TAKK #SAS: Íslendingar féllu í hrönnum fyrir Facebook-svindli Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 13:15 Áður en ljóst var að um gabb væri að ræða deildu Íslendingar könnuninni í hrönnum, vongóðir um að geta skellt sér í frí með SAS. Vísir/Skjáskot Facebook-svindl, þar sem notendum var boðið að taka þátt í könnun á vegum flugfélagsins SAS í von um að vinna flugmiða, fór eins og eldur í sinu um vefinn í gær. Íslendingar deildu könnuninni í hrönnum en SAS sendi frá sér sérstaka yfirlýsingu um málið þar sem ítrekað var að um gabb væri að ræða. Facebook-notendum var boðið að taka þátt í könnun á starfsemi flugfélagsins SAS. Þegar svörin höfðu verið „send til SAS“ og „greind“ var notandanum tilkynnt um að hann hefði unnið tvo flugmiða með flugfélaginu. Til þess að innheimta miðana þurfti að því búnu að deila könnuninni á Facebook og skrifa Takk #SAS við deilinguna en öll umgjörð þótti nokkuð sannfærandi. Þá virðist sambærilegt svindl, sem gert er út fyrir að vera á vegum norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian, einnig vera í gangi. Fyrirtæki notast gjarnan við gjafaleiki af þessu tagi til að auka við fylgjendafjölda sinn á samfélagsmiðlum og vekja athygli á vörumerki sínu. Oft getur verið erfitt að greina á milli leikja, sem bjóða upp á raunveruleg verðlaun, og leikja sem eru aðeins til þess gerðir að villa um fyrir notendum.Notendum var tilkynnt um að þeir hefðu unnið tvo flugmiða að lokinni könnuninni. Miðarnir voru þó skilyrðum háðir.SkjáskotFjölmargir hugsuðu sér gott til glóðarinnar Áður en ljóst var að um gabb væri að ræða deildu Íslendingar könnuninni í hrönnum, vongóðir um að geta skellt sér í frí með SAS. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, deildi til að mynda umbeðnu myllumerki, Takk #SAS, á Facebook-síðu sinni. Honum var þó fljótlega bent á að könnunin væri svindl.Skarphéðni var fljótlega bent á að um svindl væri að ræða.SkjáskotÞá deildu Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins, og Sigríður Björg Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Kópavogs, könnuninni í von um að vinna flugmiða - auk fjölmargra annarra.Þórður Snær Júlíusson sá sér gott til góðarinnar.SkjáskotVigdís Hauksdóttir lét einnig freistast.SkjáskotÞá var Sigríður Björg Tómasdóttir í ferðastuði.SkjáskotFlugfélagið SAS, skandinavískt flugfélag sem Íslendingar hafa löngum ferðast með, sendi frá sér yfirlýsingu í gærmorgun og ítrekaði að könnunin væri ekki á vegum félagsins og ekki stæði til að útdeila ókeypis flugmiðum. Þá voru Facebook-notendur vinsamlegast beðnir um að hætta að deila og taka þátt í könnuninni. Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Facebook-svindl, þar sem notendum var boðið að taka þátt í könnun á vegum flugfélagsins SAS í von um að vinna flugmiða, fór eins og eldur í sinu um vefinn í gær. Íslendingar deildu könnuninni í hrönnum en SAS sendi frá sér sérstaka yfirlýsingu um málið þar sem ítrekað var að um gabb væri að ræða. Facebook-notendum var boðið að taka þátt í könnun á starfsemi flugfélagsins SAS. Þegar svörin höfðu verið „send til SAS“ og „greind“ var notandanum tilkynnt um að hann hefði unnið tvo flugmiða með flugfélaginu. Til þess að innheimta miðana þurfti að því búnu að deila könnuninni á Facebook og skrifa Takk #SAS við deilinguna en öll umgjörð þótti nokkuð sannfærandi. Þá virðist sambærilegt svindl, sem gert er út fyrir að vera á vegum norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian, einnig vera í gangi. Fyrirtæki notast gjarnan við gjafaleiki af þessu tagi til að auka við fylgjendafjölda sinn á samfélagsmiðlum og vekja athygli á vörumerki sínu. Oft getur verið erfitt að greina á milli leikja, sem bjóða upp á raunveruleg verðlaun, og leikja sem eru aðeins til þess gerðir að villa um fyrir notendum.Notendum var tilkynnt um að þeir hefðu unnið tvo flugmiða að lokinni könnuninni. Miðarnir voru þó skilyrðum háðir.SkjáskotFjölmargir hugsuðu sér gott til glóðarinnar Áður en ljóst var að um gabb væri að ræða deildu Íslendingar könnuninni í hrönnum, vongóðir um að geta skellt sér í frí með SAS. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, deildi til að mynda umbeðnu myllumerki, Takk #SAS, á Facebook-síðu sinni. Honum var þó fljótlega bent á að könnunin væri svindl.Skarphéðni var fljótlega bent á að um svindl væri að ræða.SkjáskotÞá deildu Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins, og Sigríður Björg Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Kópavogs, könnuninni í von um að vinna flugmiða - auk fjölmargra annarra.Þórður Snær Júlíusson sá sér gott til góðarinnar.SkjáskotVigdís Hauksdóttir lét einnig freistast.SkjáskotÞá var Sigríður Björg Tómasdóttir í ferðastuði.SkjáskotFlugfélagið SAS, skandinavískt flugfélag sem Íslendingar hafa löngum ferðast með, sendi frá sér yfirlýsingu í gærmorgun og ítrekaði að könnunin væri ekki á vegum félagsins og ekki stæði til að útdeila ókeypis flugmiðum. Þá voru Facebook-notendur vinsamlegast beðnir um að hætta að deila og taka þátt í könnuninni.
Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira