Fleiri á bráðamóttöku vegna líkamsárása en flugeldaslysa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. janúar 2020 18:30 Það var mikið álag á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í nótt. Vísir/Vilhelm Fleiri leituðu á bráðamóttöku vegna líkamsárása en vegna flugeldaslysa á nýársnótt. Bráðalæknir segir þurfa meiriháttar kerfisbreytingu í rekstri Landspítalans til að bæta úr því ástandi sem ríki á bráðamóttökunni. Þótt lítið hafi verið um flugeldaslys í ár var mikið álag á bráðamóttökunni í Fossvogi líkt og oft er á nýársnótt. „Nóttin var rosalega annasöm og það var mjög mikið að gera. Það var auka viðbúnaður hjá okkur, við vorum með opna til dæmis stærri deild en venjulega. Það var ofboðslega mikið af fylleríi og fíkniefnaneyslu sem leitaði inn og áverkar eftir hana. Það var töluvert um líkamsárásir og þar af ein mjög alvarleg,“ segir Bergur Stefánsson bráðalæknir. Spurður hvort óvenju mikið hafi verið um innkomur sem tengjast áfengis- og vímuefnaneyslu segir hann nóttina hafa verið í takt við þá þróun sem vart hafi orðið við í samfélaginu í þeim efnum. Blessunarlega hafi þó lítið sem ekkert verið um flugeldaslys í nótt. Þó er ekki útilokað að slík tilfelli kunni að koma upp á næstu dögum. „Núna kemur sá tími þar sem við höfum í gegnum árin séð ljót slys, við höfum séð að það eru til afgangar heima, eitthvað sem börn eða unglingar komast í þannig að það skiptir gríðarlega miklu máli að passa upp á afgangana, meðhöndla þá af virðingu og koma þeim í góða geymslu,“ segir Bergur. Bergur Stefánsson, bráðalæknir á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi.Vísir/Baldur Þá er það gömul saga og ný að pláss skorti á spítalanum og var nýársnótt þar engin undantekning. „Við höfum þann djöful að draga í augnablikinu að sjúklingar sem sannarlega þurfa á innlögn að halda er neitað um pláss á spítalanum. Þeir eru hýstir á bráðamóttökunni við aðstæður sem eru ekki hannaðar til þess,“ útskýrir Bergur. „Við hlaupum undir bagga eins og hægt er en þegar það er eins og það var í nótt að á þriðja tug manns sem bíða eftir rúmi, og bráðamóttakan eins og hún er opin á venjulegu kvöldi hefur bara 34 rúm, að þá segir það sig sjálft að við getum ekki unnið eins og við viljum vinna og veita þá þjónustu sem við viljum gera.“ Hann kveðst ekki mjög bjartsýnn á að staðan batni á nýju ári. „Það þarf meiriháttar kerfisbreytingu, það þarf breytingu á stjórnarháttum innan spítalans og þarf eflaust líka meira fjármagn þó ég þekki þá hlið mála ekki.“ Áramót Fíkn Flugeldar Heilbrigðismál Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Sjá meira
Fleiri leituðu á bráðamóttöku vegna líkamsárása en vegna flugeldaslysa á nýársnótt. Bráðalæknir segir þurfa meiriháttar kerfisbreytingu í rekstri Landspítalans til að bæta úr því ástandi sem ríki á bráðamóttökunni. Þótt lítið hafi verið um flugeldaslys í ár var mikið álag á bráðamóttökunni í Fossvogi líkt og oft er á nýársnótt. „Nóttin var rosalega annasöm og það var mjög mikið að gera. Það var auka viðbúnaður hjá okkur, við vorum með opna til dæmis stærri deild en venjulega. Það var ofboðslega mikið af fylleríi og fíkniefnaneyslu sem leitaði inn og áverkar eftir hana. Það var töluvert um líkamsárásir og þar af ein mjög alvarleg,“ segir Bergur Stefánsson bráðalæknir. Spurður hvort óvenju mikið hafi verið um innkomur sem tengjast áfengis- og vímuefnaneyslu segir hann nóttina hafa verið í takt við þá þróun sem vart hafi orðið við í samfélaginu í þeim efnum. Blessunarlega hafi þó lítið sem ekkert verið um flugeldaslys í nótt. Þó er ekki útilokað að slík tilfelli kunni að koma upp á næstu dögum. „Núna kemur sá tími þar sem við höfum í gegnum árin séð ljót slys, við höfum séð að það eru til afgangar heima, eitthvað sem börn eða unglingar komast í þannig að það skiptir gríðarlega miklu máli að passa upp á afgangana, meðhöndla þá af virðingu og koma þeim í góða geymslu,“ segir Bergur. Bergur Stefánsson, bráðalæknir á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi.Vísir/Baldur Þá er það gömul saga og ný að pláss skorti á spítalanum og var nýársnótt þar engin undantekning. „Við höfum þann djöful að draga í augnablikinu að sjúklingar sem sannarlega þurfa á innlögn að halda er neitað um pláss á spítalanum. Þeir eru hýstir á bráðamóttökunni við aðstæður sem eru ekki hannaðar til þess,“ útskýrir Bergur. „Við hlaupum undir bagga eins og hægt er en þegar það er eins og það var í nótt að á þriðja tug manns sem bíða eftir rúmi, og bráðamóttakan eins og hún er opin á venjulegu kvöldi hefur bara 34 rúm, að þá segir það sig sjálft að við getum ekki unnið eins og við viljum vinna og veita þá þjónustu sem við viljum gera.“ Hann kveðst ekki mjög bjartsýnn á að staðan batni á nýju ári. „Það þarf meiriháttar kerfisbreytingu, það þarf breytingu á stjórnarháttum innan spítalans og þarf eflaust líka meira fjármagn þó ég þekki þá hlið mála ekki.“
Áramót Fíkn Flugeldar Heilbrigðismál Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent