Veikindi flugfreyja: Rannsókn beinist að hreyflum og hreyflaviðhaldi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. febrúar 2020 10:12 Upplýsingafulltrúi Isavia segir ljóst að óveðrið hafi áhrif á allar flugferðir á landinu í dag. vísir/vilhelm Rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa á veikindum flugfreyja um borð í vél Icelandair sem snúið var við skömmu eftir flugtak þann 4. janúar á síðasta ári beinist að hreyflum og hreyflaviðhaldi. Rannsókn á þessu máli og tveimur öðrum sambærilegum málum hafa verið sameinaðar í eina rannsókn. Í stöðuskýrslu Rannsóknarnefndarinnar vegna veikindanna sem komu upp í janúar á síðasta ári segir að við rannsókn hafi komið í ljós að þrjár flugfreyjur hafi veikst í fluginu, auk þess sem að ein til viðbótar fann fyrir vægari einkennum. Ein flugfreyja varð óvinnufær í fluginu en svo heppilega vildi til að læknir var um borð í vélinni. Gat hann sinn umönnun þeirrar sem varð óvinnufær. Tilkynning um málið bast rannsóknarnefndinni á meðan flugvélin var enn í loftinu. Segir í stöðuskýrslunni að starfsmönnum nefndarinnar hafi því gefist kostur á að taka á móti flugvélinni og taka efnasýni um borð í henni strax að lokinni lendingu, eitthvað sem hafi ekki gefist kostur á við rannsókn á tveimur öðrum sambærilegum málum sem tengjast Boeing 767 vélum. Til skoðunar er hvort starfsumhverfi flugfreyjanna tengist veikindunum og beinist rannsóknin að hreyflum og hreyflaviðhaldi, að því er segir í stöðuskýrslunni. Veikindi flugfreyja og þjóna hafa reglulega ratað í fréttirnar á undanförnum árum, og hafa þau oftar en ekki verið rakin til skertra loftgæða um borð í flugvélunum. Þannig var greint frá því árið 2016 að veikindi flugliða hjá Icelandair hefðu aukist og að flugfélagið hafi meðal annars óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa til að fá úr því skorið hvers vegna flugfreyjur finndu til svima og súrefnisskorts í flugi. Fréttir af flugi Icelandair Samgönguslys Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn Icelandair Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð. 27. ágúst 2019 19:25 Telja sig hafa orðið fyrir alvarlegri eitrun Tvær flugfreyjur Icelandair telja sig hafa orðið fyrir alvarlegri eitrun við störf um borð í flugvélum flugfélagsins. Annað atvikið átti sér stað árið 2018, hitt árið 2017. Önnur flugfreyjan hefur glímt við langvarandi veikindi frá því að atvikið átti sér stað. 24. september 2019 17:58 Veikindi flugfreyja rannsökuð Þrjár flugfreyjur veiktust í flugi Icelandair í síðustu viku og þurftu að fá súrefni í fluginu. Ein flugfreyjanna þurfti að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku þegar heim var komið. 22. september 2019 14:47 Icelandair skoðar loftgæði í háloftunum Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að félagið hafi gengið lengra en mörg önnur til að bæta loftgæði í háloftunum. 29. ágúst 2019 12:45 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Sjá meira
Rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa á veikindum flugfreyja um borð í vél Icelandair sem snúið var við skömmu eftir flugtak þann 4. janúar á síðasta ári beinist að hreyflum og hreyflaviðhaldi. Rannsókn á þessu máli og tveimur öðrum sambærilegum málum hafa verið sameinaðar í eina rannsókn. Í stöðuskýrslu Rannsóknarnefndarinnar vegna veikindanna sem komu upp í janúar á síðasta ári segir að við rannsókn hafi komið í ljós að þrjár flugfreyjur hafi veikst í fluginu, auk þess sem að ein til viðbótar fann fyrir vægari einkennum. Ein flugfreyja varð óvinnufær í fluginu en svo heppilega vildi til að læknir var um borð í vélinni. Gat hann sinn umönnun þeirrar sem varð óvinnufær. Tilkynning um málið bast rannsóknarnefndinni á meðan flugvélin var enn í loftinu. Segir í stöðuskýrslunni að starfsmönnum nefndarinnar hafi því gefist kostur á að taka á móti flugvélinni og taka efnasýni um borð í henni strax að lokinni lendingu, eitthvað sem hafi ekki gefist kostur á við rannsókn á tveimur öðrum sambærilegum málum sem tengjast Boeing 767 vélum. Til skoðunar er hvort starfsumhverfi flugfreyjanna tengist veikindunum og beinist rannsóknin að hreyflum og hreyflaviðhaldi, að því er segir í stöðuskýrslunni. Veikindi flugfreyja og þjóna hafa reglulega ratað í fréttirnar á undanförnum árum, og hafa þau oftar en ekki verið rakin til skertra loftgæða um borð í flugvélunum. Þannig var greint frá því árið 2016 að veikindi flugliða hjá Icelandair hefðu aukist og að flugfélagið hafi meðal annars óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa til að fá úr því skorið hvers vegna flugfreyjur finndu til svima og súrefnisskorts í flugi.
Fréttir af flugi Icelandair Samgönguslys Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn Icelandair Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð. 27. ágúst 2019 19:25 Telja sig hafa orðið fyrir alvarlegri eitrun Tvær flugfreyjur Icelandair telja sig hafa orðið fyrir alvarlegri eitrun við störf um borð í flugvélum flugfélagsins. Annað atvikið átti sér stað árið 2018, hitt árið 2017. Önnur flugfreyjan hefur glímt við langvarandi veikindi frá því að atvikið átti sér stað. 24. september 2019 17:58 Veikindi flugfreyja rannsökuð Þrjár flugfreyjur veiktust í flugi Icelandair í síðustu viku og þurftu að fá súrefni í fluginu. Ein flugfreyjanna þurfti að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku þegar heim var komið. 22. september 2019 14:47 Icelandair skoðar loftgæði í háloftunum Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að félagið hafi gengið lengra en mörg önnur til að bæta loftgæði í háloftunum. 29. ágúst 2019 12:45 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Sjá meira
Flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn Icelandair Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð. 27. ágúst 2019 19:25
Telja sig hafa orðið fyrir alvarlegri eitrun Tvær flugfreyjur Icelandair telja sig hafa orðið fyrir alvarlegri eitrun við störf um borð í flugvélum flugfélagsins. Annað atvikið átti sér stað árið 2018, hitt árið 2017. Önnur flugfreyjan hefur glímt við langvarandi veikindi frá því að atvikið átti sér stað. 24. september 2019 17:58
Veikindi flugfreyja rannsökuð Þrjár flugfreyjur veiktust í flugi Icelandair í síðustu viku og þurftu að fá súrefni í fluginu. Ein flugfreyjanna þurfti að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku þegar heim var komið. 22. september 2019 14:47
Icelandair skoðar loftgæði í háloftunum Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að félagið hafi gengið lengra en mörg önnur til að bæta loftgæði í háloftunum. 29. ágúst 2019 12:45