Sæði íslenskra karla í fyrsta sæðisbankanum aðallega hugsað fyrir útlenskar fjölskyldur Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 12:30 Íslenskir karlmenn munu nú í febrúar geta gefið sæði í sérstakan sæðisbanka hér á landi í fyrsta sinn. Íslenska sæðið er fyrst og fremst hugsað fyrir fjölskyldur erlendis. Þá verður að gæta vel að fjölbreytileika innan sæðisbanka í jafnlitlu samfélagi og á Íslandi. Eggja- og sæðisgjöf hefur tíðkast lengi hér á landi. Sæðisgjöf, þar sem valið er úr sæðisbanka, hefur verið notuð frá 1991, en einungis með sæði frá Danmörku. Þá hafa íslenskar konur gefið egg frá 1998 og nú í febrúar munu íslenskir karlmenn einnig geta gefið sæði í formlegan sæðisbanka. Samnorræna tæknifrjóvgunarmeðferðastöðin Livio stendur að sæðisbankanum sem er til húsa í Glæsibæ í Reykjavík. Snorri Einarsson, yfirlæknir hjá Livio, segir að þetta hafi aldrei áður staðið íslenskum körlum til boða. „Það hefur verið möguleiki lögum samkvæmt að gefa bæði egg og sæði, sæðisgjafir hafa verið til staðar í litlu magni og hafa þá verið persónulega tengdir gjafar. En að búa til sæðisbanka og gefa inn í eitthvað svona stærra mengi og láta gott af sér leiða þannig hefur hingað til ekki verið mögulegt fyrir íslenska karlmenn.“ Sjö þúsund krónur fyrir hverja samþykkta gjöf Snorri segir að nú í febrúar vonist Livio jafnframt til að fá enn fleiri konur til að gefa egg, innleiða betri meðferðir og frekari skoðanir með tilliti til erfðaþátta. Eftirspurnin eftir gjafaeggjum og -sæði sé ætíð meiri en framboðið og breytingarnar nú komi vonandi til með að svara þörfinni betur. Þá sé sæði íslensku gjafanna helst hugsað fyrir fjölskyldur erlendis. „Núna viljum við kannski hjálpa til að gefa svolítið til baka, þannig að við getum þegið sæði erlendis frá en íslenskir karlmenn geta líka gefið að mestu leyti kannski út, á sama hátt og konurnar.“ Tæknifrjóvgun með gjafakynfrumum hefur lengi tíðkast á Íslandi.Vísir/getty Samfélagið á Íslandi er lítið og reynt er eftir fremsta megni að gæta þess að fjölbreytni í bankanum verði eins mikil og unnt er. Þannig má sæðisgjafi að hámarki gefa sæði til tveggja fjölskyldna á Íslandi samkvæmt lögum og einnig verður fylgst með skyldleika. „Á milli gjafa og þega, þá er þetta nafnlaust þannig að það er þá í okkar verkahring að sjá til þess að það sé ekki einhver skyldleiki til staðar,“ segir Snorri. Í þessu samhengi mælir Livio einnig með því að sæðisgjafar séu opnir um málið við sína nánustu. Sæðisgjafar þurfa að vera 23 ára eða eldri, og yngri en 45 ára. Á milli fimm til tíu prósent gjafa eru samþykktir og fá þeir greiddar sjö þúsund krónur fyrir hverja samþykkta gjöf. Konur fá hins vegar 150 þúsund krónur fyrir hverja samþykkta gjöf en munurinn stafar af því að eggjagjöf, sem felur í sér hormónameðferð og litla aðgerð, er töluvert flóknara ferli en sæðisgjöf. Áhugasamir sæðisgjafar geta fyllt út umsókn á vef Livio, þar sem einnig er að finna helstu upplýsingar um ferlið. Fjölskyldumál Frjósemi Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Mikilvægt að losa sig við skömmina sem fylgir ófrjósemi Björn Gunnar Rafnsson var 29 ára gamall þegar hann komst að því að hann ætti við ófrjósemisvandamál að stríða. Hann segir að ófrjósemisvandi karla sé allt of mikið feimnismál. 13. nóvember 2019 11:30 "Það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu“ Elísabet Hrund Salvarsdóttir upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. 6. október 2019 07:00 Eignaðist draumabarnið með gjafasæði Sigríður Lena Sigurbjarnadóttir, sem vakti athygli landans fyrir um tveimur árum síðan þegar hún kom fram í fjölmiðlum og fjallaði opinberlega um löngun sína til þess að eignast barn, hvort sem karlmaður væri í spilinu eða ekki, segist nú, tveimur árum síðar, hafa eignast draumabarnið. 14. ágúst 2019 10:33 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Íslenskir karlmenn munu nú í febrúar geta gefið sæði í sérstakan sæðisbanka hér á landi í fyrsta sinn. Íslenska sæðið er fyrst og fremst hugsað fyrir fjölskyldur erlendis. Þá verður að gæta vel að fjölbreytileika innan sæðisbanka í jafnlitlu samfélagi og á Íslandi. Eggja- og sæðisgjöf hefur tíðkast lengi hér á landi. Sæðisgjöf, þar sem valið er úr sæðisbanka, hefur verið notuð frá 1991, en einungis með sæði frá Danmörku. Þá hafa íslenskar konur gefið egg frá 1998 og nú í febrúar munu íslenskir karlmenn einnig geta gefið sæði í formlegan sæðisbanka. Samnorræna tæknifrjóvgunarmeðferðastöðin Livio stendur að sæðisbankanum sem er til húsa í Glæsibæ í Reykjavík. Snorri Einarsson, yfirlæknir hjá Livio, segir að þetta hafi aldrei áður staðið íslenskum körlum til boða. „Það hefur verið möguleiki lögum samkvæmt að gefa bæði egg og sæði, sæðisgjafir hafa verið til staðar í litlu magni og hafa þá verið persónulega tengdir gjafar. En að búa til sæðisbanka og gefa inn í eitthvað svona stærra mengi og láta gott af sér leiða þannig hefur hingað til ekki verið mögulegt fyrir íslenska karlmenn.“ Sjö þúsund krónur fyrir hverja samþykkta gjöf Snorri segir að nú í febrúar vonist Livio jafnframt til að fá enn fleiri konur til að gefa egg, innleiða betri meðferðir og frekari skoðanir með tilliti til erfðaþátta. Eftirspurnin eftir gjafaeggjum og -sæði sé ætíð meiri en framboðið og breytingarnar nú komi vonandi til með að svara þörfinni betur. Þá sé sæði íslensku gjafanna helst hugsað fyrir fjölskyldur erlendis. „Núna viljum við kannski hjálpa til að gefa svolítið til baka, þannig að við getum þegið sæði erlendis frá en íslenskir karlmenn geta líka gefið að mestu leyti kannski út, á sama hátt og konurnar.“ Tæknifrjóvgun með gjafakynfrumum hefur lengi tíðkast á Íslandi.Vísir/getty Samfélagið á Íslandi er lítið og reynt er eftir fremsta megni að gæta þess að fjölbreytni í bankanum verði eins mikil og unnt er. Þannig má sæðisgjafi að hámarki gefa sæði til tveggja fjölskyldna á Íslandi samkvæmt lögum og einnig verður fylgst með skyldleika. „Á milli gjafa og þega, þá er þetta nafnlaust þannig að það er þá í okkar verkahring að sjá til þess að það sé ekki einhver skyldleiki til staðar,“ segir Snorri. Í þessu samhengi mælir Livio einnig með því að sæðisgjafar séu opnir um málið við sína nánustu. Sæðisgjafar þurfa að vera 23 ára eða eldri, og yngri en 45 ára. Á milli fimm til tíu prósent gjafa eru samþykktir og fá þeir greiddar sjö þúsund krónur fyrir hverja samþykkta gjöf. Konur fá hins vegar 150 þúsund krónur fyrir hverja samþykkta gjöf en munurinn stafar af því að eggjagjöf, sem felur í sér hormónameðferð og litla aðgerð, er töluvert flóknara ferli en sæðisgjöf. Áhugasamir sæðisgjafar geta fyllt út umsókn á vef Livio, þar sem einnig er að finna helstu upplýsingar um ferlið.
Fjölskyldumál Frjósemi Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Mikilvægt að losa sig við skömmina sem fylgir ófrjósemi Björn Gunnar Rafnsson var 29 ára gamall þegar hann komst að því að hann ætti við ófrjósemisvandamál að stríða. Hann segir að ófrjósemisvandi karla sé allt of mikið feimnismál. 13. nóvember 2019 11:30 "Það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu“ Elísabet Hrund Salvarsdóttir upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. 6. október 2019 07:00 Eignaðist draumabarnið með gjafasæði Sigríður Lena Sigurbjarnadóttir, sem vakti athygli landans fyrir um tveimur árum síðan þegar hún kom fram í fjölmiðlum og fjallaði opinberlega um löngun sína til þess að eignast barn, hvort sem karlmaður væri í spilinu eða ekki, segist nú, tveimur árum síðar, hafa eignast draumabarnið. 14. ágúst 2019 10:33 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Mikilvægt að losa sig við skömmina sem fylgir ófrjósemi Björn Gunnar Rafnsson var 29 ára gamall þegar hann komst að því að hann ætti við ófrjósemisvandamál að stríða. Hann segir að ófrjósemisvandi karla sé allt of mikið feimnismál. 13. nóvember 2019 11:30
"Það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu“ Elísabet Hrund Salvarsdóttir upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. 6. október 2019 07:00
Eignaðist draumabarnið með gjafasæði Sigríður Lena Sigurbjarnadóttir, sem vakti athygli landans fyrir um tveimur árum síðan þegar hún kom fram í fjölmiðlum og fjallaði opinberlega um löngun sína til þess að eignast barn, hvort sem karlmaður væri í spilinu eða ekki, segist nú, tveimur árum síðar, hafa eignast draumabarnið. 14. ágúst 2019 10:33