Fjármálafyrirtæki greiddu launakostnað RÚV við framleiðslu á fræðsluefni Eiður Þór Árnason skrifar 3. febrúar 2020 08:15 Þættirnir sem báru nafnið Klink voru í umsjón Júlí Heiðars Halldórssonar og Þórdísar Birnu Borgarsdóttur. Rúv núll Fræðsluþættir RÚV núll um fjármál fyrir ungt fólk voru að hluta til fjármagnaðir af Samtökum fjármálafyrirtækja og Landssamtökum lífeyrissjóða. Fjármálavit, fræðsluvettvangur á vegum samtakanna greiddi laun þáttastjórnendanna tveggja og ekki var upplýst um að sumir viðmælendur þáttanna væru starfsmenn bankastofnananna. Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri ungmennaþjónustu RÚV sem ber heitið RÚV núll, segir það skýrt að um samstarfsverkefni hafi verið að ræða og að þættirnir hafi ekki verið kostað efni. Stundin greindi fyrst frá málinu. Hún segist hafa leitast eftir samstarfi við Fjármálavit snemma í þróunarferli þáttanna í ljósi þess að þar væri starfsfólk með reynslu af fjármálafræðslu fyrir ungt fólk. Fjármálavit hafi í kjölfarið greitt framlag sem nemi launum dagskrárgerðarfólksins en RÚV staðið undir öðrum framleiðslukostnaði. Í staðinn hafi Fjármálavit fengið að nota efnið í sínu fræðslustarfi. Segir þetta vera sambærilegt öðrum samstarfsverkefnum Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri RÚV núll.RÚV/Ragnar Visage „Þetta er samstarfsverkefni að því leitinu til og þetta er bara fullkomlega sambærilegt við það sem tíðkast í öðrum samstarfsverkefnum.“ Þetta er nú samt ekki alveg eins og hvert og annað framleiðslufyrirtæki í kvikmyndagerð, er hér ekki um að ræða hagsmunaaðila? „Já og nei. Fjármálavit, sem eru þeir sem við gerðum dílinn við, og ég hef einungis verið í samskiptum við þeirra verkefnastjóra, er í eigu Samtaka fjármálafyrirtækja sem standa fyrir sextíu fjármálafyrirtæki. Þetta er eins breitt og það verður.“ Þættirnir sem báru nafnið Klink voru sýndir seint á síðasta ári og voru í umsjón Júlí Heiðars Halldórssonar og Þórdísar Birnu Borgarsdóttur. Ekki um að ræða auglýsingu fyrir fjármálastofnanir Snærós segir að ekkert sé fjallað í þáttunum um kjör einstakra fjármálafyrirtækja og að alls hlutleysis hafi verið gætt. Til að mynda sé ekki talað um það hvar fólk geti fengið hagstæðustu vextina eða lánskjör. „Við veljum að fara í breiðari átt. Þetta er ekki auglýsing, þetta eru ekki hagsmunir eins eða neins.“ Aðspurð hvort að það hafi komið skýrt fram í þáttunum að þeir væru fjármagnaðir að hluta af félagi á vegum fjármálafyrirtækja, tryggingafélaga og lífeyrissjóða segir hún það hafi komið skýrt fram í lok hvers einasta þáttar að þeir væru unnir í samstarfi við Fjármálavit. Þættirnir ekki keypt umfjöllun „Það er mjög skýrt, alveg eins og í öllum öðrum þáttum ef þeir eru unnir í samstarfi við einhvern þá þýðir það að þarna eru sameiginlegar fjárhagslegar skuldbindingar.“ Snærós ítrekar að ekki sé um keypta umfjöllun að ræða og að RÚV hafi haft fullkomið ritstjórnarlegt sjálfstæði við framleiðslu þáttanna. „Ef þetta væri kostun þá hefði MS eða einhver haft samband við okkur og borgað okkur peninga til þess að búa til kynningarefni fyrir sig. Það er ekki það sem þetta er, bara engan veginn.“ Einnig segir hún að RÚV sé óheimilt að senda út kostað efni. „Það er mjög í skýrt í lokin á kreditlista að þetta sé unnið í samstarfi við Fjármálavit og það veit þorri almennings held ég hvað það þýðir.“ Stílbragð að sleppa titlum viðmælenda Aðspurð um það hvort að það hafi verið yfirsjón að titla ekki suma viðmælendur þáttanna sem starfsmenn banka, segir Snærós að um hafi verið að ræða ákveðið stílbragð í þáttunum þar sem engir viðmælendur báru titil. „Kannski hefði verið betra ef það hefði staðið hjá hvaða fyrirtækjum þeir vinna , en aftur engar markaðslegar tölur eru þarna, svo að þeir eru fyrst og fremst fengnir sem sérfræðingar.“ Fjölmiðlar Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Fræðsluþættir RÚV núll um fjármál fyrir ungt fólk voru að hluta til fjármagnaðir af Samtökum fjármálafyrirtækja og Landssamtökum lífeyrissjóða. Fjármálavit, fræðsluvettvangur á vegum samtakanna greiddi laun þáttastjórnendanna tveggja og ekki var upplýst um að sumir viðmælendur þáttanna væru starfsmenn bankastofnananna. Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri ungmennaþjónustu RÚV sem ber heitið RÚV núll, segir það skýrt að um samstarfsverkefni hafi verið að ræða og að þættirnir hafi ekki verið kostað efni. Stundin greindi fyrst frá málinu. Hún segist hafa leitast eftir samstarfi við Fjármálavit snemma í þróunarferli þáttanna í ljósi þess að þar væri starfsfólk með reynslu af fjármálafræðslu fyrir ungt fólk. Fjármálavit hafi í kjölfarið greitt framlag sem nemi launum dagskrárgerðarfólksins en RÚV staðið undir öðrum framleiðslukostnaði. Í staðinn hafi Fjármálavit fengið að nota efnið í sínu fræðslustarfi. Segir þetta vera sambærilegt öðrum samstarfsverkefnum Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri RÚV núll.RÚV/Ragnar Visage „Þetta er samstarfsverkefni að því leitinu til og þetta er bara fullkomlega sambærilegt við það sem tíðkast í öðrum samstarfsverkefnum.“ Þetta er nú samt ekki alveg eins og hvert og annað framleiðslufyrirtæki í kvikmyndagerð, er hér ekki um að ræða hagsmunaaðila? „Já og nei. Fjármálavit, sem eru þeir sem við gerðum dílinn við, og ég hef einungis verið í samskiptum við þeirra verkefnastjóra, er í eigu Samtaka fjármálafyrirtækja sem standa fyrir sextíu fjármálafyrirtæki. Þetta er eins breitt og það verður.“ Þættirnir sem báru nafnið Klink voru sýndir seint á síðasta ári og voru í umsjón Júlí Heiðars Halldórssonar og Þórdísar Birnu Borgarsdóttur. Ekki um að ræða auglýsingu fyrir fjármálastofnanir Snærós segir að ekkert sé fjallað í þáttunum um kjör einstakra fjármálafyrirtækja og að alls hlutleysis hafi verið gætt. Til að mynda sé ekki talað um það hvar fólk geti fengið hagstæðustu vextina eða lánskjör. „Við veljum að fara í breiðari átt. Þetta er ekki auglýsing, þetta eru ekki hagsmunir eins eða neins.“ Aðspurð hvort að það hafi komið skýrt fram í þáttunum að þeir væru fjármagnaðir að hluta af félagi á vegum fjármálafyrirtækja, tryggingafélaga og lífeyrissjóða segir hún það hafi komið skýrt fram í lok hvers einasta þáttar að þeir væru unnir í samstarfi við Fjármálavit. Þættirnir ekki keypt umfjöllun „Það er mjög skýrt, alveg eins og í öllum öðrum þáttum ef þeir eru unnir í samstarfi við einhvern þá þýðir það að þarna eru sameiginlegar fjárhagslegar skuldbindingar.“ Snærós ítrekar að ekki sé um keypta umfjöllun að ræða og að RÚV hafi haft fullkomið ritstjórnarlegt sjálfstæði við framleiðslu þáttanna. „Ef þetta væri kostun þá hefði MS eða einhver haft samband við okkur og borgað okkur peninga til þess að búa til kynningarefni fyrir sig. Það er ekki það sem þetta er, bara engan veginn.“ Einnig segir hún að RÚV sé óheimilt að senda út kostað efni. „Það er mjög í skýrt í lokin á kreditlista að þetta sé unnið í samstarfi við Fjármálavit og það veit þorri almennings held ég hvað það þýðir.“ Stílbragð að sleppa titlum viðmælenda Aðspurð um það hvort að það hafi verið yfirsjón að titla ekki suma viðmælendur þáttanna sem starfsmenn banka, segir Snærós að um hafi verið að ræða ákveðið stílbragð í þáttunum þar sem engir viðmælendur báru titil. „Kannski hefði verið betra ef það hefði staðið hjá hvaða fyrirtækjum þeir vinna , en aftur engar markaðslegar tölur eru þarna, svo að þeir eru fyrst og fremst fengnir sem sérfræðingar.“
Fjölmiðlar Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira