Segja frekari aðgerðir nauðsynlegar gagnvart ferðaþjónustunni Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2020 22:35 Ferðaþjónstan hér á landi, og víðast hvar annarsstaðar í heiminum, liggur í dvala þessa dagana. Vísir/Vilhelm Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir jákvætt að ríkisstjórnin aðstoði fyrirtæki sem þurfi á að halda. Ljóst sé að ferðaþjónustufyrirtæki geti nýtt úrræði í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar en enn sé ljóst að taka þurfi á sérstæðum vanda geirans vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ferðaþjónustan hafi orðið fyrir miklu meira og langvinnara tekjufalli en aðrir geirar. „Það er mjög mikilvægt að komið verði til móts við það, til þess að við verðum tilbúin að taka viðspyrnuna eins vel og við getum,“ sagði Jóhannes eftir kynningu ríkisstjórnarinnar í dag. Hann sagði eiga von á því að forsvarsmenn margra fyrirtækja muni reyna að koma þeim í var og loka. Sérstakar aðgerðir yfirvalda þurfi til að gera það kleift. „Þessar aðgerðir munu aðstoða þau fyrirtæki sem falla innan girðingar, ef svo má segja, við að koma til móts við kostnað sem fellur til á þeim tíma. Við verðum svo að vinna áfram með stjórnvöldum í að skoða hvaða leiðir eru mögulegar til að gera þetta var eins gott og mögulega er hægt.“ Jóhannes Þór sagði að næstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar þurfi að taka mið af ferðaþjónustunni í heild. Mismunandi aðgerðir gætu þurft til handa mis stórum fyrirtækjum. Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Grey Line, skrifaði pistil á Bakland Ferðaþjónustunnar á Facebook í kvöld þar sem hann sagði aðgerðapakkan valda sér vonbrigðum. Hann sagði báða aðgerðapakkana gagnast stærsta útflutningsatvinnuvegi þjóðarinnar lítið sem ekkert. „Mesta höggið vegna Covid-19 er á ferðaþjónustuna. Þar er algjört tekjuhrun. Ef ferðaþjónustan á að vera til staðar þegar ferðamenn koma loksins aftur, þá þarf að halda í henni lífi og frysta lánagreiðslur. Brúarlánin duga ekki, því að bankarnir vilja enga áhættu taka af því að lána tekjulausum fyrirtækjum,“ skrifaði Þórir. Hann sagði ekkert tekið á því stóra viðfangsefni að halda ferðaþjónustunni á lífi meðan faraldurinn gangi yfir. „Nýjasti pakkinn lítur meira út eins og nammibarinn í Hagkaup, sitt lítið af hverju sem ráðuneytin og ríkisstofnanirnar geta úthlutað.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir jákvætt að ríkisstjórnin aðstoði fyrirtæki sem þurfi á að halda. Ljóst sé að ferðaþjónustufyrirtæki geti nýtt úrræði í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar en enn sé ljóst að taka þurfi á sérstæðum vanda geirans vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ferðaþjónustan hafi orðið fyrir miklu meira og langvinnara tekjufalli en aðrir geirar. „Það er mjög mikilvægt að komið verði til móts við það, til þess að við verðum tilbúin að taka viðspyrnuna eins vel og við getum,“ sagði Jóhannes eftir kynningu ríkisstjórnarinnar í dag. Hann sagði eiga von á því að forsvarsmenn margra fyrirtækja muni reyna að koma þeim í var og loka. Sérstakar aðgerðir yfirvalda þurfi til að gera það kleift. „Þessar aðgerðir munu aðstoða þau fyrirtæki sem falla innan girðingar, ef svo má segja, við að koma til móts við kostnað sem fellur til á þeim tíma. Við verðum svo að vinna áfram með stjórnvöldum í að skoða hvaða leiðir eru mögulegar til að gera þetta var eins gott og mögulega er hægt.“ Jóhannes Þór sagði að næstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar þurfi að taka mið af ferðaþjónustunni í heild. Mismunandi aðgerðir gætu þurft til handa mis stórum fyrirtækjum. Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Grey Line, skrifaði pistil á Bakland Ferðaþjónustunnar á Facebook í kvöld þar sem hann sagði aðgerðapakkan valda sér vonbrigðum. Hann sagði báða aðgerðapakkana gagnast stærsta útflutningsatvinnuvegi þjóðarinnar lítið sem ekkert. „Mesta höggið vegna Covid-19 er á ferðaþjónustuna. Þar er algjört tekjuhrun. Ef ferðaþjónustan á að vera til staðar þegar ferðamenn koma loksins aftur, þá þarf að halda í henni lífi og frysta lánagreiðslur. Brúarlánin duga ekki, því að bankarnir vilja enga áhættu taka af því að lána tekjulausum fyrirtækjum,“ skrifaði Þórir. Hann sagði ekkert tekið á því stóra viðfangsefni að halda ferðaþjónustunni á lífi meðan faraldurinn gangi yfir. „Nýjasti pakkinn lítur meira út eins og nammibarinn í Hagkaup, sitt lítið af hverju sem ráðuneytin og ríkisstofnanirnar geta úthlutað.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira