Atvinnurekendur undirbúa uppsagnir um mánaðamótin Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. apríl 2020 18:30 Viðbrögð við öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar hafa verið sterk í dag. Atvinnurekendur í ferðaþjónustu og veitingageiranum eru uggandi yfir komandi vikum og mánuðum. Margir hverjir undirbúa nú uppsagnir fyrir næstu mánaðamót. Úrræði sem forysta ríkisstjórnarinnar kynnti í öðrum aðgerðarpakka sínum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins beinast helst að litlum og meðal stórum fyrirtækjum í landinu og lagt er upp með að fyrirtæki haldi ráðningarsambandi sínu við starfsfólk. Rekstraraðilar í ferðaþjónustu og veitinga- og þjónustugeira segja að ekkert hafi komið fram í gær sem gagnist í þeirra rekstri. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela.Vísir/Jóhann K. Úrræði úr fyrsta aðgerðapakkanum duga ekki lengur „Þessar leiðir sem voru kynntar í fyrsta pakka duga ekki lengur. Nú er staðan bara allt önnur. Við erum að horfa á það að áhrif Covid vara hér örugglega næstu tvö árin og þetta ár verði mjög erfitt,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela. Framkvæmdastjóri Eldingar tekur undir með Davíð. „Úrræðin sem komu í gær gera ekkert fyrir mitt fyrirtæki. Sjálfsögðu vorum við að vonast eftir miklu meiru. Maður var búinn að bíða eftir þessum fundi í heilan mánuð og þetta voru mikil vonbrigði,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar. Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar.Vísir/Jóhann K. Ríkið þarf að hækka hlutfall í hlutabótaleiðinni Framkvæmdastjórar fyrirtækjanna segja að 25% hlutabótaleiðin dugi ekki lengur og meira þurfi að koma til. Hækka þurfi hlutfall ríkisins svo fyrirtæki geti haldið ráðningarsambandi við starfsfólk „Ef að það koma ekki alvöru aðgerðir núna fyrir mánaðamótin þá munum við sjá þetta hlutfall, mér skilst að það séu um fimmtíu þúsund manns sem eru annað hvort á hlutabótaleiðinni eða á atvinnuleysisbótum í dag, þá mun það margfaldast. Við erum að fara horfa á þúsundir uppsagna núna næstu mánaðamót,“ segir Davíð. „Við erum mörg að skoða bara núna hvort við séum ekki að fara í uppsagnir því að við treystum ekki, sérstakleg ekki eftir fund með ferðamálaráðherra í morgun sem var neikvæður. Þar var okkur gert ljóst að mörg fyrirtæki myndu ekki fara lifa þetta af,“ segir Rannveig. Hægt að bjarga fyrirtækjunum Rannveig og Davíð eru sammála um að eigi að bjarga fyrirtækjum þurfi að gera þeim kleift að leggjast í dvala. „Ef það verður hægt að fara í svona útfærslur þá mun það að sjálfsögðu hjálpa. Það mun ekki verða neinum til góðs að hér verði fjölda gjaldþrot,“ segir Davíð. „Já, því miður þá erum við að horfa fram á það að það verði fjöldagjaldþrot,“ segir Rannveig. Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Umfangsmiklar aðgerðir og frekari uppsagnir hjá Icelandair Icelandair Group mun nú í aprílmánuði grípa til yfirgripsmikilla aðgerða sem fela bæði í sér uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. 22. apríl 2020 17:00 Ljóst að ekki verði öllum fyrirtækjum bjargað Sextíu milljarða króna aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar, til viðbótar við þá tvö hundruð og þrjátíu milljarða sem kynntur var fyrir mánuði, var kynntur síðdegis í dag. Fjármálaráðherra segir ljóst að ekki verði hægt að bjarga öllum fyrirtækjum. 21. apríl 2020 22:37 Segja frekari aðgerðir nauðsynlegar gagnvart ferðaþjónustunni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir jákvætt að ríkisstjórnin aðstoði fyrirtæki sem þurfi á að halda. Ljóst sé að ferðaþjónustufyrirtæki geti nýtt úrræði í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar en enn sé ljóst að taka þurfi á sérstæðum vanda geirans vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 21. apríl 2020 22:35 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Sjá meira
Viðbrögð við öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar hafa verið sterk í dag. Atvinnurekendur í ferðaþjónustu og veitingageiranum eru uggandi yfir komandi vikum og mánuðum. Margir hverjir undirbúa nú uppsagnir fyrir næstu mánaðamót. Úrræði sem forysta ríkisstjórnarinnar kynnti í öðrum aðgerðarpakka sínum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins beinast helst að litlum og meðal stórum fyrirtækjum í landinu og lagt er upp með að fyrirtæki haldi ráðningarsambandi sínu við starfsfólk. Rekstraraðilar í ferðaþjónustu og veitinga- og þjónustugeira segja að ekkert hafi komið fram í gær sem gagnist í þeirra rekstri. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela.Vísir/Jóhann K. Úrræði úr fyrsta aðgerðapakkanum duga ekki lengur „Þessar leiðir sem voru kynntar í fyrsta pakka duga ekki lengur. Nú er staðan bara allt önnur. Við erum að horfa á það að áhrif Covid vara hér örugglega næstu tvö árin og þetta ár verði mjög erfitt,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela. Framkvæmdastjóri Eldingar tekur undir með Davíð. „Úrræðin sem komu í gær gera ekkert fyrir mitt fyrirtæki. Sjálfsögðu vorum við að vonast eftir miklu meiru. Maður var búinn að bíða eftir þessum fundi í heilan mánuð og þetta voru mikil vonbrigði,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar. Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar.Vísir/Jóhann K. Ríkið þarf að hækka hlutfall í hlutabótaleiðinni Framkvæmdastjórar fyrirtækjanna segja að 25% hlutabótaleiðin dugi ekki lengur og meira þurfi að koma til. Hækka þurfi hlutfall ríkisins svo fyrirtæki geti haldið ráðningarsambandi við starfsfólk „Ef að það koma ekki alvöru aðgerðir núna fyrir mánaðamótin þá munum við sjá þetta hlutfall, mér skilst að það séu um fimmtíu þúsund manns sem eru annað hvort á hlutabótaleiðinni eða á atvinnuleysisbótum í dag, þá mun það margfaldast. Við erum að fara horfa á þúsundir uppsagna núna næstu mánaðamót,“ segir Davíð. „Við erum mörg að skoða bara núna hvort við séum ekki að fara í uppsagnir því að við treystum ekki, sérstakleg ekki eftir fund með ferðamálaráðherra í morgun sem var neikvæður. Þar var okkur gert ljóst að mörg fyrirtæki myndu ekki fara lifa þetta af,“ segir Rannveig. Hægt að bjarga fyrirtækjunum Rannveig og Davíð eru sammála um að eigi að bjarga fyrirtækjum þurfi að gera þeim kleift að leggjast í dvala. „Ef það verður hægt að fara í svona útfærslur þá mun það að sjálfsögðu hjálpa. Það mun ekki verða neinum til góðs að hér verði fjölda gjaldþrot,“ segir Davíð. „Já, því miður þá erum við að horfa fram á það að það verði fjöldagjaldþrot,“ segir Rannveig.
Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Umfangsmiklar aðgerðir og frekari uppsagnir hjá Icelandair Icelandair Group mun nú í aprílmánuði grípa til yfirgripsmikilla aðgerða sem fela bæði í sér uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. 22. apríl 2020 17:00 Ljóst að ekki verði öllum fyrirtækjum bjargað Sextíu milljarða króna aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar, til viðbótar við þá tvö hundruð og þrjátíu milljarða sem kynntur var fyrir mánuði, var kynntur síðdegis í dag. Fjármálaráðherra segir ljóst að ekki verði hægt að bjarga öllum fyrirtækjum. 21. apríl 2020 22:37 Segja frekari aðgerðir nauðsynlegar gagnvart ferðaþjónustunni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir jákvætt að ríkisstjórnin aðstoði fyrirtæki sem þurfi á að halda. Ljóst sé að ferðaþjónustufyrirtæki geti nýtt úrræði í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar en enn sé ljóst að taka þurfi á sérstæðum vanda geirans vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 21. apríl 2020 22:35 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Sjá meira
Umfangsmiklar aðgerðir og frekari uppsagnir hjá Icelandair Icelandair Group mun nú í aprílmánuði grípa til yfirgripsmikilla aðgerða sem fela bæði í sér uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. 22. apríl 2020 17:00
Ljóst að ekki verði öllum fyrirtækjum bjargað Sextíu milljarða króna aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar, til viðbótar við þá tvö hundruð og þrjátíu milljarða sem kynntur var fyrir mánuði, var kynntur síðdegis í dag. Fjármálaráðherra segir ljóst að ekki verði hægt að bjarga öllum fyrirtækjum. 21. apríl 2020 22:37
Segja frekari aðgerðir nauðsynlegar gagnvart ferðaþjónustunni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir jákvætt að ríkisstjórnin aðstoði fyrirtæki sem þurfi á að halda. Ljóst sé að ferðaþjónustufyrirtæki geti nýtt úrræði í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar en enn sé ljóst að taka þurfi á sérstæðum vanda geirans vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 21. apríl 2020 22:35