að fyrirmælum sóttvarna,“ segir dómsmálaráðherra. „Ég hef þó óskað eftir því við allsherjar- og menntamálanefnd að ákvæðin um rafræna fyrirtöku falli brott þar sem viljinn var skýr, að bæta rafræna þjónustu og einfalda sýslumanni að fylgja fyrirmælum um fjöldatakmarkanir og reyna að fækka óþarfa viðveru á skrifstofu sýslumanna en með engum hætti að breyta eða einfalda ferlið sjálft“ segir Áslaug en minnist á að vegna þess að ráðgert sé að hækka mörk fjöldatakmarkana á næstu vikum sé ekki eins áríðandi og talið var að bjóða upp á mætingu í gegnum fjarfundarbúnað. Áslaug segir sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu hafa brugðist við með ráðstöfun í húsnæði og auknum opnunartíma eftir að óskað var eftir því að embættið lágmarkaði áhrif faraldursins á störf með öllum tiltækum ráðum. „Það mun þó enn muna verulega um að geta boðið upp á rafræna þjónustu vegna annarra mála sem fjallað er um í frumvarpinu og verða vonandi að lögum til hagsbóta fyrir alla,“ skrifar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.
Stjórnsýsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira