Lögreglufréttir 7. janúar 2005 00:01 Líkamsárás í Eyjum Eitt högg sem skyldi eftir skurð á hægri augabrún urðu endalok ósættis tveggja manna á leið á skemmtistað í Vestmannaeyjum í fyrrinótt. Mennirnir þekkjast vel. Lögreglan talaði við mennina og kærði sá sem fékk höggið. Málið er í rannsókn. Ekið á umferðarljós Jeppi ók niður umferðarljós á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar um eitt leytið í gær. Umferðarljósavitinn bognaði yfir götuna og teppti umferð. Lögreglan kallaði til viðgerðarmenn. Árekstrar á Akureyri Fjórir árekstrar urðu á Akureyri fyrripart gærdags. Lögreglan á Akureyri segir tjónið mismikið en engan hafa slasast. Sumir bílanna hafi verið vanbúnir í vetrarfærðinni. Hún hvetur bifreiðaeigendur að setja bílana á nagladekk. Of hraður akstur í hálku Ökumaður var tekinn við akstur á áttatíu kílómetra hraða í flúgandi hálku á Dalvík. Leyfilegur hámarkshraði þar er fimmtíu. Lögreglan hafði nýhafið vegaeftirlit þegar maðurinn náðist. Eldur í ruslatunnum skóla Tvisvar á tveimur dögum hefur verið kveikt í rusli í sorpgámum við skóla í Keflavík. Í gær var slökkvilið kallað að leikskólanum Garðaseli. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Á fimmtudagskvöld logaði í sorpgámi við Holtaskóla í Keflavík. Lögreglan í Keflavík telur að fjórir til sex piltar hafi verið þar að verki. Þeir hafi sést á hlaupum á þeim tíma sem eldsins varð vart. Konur ráðast á konu Fjórar konur ruddust inn á heimili í Grindavík og börðu húsmóðurina og veittu henni áverka á höfuð. Hún var ein heima með börnum sínum þegar konurnar réðust á hana. Konurnar þekkjast og samkvæmt vef lögreglunnar virðist sem tilefni árásarinnar hafi verið deila um afnot á barnarúmi. Áfengisdauður við banka Maður svaf áfengissvefni fyrir utan Sparisjóðinn í Keflavík aðfaranótt föstudags. Lögreglan fékk tilkynningu um manninn, sótti hann og kom honum heim. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Eldur logar í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Sjá meira
Líkamsárás í Eyjum Eitt högg sem skyldi eftir skurð á hægri augabrún urðu endalok ósættis tveggja manna á leið á skemmtistað í Vestmannaeyjum í fyrrinótt. Mennirnir þekkjast vel. Lögreglan talaði við mennina og kærði sá sem fékk höggið. Málið er í rannsókn. Ekið á umferðarljós Jeppi ók niður umferðarljós á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar um eitt leytið í gær. Umferðarljósavitinn bognaði yfir götuna og teppti umferð. Lögreglan kallaði til viðgerðarmenn. Árekstrar á Akureyri Fjórir árekstrar urðu á Akureyri fyrripart gærdags. Lögreglan á Akureyri segir tjónið mismikið en engan hafa slasast. Sumir bílanna hafi verið vanbúnir í vetrarfærðinni. Hún hvetur bifreiðaeigendur að setja bílana á nagladekk. Of hraður akstur í hálku Ökumaður var tekinn við akstur á áttatíu kílómetra hraða í flúgandi hálku á Dalvík. Leyfilegur hámarkshraði þar er fimmtíu. Lögreglan hafði nýhafið vegaeftirlit þegar maðurinn náðist. Eldur í ruslatunnum skóla Tvisvar á tveimur dögum hefur verið kveikt í rusli í sorpgámum við skóla í Keflavík. Í gær var slökkvilið kallað að leikskólanum Garðaseli. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Á fimmtudagskvöld logaði í sorpgámi við Holtaskóla í Keflavík. Lögreglan í Keflavík telur að fjórir til sex piltar hafi verið þar að verki. Þeir hafi sést á hlaupum á þeim tíma sem eldsins varð vart. Konur ráðast á konu Fjórar konur ruddust inn á heimili í Grindavík og börðu húsmóðurina og veittu henni áverka á höfuð. Hún var ein heima með börnum sínum þegar konurnar réðust á hana. Konurnar þekkjast og samkvæmt vef lögreglunnar virðist sem tilefni árásarinnar hafi verið deila um afnot á barnarúmi. Áfengisdauður við banka Maður svaf áfengissvefni fyrir utan Sparisjóðinn í Keflavík aðfaranótt föstudags. Lögreglan fékk tilkynningu um manninn, sótti hann og kom honum heim.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Eldur logar í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Sjá meira