Hegðun einstaklinga veigamest í að draga úr hættu á seinni bylgju Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2020 15:48 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, (t.v.) og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á daglegum upplýsingafundi almannavarna miðvikudaginn 22. apríl 2020. Vísir/Vilhelm Einstaklingsbundin hegðun skiptir mestu máli til að koma í veg fyrir að kórónuveirusmit blossi upp aftur síðar. Sóttvarnalæknir segir að einstaklingar verði að hafa tilmæli um hreinlæti og smitvarnir í heiðri út þetta ár og jafnvel alltaf héðan í frá. Forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) hefur varað við því að önnur bylgja kórónuveirufaraldursins í haust eða vetur gæti orðið enn skæðari ef hún dynur á þegar flensutímabilið er í hámarki. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði engan vita hvernig nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum komi til með að haga sér á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag. Ef samfélagið sé móttækilegt fyrir smit og veiran leynist einhvers staðar geti hún blossað aftur upp síðar. Stundum missi veirur þróttinn þegar á líður. „Framtíðin er óráðin hvað þessa veiru áhrærir,“ sagði Þórólfur. Sóttvarnayfirvöld væru alltaf í viðbragðsstöðu vegna nýs faraldurs og því væri ekki þörf á sérstökum viðbúnaði eða áætlun fyrir seinni bylgju kórónveirusmita á þessu ári. Yfirvöld búi að reynslunni úr faraldrinum sem nú geisar og sagðist Þórólfur búast við því að brygðist yrði svipað við gysi hann aftur upp síðar. Hvað samspil við hefðbundna inflúensu varðar sagði Þórólfur að bólusetningar fyrir flensunni verði með sama sniði og áður. Meiri ásókn hafi verið í flensusprautur undanfarin ár en ekki sé sérstakur viðbúnaður ef svo fer að kórónuveiran blossi upp aftur á sama tíma. Geta haldið smiti sem berst erlendis frá í skefjum með hegðun innanlands Þórólfur sagðist ekki fullyrt hvort væri meiri hætta á að faraldurinn blossaði aftur upp með smiti sem kæmi til landsins erlendis frá eða ef Íslendingar slökuðu á í einstaklingsbundinni hegðun sem á að hefta útbreiðsluna. Best væri ef hægt væri að fækka smitum þannig að veiran dæi út og ekki þyrfti að hafa frekari áhyggjur af henni. Áhyggjuefni sé hins vegar að ef fáir sýkjast geti hópsýkingar komið upp aftur, annað hvort með fólki sem kemur til landsins frá útlöndum eða ef heimamenn passa sig ekki. Einstaklingsbundin hegðun skiptir þó mestu skjóti faraldurinn aftur upp kollinum. Fólk þurfi að passa hreinlæti, þvo hendur, gæta þess að vera ekki í mannmergð eða fara um allt þó að það sé með einkenni eins og Íslendingar hafi gert til þessa. „Ekki bara í sumar, ekki bara í haust heldur út þetta ár og kannski alltaf,“ sagði Þórólfur. Berist smit erlendis frá sé það einstaklingsbundin hegðun til smitvarna sem ætti að geta haldið því í skefjum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Sjá meira
Einstaklingsbundin hegðun skiptir mestu máli til að koma í veg fyrir að kórónuveirusmit blossi upp aftur síðar. Sóttvarnalæknir segir að einstaklingar verði að hafa tilmæli um hreinlæti og smitvarnir í heiðri út þetta ár og jafnvel alltaf héðan í frá. Forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) hefur varað við því að önnur bylgja kórónuveirufaraldursins í haust eða vetur gæti orðið enn skæðari ef hún dynur á þegar flensutímabilið er í hámarki. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði engan vita hvernig nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum komi til með að haga sér á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag. Ef samfélagið sé móttækilegt fyrir smit og veiran leynist einhvers staðar geti hún blossað aftur upp síðar. Stundum missi veirur þróttinn þegar á líður. „Framtíðin er óráðin hvað þessa veiru áhrærir,“ sagði Þórólfur. Sóttvarnayfirvöld væru alltaf í viðbragðsstöðu vegna nýs faraldurs og því væri ekki þörf á sérstökum viðbúnaði eða áætlun fyrir seinni bylgju kórónveirusmita á þessu ári. Yfirvöld búi að reynslunni úr faraldrinum sem nú geisar og sagðist Þórólfur búast við því að brygðist yrði svipað við gysi hann aftur upp síðar. Hvað samspil við hefðbundna inflúensu varðar sagði Þórólfur að bólusetningar fyrir flensunni verði með sama sniði og áður. Meiri ásókn hafi verið í flensusprautur undanfarin ár en ekki sé sérstakur viðbúnaður ef svo fer að kórónuveiran blossi upp aftur á sama tíma. Geta haldið smiti sem berst erlendis frá í skefjum með hegðun innanlands Þórólfur sagðist ekki fullyrt hvort væri meiri hætta á að faraldurinn blossaði aftur upp með smiti sem kæmi til landsins erlendis frá eða ef Íslendingar slökuðu á í einstaklingsbundinni hegðun sem á að hefta útbreiðsluna. Best væri ef hægt væri að fækka smitum þannig að veiran dæi út og ekki þyrfti að hafa frekari áhyggjur af henni. Áhyggjuefni sé hins vegar að ef fáir sýkjast geti hópsýkingar komið upp aftur, annað hvort með fólki sem kemur til landsins frá útlöndum eða ef heimamenn passa sig ekki. Einstaklingsbundin hegðun skiptir þó mestu skjóti faraldurinn aftur upp kollinum. Fólk þurfi að passa hreinlæti, þvo hendur, gæta þess að vera ekki í mannmergð eða fara um allt þó að það sé með einkenni eins og Íslendingar hafi gert til þessa. „Ekki bara í sumar, ekki bara í haust heldur út þetta ár og kannski alltaf,“ sagði Þórólfur. Berist smit erlendis frá sé það einstaklingsbundin hegðun til smitvarna sem ætti að geta haldið því í skefjum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Sjá meira