Fótbolti

Segja að ummæli Klopp hafi farið í taugarnar á Mane

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mane og Klopp í leiknum um Ofurbikarinn.
Mane og Klopp í leiknum um Ofurbikarinn. vísir/getty

Franskir fjölmiðlar greina frá því að Sadio Mane, framherji Liverpool, hafi ekkert verið alltof sáttur með það að Jurgen Klopp stjóri liðsins hafi verið á því að Virgil van Dijk hefði átt að vinna Gullboltann á síðustu leiktíð.

Mane var sjóðandi heitur á síðustu leiktíð og skoraði hann 26 mörk á leiktíðinni. Hann átti stóran þátt í að liðð varð Evrópumeistari og endaði í 2. sæti eftir magnaða baráttu við Manchester City um Englandsmeistaratitilinn.

Klopp sagði í desember að það væri rétt ef Virgil van Dijk yrði kosinn leikmaður ársins og er það talið hafa farið í taugarna á Mane sem var ekkert of sáttur með að sá þýski hafi verið að styðja Hollendinginn í stað Mane.

Mane endaði í 4. sæti í baráttunni um Gullboltann en hann var á eftir þeim Lionel Messi, van Dijk og Cristiano Ronaldo. Mane hefur verið orðaður við Real Madrid að undanförnu en það er talið eina félagið sem hann myndi yfirgefa Liverpool fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×