TAKK #SAS: Íslendingar féllu í hrönnum fyrir Facebook-svindli Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 13:15 Áður en ljóst var að um gabb væri að ræða deildu Íslendingar könnuninni í hrönnum, vongóðir um að geta skellt sér í frí með SAS. Vísir/Skjáskot Facebook-svindl, þar sem notendum var boðið að taka þátt í könnun á vegum flugfélagsins SAS í von um að vinna flugmiða, fór eins og eldur í sinu um vefinn í gær. Íslendingar deildu könnuninni í hrönnum en SAS sendi frá sér sérstaka yfirlýsingu um málið þar sem ítrekað var að um gabb væri að ræða. Facebook-notendum var boðið að taka þátt í könnun á starfsemi flugfélagsins SAS. Þegar svörin höfðu verið „send til SAS“ og „greind“ var notandanum tilkynnt um að hann hefði unnið tvo flugmiða með flugfélaginu. Til þess að innheimta miðana þurfti að því búnu að deila könnuninni á Facebook og skrifa Takk #SAS við deilinguna en öll umgjörð þótti nokkuð sannfærandi. Þá virðist sambærilegt svindl, sem gert er út fyrir að vera á vegum norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian, einnig vera í gangi. Fyrirtæki notast gjarnan við gjafaleiki af þessu tagi til að auka við fylgjendafjölda sinn á samfélagsmiðlum og vekja athygli á vörumerki sínu. Oft getur verið erfitt að greina á milli leikja, sem bjóða upp á raunveruleg verðlaun, og leikja sem eru aðeins til þess gerðir að villa um fyrir notendum.Notendum var tilkynnt um að þeir hefðu unnið tvo flugmiða að lokinni könnuninni. Miðarnir voru þó skilyrðum háðir.SkjáskotFjölmargir hugsuðu sér gott til glóðarinnar Áður en ljóst var að um gabb væri að ræða deildu Íslendingar könnuninni í hrönnum, vongóðir um að geta skellt sér í frí með SAS. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, deildi til að mynda umbeðnu myllumerki, Takk #SAS, á Facebook-síðu sinni. Honum var þó fljótlega bent á að könnunin væri svindl.Skarphéðni var fljótlega bent á að um svindl væri að ræða.SkjáskotÞá deildu Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins, og Sigríður Björg Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Kópavogs, könnuninni í von um að vinna flugmiða - auk fjölmargra annarra.Þórður Snær Júlíusson sá sér gott til góðarinnar.SkjáskotVigdís Hauksdóttir lét einnig freistast.SkjáskotÞá var Sigríður Björg Tómasdóttir í ferðastuði.SkjáskotFlugfélagið SAS, skandinavískt flugfélag sem Íslendingar hafa löngum ferðast með, sendi frá sér yfirlýsingu í gærmorgun og ítrekaði að könnunin væri ekki á vegum félagsins og ekki stæði til að útdeila ókeypis flugmiðum. Þá voru Facebook-notendur vinsamlegast beðnir um að hætta að deila og taka þátt í könnuninni. Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Sjá meira
Facebook-svindl, þar sem notendum var boðið að taka þátt í könnun á vegum flugfélagsins SAS í von um að vinna flugmiða, fór eins og eldur í sinu um vefinn í gær. Íslendingar deildu könnuninni í hrönnum en SAS sendi frá sér sérstaka yfirlýsingu um málið þar sem ítrekað var að um gabb væri að ræða. Facebook-notendum var boðið að taka þátt í könnun á starfsemi flugfélagsins SAS. Þegar svörin höfðu verið „send til SAS“ og „greind“ var notandanum tilkynnt um að hann hefði unnið tvo flugmiða með flugfélaginu. Til þess að innheimta miðana þurfti að því búnu að deila könnuninni á Facebook og skrifa Takk #SAS við deilinguna en öll umgjörð þótti nokkuð sannfærandi. Þá virðist sambærilegt svindl, sem gert er út fyrir að vera á vegum norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian, einnig vera í gangi. Fyrirtæki notast gjarnan við gjafaleiki af þessu tagi til að auka við fylgjendafjölda sinn á samfélagsmiðlum og vekja athygli á vörumerki sínu. Oft getur verið erfitt að greina á milli leikja, sem bjóða upp á raunveruleg verðlaun, og leikja sem eru aðeins til þess gerðir að villa um fyrir notendum.Notendum var tilkynnt um að þeir hefðu unnið tvo flugmiða að lokinni könnuninni. Miðarnir voru þó skilyrðum háðir.SkjáskotFjölmargir hugsuðu sér gott til glóðarinnar Áður en ljóst var að um gabb væri að ræða deildu Íslendingar könnuninni í hrönnum, vongóðir um að geta skellt sér í frí með SAS. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, deildi til að mynda umbeðnu myllumerki, Takk #SAS, á Facebook-síðu sinni. Honum var þó fljótlega bent á að könnunin væri svindl.Skarphéðni var fljótlega bent á að um svindl væri að ræða.SkjáskotÞá deildu Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins, og Sigríður Björg Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Kópavogs, könnuninni í von um að vinna flugmiða - auk fjölmargra annarra.Þórður Snær Júlíusson sá sér gott til góðarinnar.SkjáskotVigdís Hauksdóttir lét einnig freistast.SkjáskotÞá var Sigríður Björg Tómasdóttir í ferðastuði.SkjáskotFlugfélagið SAS, skandinavískt flugfélag sem Íslendingar hafa löngum ferðast með, sendi frá sér yfirlýsingu í gærmorgun og ítrekaði að könnunin væri ekki á vegum félagsins og ekki stæði til að útdeila ókeypis flugmiðum. Þá voru Facebook-notendur vinsamlegast beðnir um að hætta að deila og taka þátt í könnuninni.
Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Sjá meira