Sigkatlar gætu verið frá afboðaða gosinu á laugardag Svavar Hávarðsson skrifar 29. ágúst 2014 17:00 Dyngjujökull Kvikugangurinn undir jöklinum nær nú um 12 kílómetra norður úr jökulsporðinum. Fréttablaðið/Friðrik Jarðvísindamenn eru sammála um að ekki sé hægt að útiloka að sigkatlarnir þrír í Vatnajökli séu tilkomnir vegna þess að kvika hafi komist í snertingu við ís í stuttan tíma á laugardaginn - þegar Veðurstofa Íslands tilkynnti að lítið eldgos væri hafið. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, útilokar ekki, frekar en aðrir jarðvísindamenn sem Fréttablaðið ráðfærði sig við, að ummerkin sem nú eru komin fram séu frá því á laugardaginn, þegar tilkynnt var um að eldgos væri hafið. Hann segir jafnframt að það gæti orðið erfitt að staðfesta það í eitt skipti fyrir öll. Magnús Tumi segir jökulbráðina frá sigkötlunum hafa verið litla, en hún færi samt ekki framhjá neinum ef hún rynni í Jökulsá á Fjöllum. Búið er að kanna vatnsstöðu Grímsvatna sem talin er hafa hækkað um fimm til tíu metra á síðustu dögum, sem samsvarar því að 10 til 30 milljón rúmmetrar af vatni hafi bæst í vötnin. Hins vegar eru Grímsvötn þvílíkt ólíkindatól að ekki er hægt að fullyrða að hér sé um vatnið frá sigkötlunum komið. „En það verður að teljast líklegast að þessi sopi hafi runnið þangað,“ bætir Magnús Tumi við í samhengi Gjálpargosið og þess gríðarlega vatnsmagns sem Grímsvötn söfnuðu í kjölfarið. Þetta sé með öllu ósamanburðarhæft, eldstöðin hafi breyst mikið síðan, og nú sé hún hriplek, öfugt við það sem þá var. Berggangurinn, eða kvikugangurinn, vinnur sig hægt en örugglega í átt til Öskju. Sjálftavirkni þar hefur aukist lítillega. Gangurinn er kominn inn í sprungusvæði Öskju og mælingar sýna að verulegra áhrifa gætir þar. Litakóði fyrir flug yfir Öskju var færður upp í gær - í gult sem þýðir að vöktun er aukin. Magnús Tumi telur ólíklegra en hitt að gangurinn nái inn undir Öskju og gati kvikuhólfið þar undir. „Það eru litlar líkur á því að gangur fari alla leið inn í svona þroskaða og öfluga megineldstöð,“ segir Magnús Tumi en setur þann fyrirvara að dæmi þess séu þekkt í jarðsögu Íslands. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Jarðvísindamenn eru sammála um að ekki sé hægt að útiloka að sigkatlarnir þrír í Vatnajökli séu tilkomnir vegna þess að kvika hafi komist í snertingu við ís í stuttan tíma á laugardaginn - þegar Veðurstofa Íslands tilkynnti að lítið eldgos væri hafið. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, útilokar ekki, frekar en aðrir jarðvísindamenn sem Fréttablaðið ráðfærði sig við, að ummerkin sem nú eru komin fram séu frá því á laugardaginn, þegar tilkynnt var um að eldgos væri hafið. Hann segir jafnframt að það gæti orðið erfitt að staðfesta það í eitt skipti fyrir öll. Magnús Tumi segir jökulbráðina frá sigkötlunum hafa verið litla, en hún færi samt ekki framhjá neinum ef hún rynni í Jökulsá á Fjöllum. Búið er að kanna vatnsstöðu Grímsvatna sem talin er hafa hækkað um fimm til tíu metra á síðustu dögum, sem samsvarar því að 10 til 30 milljón rúmmetrar af vatni hafi bæst í vötnin. Hins vegar eru Grímsvötn þvílíkt ólíkindatól að ekki er hægt að fullyrða að hér sé um vatnið frá sigkötlunum komið. „En það verður að teljast líklegast að þessi sopi hafi runnið þangað,“ bætir Magnús Tumi við í samhengi Gjálpargosið og þess gríðarlega vatnsmagns sem Grímsvötn söfnuðu í kjölfarið. Þetta sé með öllu ósamanburðarhæft, eldstöðin hafi breyst mikið síðan, og nú sé hún hriplek, öfugt við það sem þá var. Berggangurinn, eða kvikugangurinn, vinnur sig hægt en örugglega í átt til Öskju. Sjálftavirkni þar hefur aukist lítillega. Gangurinn er kominn inn í sprungusvæði Öskju og mælingar sýna að verulegra áhrifa gætir þar. Litakóði fyrir flug yfir Öskju var færður upp í gær - í gult sem þýðir að vöktun er aukin. Magnús Tumi telur ólíklegra en hitt að gangurinn nái inn undir Öskju og gati kvikuhólfið þar undir. „Það eru litlar líkur á því að gangur fari alla leið inn í svona þroskaða og öfluga megineldstöð,“ segir Magnús Tumi en setur þann fyrirvara að dæmi þess séu þekkt í jarðsögu Íslands.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira