VG leggur til allt aðra leið í ríkisfjármálum Heimir Már Pétursson skrifar 10. desember 2013 11:05 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna og Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður segja stefnu VG allt aðra en stjórnarflokkanna. mynd/vilhelm Vinstri græn leggja fram breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið sem fela í sér auknar tekjur upp á tíu milljarða og aukin útgjöld upp á ellefu milljarða. Hvorki vaxtabætur né barnabætur yrðu skertar og nefskattur Ríkisútvarpsins færi óskiptur til stofnunarinnar. Þingflokkur Vinstri grænna kynnti breytingartillögur sínar við fjárlagafrumvarpið á fréttamannafundi í alþingishúsinu í morgun. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir tillögurnar í samræmi við málflutning Vinstri grænna fyrir kosningar. „Því við teljum í raun og veru að Alþingi hafi raunhæfan valkost við þá niðurskurðarstefnu sem ríkisstjórnin hefur markað. Okkar tillögur snúast um að hefja uppbyggingu á almannaþjónustu í þágu fólksins í landinu og afla þá tekna, til að mynda með því að hækka á ný sérstakt veiðigjald og virðisaukaskatt á hótelgistingu,“ segir Katrín. Sá skattur yrði hækkaður úr 7 prósentum í 14 prósent hinn 1. mars á næsta ári, fallið yrði frá lækkun tekjuskatts í miðþrepi sem gæfi fimm milljarða, 4,7 milljarðar kæmu með hækkun veiðigjalds og leigugjald á makríl sem gæfi sjö milljarða og þá yrði auðlegðarskattur framlengdur sem gæfi 9 milljarða. Tekjur ríkissjóðs myndu aukast um 10 milljarða á næsta ári og 20 milljarða árið 2015. „Og fara í aðrar leiðir til þess að geta dregið úr niðurskurði og verið með einhverja innspýtingu í atvinnusköpun á sviði rannsókna og nýsköpunar,“ segir Katrín. En gera þingmenn Vinstri grænna þá ekki ráð fyrir neinum aðgerðum til að lækka skuldir heimilanna eins og ríkisstjórnin gerir ráð fyrir í sínum breytingatillögum við fjárlagafrumvarpið? „Nú höfum við auðvitað ekki séð breytingatillögur ríkisstjórnarinnar en þær miðast við sérstakan tekjustofn. Okkar tillögur snúast fyrst og fremst um breytingar á því frumvarpi sem við höfum séð,“ bætir Katrín við. Heildarútgjöld myndu aukast um 11 milljarða á næsta ári. Fjárfestingaráætlun fyrri stjórnar tæki að hluta til gildi vegna minni tekna og áfram yrði afgangur á fjárlögum eins og stjórnarflokkarnir ganga út frá. Útgjöld til heilbrigðismála yrðu aukin um 5 milljarða, 300 milljónir færu til skapandi greina, 730 milljónir til rannsóknarsjóðs, tæknirannsóknarsjóðs og markaðsátaks og fleira. Þá rynni útvarpsskatturinn óskiptur til Ríkisútvarpsins. „Við gerum ekki ráð fyrir lækkun barna- og vaxtabóta og við gerum raunar ráð fyrir því að efla fæðingarorlofssjóð og við gerum ráð fyrir því líka að efla og bæta í þróunarsjóðina. Þannig að eins og þú heyrir bera okkar tillögur vott um aðra pólitík og aðra forgangsröðun,“ segir Katrín Jakobsdóttir.Tillögur Vinstri grænna má skoða í heild sinni í meðfylgjandi skjali. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Vinstri græn leggja fram breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið sem fela í sér auknar tekjur upp á tíu milljarða og aukin útgjöld upp á ellefu milljarða. Hvorki vaxtabætur né barnabætur yrðu skertar og nefskattur Ríkisútvarpsins færi óskiptur til stofnunarinnar. Þingflokkur Vinstri grænna kynnti breytingartillögur sínar við fjárlagafrumvarpið á fréttamannafundi í alþingishúsinu í morgun. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir tillögurnar í samræmi við málflutning Vinstri grænna fyrir kosningar. „Því við teljum í raun og veru að Alþingi hafi raunhæfan valkost við þá niðurskurðarstefnu sem ríkisstjórnin hefur markað. Okkar tillögur snúast um að hefja uppbyggingu á almannaþjónustu í þágu fólksins í landinu og afla þá tekna, til að mynda með því að hækka á ný sérstakt veiðigjald og virðisaukaskatt á hótelgistingu,“ segir Katrín. Sá skattur yrði hækkaður úr 7 prósentum í 14 prósent hinn 1. mars á næsta ári, fallið yrði frá lækkun tekjuskatts í miðþrepi sem gæfi fimm milljarða, 4,7 milljarðar kæmu með hækkun veiðigjalds og leigugjald á makríl sem gæfi sjö milljarða og þá yrði auðlegðarskattur framlengdur sem gæfi 9 milljarða. Tekjur ríkissjóðs myndu aukast um 10 milljarða á næsta ári og 20 milljarða árið 2015. „Og fara í aðrar leiðir til þess að geta dregið úr niðurskurði og verið með einhverja innspýtingu í atvinnusköpun á sviði rannsókna og nýsköpunar,“ segir Katrín. En gera þingmenn Vinstri grænna þá ekki ráð fyrir neinum aðgerðum til að lækka skuldir heimilanna eins og ríkisstjórnin gerir ráð fyrir í sínum breytingatillögum við fjárlagafrumvarpið? „Nú höfum við auðvitað ekki séð breytingatillögur ríkisstjórnarinnar en þær miðast við sérstakan tekjustofn. Okkar tillögur snúast fyrst og fremst um breytingar á því frumvarpi sem við höfum séð,“ bætir Katrín við. Heildarútgjöld myndu aukast um 11 milljarða á næsta ári. Fjárfestingaráætlun fyrri stjórnar tæki að hluta til gildi vegna minni tekna og áfram yrði afgangur á fjárlögum eins og stjórnarflokkarnir ganga út frá. Útgjöld til heilbrigðismála yrðu aukin um 5 milljarða, 300 milljónir færu til skapandi greina, 730 milljónir til rannsóknarsjóðs, tæknirannsóknarsjóðs og markaðsátaks og fleira. Þá rynni útvarpsskatturinn óskiptur til Ríkisútvarpsins. „Við gerum ekki ráð fyrir lækkun barna- og vaxtabóta og við gerum raunar ráð fyrir því að efla fæðingarorlofssjóð og við gerum ráð fyrir því líka að efla og bæta í þróunarsjóðina. Þannig að eins og þú heyrir bera okkar tillögur vott um aðra pólitík og aðra forgangsröðun,“ segir Katrín Jakobsdóttir.Tillögur Vinstri grænna má skoða í heild sinni í meðfylgjandi skjali.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira