Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. apríl 2020 12:39 Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir verkalýðshreyfinguna hafa rætt allar mögulegar og ómögulegar aðgerðir sem hugsanlega væri hægt að grípa til í ljósi stöðunnar. Vísir/Vilhelm Alþýðusambandið hefur hafnað tillögu Samtaka atvinnulífsins um tímabundna lækkun eða frestun á greiðslu mótframlags atvinnurekenda í lífeyrissjóð og um frestun launahækkana sem taka gildi í dag. Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. Samtal hefur staðið yfir um hvernig megi finna leiðir til að draga úr áhrifum kórónuveirufaraldursins á vinnumarkaðinn. Sjá einnig: Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Hlutabótaúrræðið svokallaða er langastærsta aðgerðin sem ráðist hefur verið í hvað snýr að vinnumarkaðnum á þessum erfiðum tímum. Aðilar vinnumarkaðarins hafa þar að auki rætt ýmsar aðrar leiðir að sögn Drífu Snædal, forseta ASÍ. „Við höfum verið að velta öllum mögulegum og ómögulegum hliðum þessa fyrir okkur í mjög þéttu samráði innan ASÍ,“ segir Drífa. Meðal annars hafi komið ósk frá Samtökum atvinnulífsins um að fresta greiðslum mótframlags í lífeyrissjóðs. „Það þýðir ákvörðun um að skerða réttindi fólks, lífeyrisréttindi, til framtíðar. Það er mjög stór ákvörðun og eitthvað sem við treystum okkur ekki til að gera enda höfum við ekki heimild til að skerða réttindi fólks bara sí svona. Það hefur verið svolítil tilhneiging að vaða inn í lífeyrisréttindi fólks til þess að fjármagna hitt og þetta og lífeyrissjóðirnir liggja svolítið vel við höggi,“ segir Drífa. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Vilhelm Verkalýðshreyfingin hafi stutt ýmsar aðgerðir, meðal annars hlutabótaúrræðið, þótt það feli í sér ákveðna kjaraskerðingu, en það að fresta boðuðum launahækkunum hugnist þeim ekki. „Að fara svo að krukka í kjarasamninga í ofanálag er stærri biti heldur en við vorum tilbúin til að kyngja,“ segir Drífa. Verkalýðshreyfingin hafi lagt áherslu á að taka samtalið í stærra samhengi með samtali við stjórnvöld og aðra aðila vinnumarkaðarins, svo sem verkalýðsfélög hjá hinu opinbera. Grafalvarleg staða á vinnumarkaði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði. „Eftir óformlega viðræður um skeið og formlegt erindi SA til samninganefndar ASÍ 30. mars síðastliðinn hefur núna borist afdráttarlaust svar þess efnis að Alþýðusambandið ljái ekki máls á tímabundinni lækkun launakostnaðar,“ segir Halldór. Þetta sé að gerast á sama tíma og yfir 25 þúsund manns hafi sótt um hlutaatvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun þar sem langstærstur hluti hefur verið færður niður í 25% starfshlutfall. „Það þarf enginn að velkjast í vafa um það að staðan í íslensku atvinnulífi er grafalvarleg þegar að 25 þúsund manns eru að sækja um hlutaatvinnuleysisbætur og um 15 þúsund til viðbótar eru á atvinnuleysisskrá, samtals 40 þúsund manns,“ segir Halldór alvarlegur í bragði. „Það er í þessu andrými sem Alþýðusambandið hafnar tillögum Samtaka atvinnulífsins.“ Launahækkanir sem kveðið var á um í lífskjarasamningnum svokallaða taka gildi í dag. Halldór Benjamín Þorbergsson segir mjög erfitt fyrir mörg fyrirtæki að standa undir þeim launahækkunum í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin.Vísir/Vilhelm Það sé því miður óhjákvæmilegt að fleiri fyrirtæki muni neyðast til þess að grípa til uppsagna. „Aðgerð okkar og samtal okkar við verkalýðshreyfinguna hefur öðrum þræði snúist um það að verja störf í íslensku samfélagi. Að fólk geti mætt til vinnu og fengið laun hjá sínum atvinnurekanda. Það er óhjákvæmilegt að hækkun launakostnaðar mun ekki styrkja stöðu launafólks á tímum sem þessum og launahækkun ofan í það efnahagsástand sem nú ríkir mun fyrirséð leiða til frekari uppsagna en ella hefði orðið,“ segir Halldór. Hann telji einsýnt að hægt sé að ná einhverju samkomulagi við verkalýðshreyfinguna um þetta. Fordæmi þekkist frá undanförnum árum þar sem vel hafi gengið að ná samkomulagi hjá SA og Alþýðusambandinu. Sambærileg staða hafi komið upp 2009 þegar SA og ASÍ hafi í sameiningu komist að ákveðinni lausn. „Þá voru kjarasamningarnir aðlagaðir að því breytta ástandi sem upp var komið og það hafði mikil áhrif til að lina höggið á vinnumarkaðinn og draga úr fjölda uppsagna. Því eru það auðvitað vonbrigði að verkalýðshreyfingin sé ekki tilbúin í slíkar aðgerðir sem hún var sannarlega tilbúin að fara í í kjölfar hrunsins og ég tel það miður,“ segir Halldór. Vinnumarkaður Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Alþýðusambandið hefur hafnað tillögu Samtaka atvinnulífsins um tímabundna lækkun eða frestun á greiðslu mótframlags atvinnurekenda í lífeyrissjóð og um frestun launahækkana sem taka gildi í dag. Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. Samtal hefur staðið yfir um hvernig megi finna leiðir til að draga úr áhrifum kórónuveirufaraldursins á vinnumarkaðinn. Sjá einnig: Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Hlutabótaúrræðið svokallaða er langastærsta aðgerðin sem ráðist hefur verið í hvað snýr að vinnumarkaðnum á þessum erfiðum tímum. Aðilar vinnumarkaðarins hafa þar að auki rætt ýmsar aðrar leiðir að sögn Drífu Snædal, forseta ASÍ. „Við höfum verið að velta öllum mögulegum og ómögulegum hliðum þessa fyrir okkur í mjög þéttu samráði innan ASÍ,“ segir Drífa. Meðal annars hafi komið ósk frá Samtökum atvinnulífsins um að fresta greiðslum mótframlags í lífeyrissjóðs. „Það þýðir ákvörðun um að skerða réttindi fólks, lífeyrisréttindi, til framtíðar. Það er mjög stór ákvörðun og eitthvað sem við treystum okkur ekki til að gera enda höfum við ekki heimild til að skerða réttindi fólks bara sí svona. Það hefur verið svolítil tilhneiging að vaða inn í lífeyrisréttindi fólks til þess að fjármagna hitt og þetta og lífeyrissjóðirnir liggja svolítið vel við höggi,“ segir Drífa. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Vilhelm Verkalýðshreyfingin hafi stutt ýmsar aðgerðir, meðal annars hlutabótaúrræðið, þótt það feli í sér ákveðna kjaraskerðingu, en það að fresta boðuðum launahækkunum hugnist þeim ekki. „Að fara svo að krukka í kjarasamninga í ofanálag er stærri biti heldur en við vorum tilbúin til að kyngja,“ segir Drífa. Verkalýðshreyfingin hafi lagt áherslu á að taka samtalið í stærra samhengi með samtali við stjórnvöld og aðra aðila vinnumarkaðarins, svo sem verkalýðsfélög hjá hinu opinbera. Grafalvarleg staða á vinnumarkaði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði. „Eftir óformlega viðræður um skeið og formlegt erindi SA til samninganefndar ASÍ 30. mars síðastliðinn hefur núna borist afdráttarlaust svar þess efnis að Alþýðusambandið ljái ekki máls á tímabundinni lækkun launakostnaðar,“ segir Halldór. Þetta sé að gerast á sama tíma og yfir 25 þúsund manns hafi sótt um hlutaatvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun þar sem langstærstur hluti hefur verið færður niður í 25% starfshlutfall. „Það þarf enginn að velkjast í vafa um það að staðan í íslensku atvinnulífi er grafalvarleg þegar að 25 þúsund manns eru að sækja um hlutaatvinnuleysisbætur og um 15 þúsund til viðbótar eru á atvinnuleysisskrá, samtals 40 þúsund manns,“ segir Halldór alvarlegur í bragði. „Það er í þessu andrými sem Alþýðusambandið hafnar tillögum Samtaka atvinnulífsins.“ Launahækkanir sem kveðið var á um í lífskjarasamningnum svokallaða taka gildi í dag. Halldór Benjamín Þorbergsson segir mjög erfitt fyrir mörg fyrirtæki að standa undir þeim launahækkunum í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin.Vísir/Vilhelm Það sé því miður óhjákvæmilegt að fleiri fyrirtæki muni neyðast til þess að grípa til uppsagna. „Aðgerð okkar og samtal okkar við verkalýðshreyfinguna hefur öðrum þræði snúist um það að verja störf í íslensku samfélagi. Að fólk geti mætt til vinnu og fengið laun hjá sínum atvinnurekanda. Það er óhjákvæmilegt að hækkun launakostnaðar mun ekki styrkja stöðu launafólks á tímum sem þessum og launahækkun ofan í það efnahagsástand sem nú ríkir mun fyrirséð leiða til frekari uppsagna en ella hefði orðið,“ segir Halldór. Hann telji einsýnt að hægt sé að ná einhverju samkomulagi við verkalýðshreyfinguna um þetta. Fordæmi þekkist frá undanförnum árum þar sem vel hafi gengið að ná samkomulagi hjá SA og Alþýðusambandinu. Sambærileg staða hafi komið upp 2009 þegar SA og ASÍ hafi í sameiningu komist að ákveðinni lausn. „Þá voru kjarasamningarnir aðlagaðir að því breytta ástandi sem upp var komið og það hafði mikil áhrif til að lina höggið á vinnumarkaðinn og draga úr fjölda uppsagna. Því eru það auðvitað vonbrigði að verkalýðshreyfingin sé ekki tilbúin í slíkar aðgerðir sem hún var sannarlega tilbúin að fara í í kjölfar hrunsins og ég tel það miður,“ segir Halldór.
Vinnumarkaður Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira