Ríkisstjórn afgreiðir frumvarp um fjárstuðning við fyrirtæki Heimir Már Pétursson skrifar 21. apríl 2020 12:06 Ríkisstjórnin kynnir annan aðgerðarpakka sinn fyrir þingflokkum stjórnarflokkanna, leiðtogum stjórnarandstöðunnar og síðan almenningi á fréttamannafundi í dag. Stöð 2/Egill Ríkisstjórnin mun leggja til auknar fjárveitingar á þessu ári vegna kórónuveirufaraldurins og beinan fjárstuðning við rekstraraðila, samkvæmt dagskrá ríkisstjórnarinnar í morgun. Ríkisstjórnin samþykkti aðgerðarpakka númer tvö á fundi sínum í morgun. Þeirra og meðal eru frumvörp frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um frekari aðgerðir, að öllum líkindum bandorms frumvarp um breytingar á ýmsum lögum eins og í fyrri aðgerðum stjórnvalda. Þá samþykkti rikisstjórnin fyrir sitt leyti einnig að leggja fram nýtt frumvarp til fjáraukalaga sem þýðir að stefnt er að auknum útgjöldum ríkissjóðs á þessu ári umfram það sem áður hefur verið ákveðið. Það vekur einnig athygli að eitt frumvarpa fjármálaráðherra er um „fjárstuðning við rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.“ En fjármálaráðherra hefur áður sagt að skoða verði beinan fjárstuðning við fyrirtæki. Á ríkisstjórnarfundinum í morgun var kynnt uppfærð sviðsmynd um efnahagshorfur sem væntanlega verður einnig kynnt þingflokkum og almenningi á fréttamannafundi leiðtoga stjórnarflokkanna í Safnahúsinu klukkan fjögur. Félagsmálaráðherra greindi frá aukinni fjárþörf Vinnumálastofnunar á ríkisstjórnarfundinum, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynnti frumvarp um breytingar á lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun og heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra greindu frá tillögum um ferðatakmarkanir til landsins. Tillaga heilbrigðisráðherra að auglýsingu um afléttingu á takmörkunum á samkomum og skólahaldi hinn 4. maí var afgreidd í ríkisstjórn og hún kynnti einnig drög að stefnu í endurhæfingu. Frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um Matvælasjóð var afgreitt og menntamálaráðherra kynnti skiptingu fjárveitinga til lista, menningarstarfs og íþrótta. Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ríkisstjórnin heldur spilum þétt að sér varðandi aðgerðarpakka tvö Annar aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins verður kynntur síðdegis á morgun. Um er að ræða blöndu af úrræðum fyrir atvinnulífið og heimilin. Aðgerðirnar voru ræddar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi en lítið var um svör frá fjármálaráðherra varðandi útfærslur. 20. apríl 2020 20:00 ESA samþykkir ríkisábyrgðir á viðbótarlánum Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkti í dag ráðstöfun íslenskra stjórnvalda sem snýr að því að tryggja þeim fyrirtækjum sem eru í tímabundnum vanda vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar aðgang að lausu fé. 20. apríl 2020 10:22 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Ríkisstjórnin mun leggja til auknar fjárveitingar á þessu ári vegna kórónuveirufaraldurins og beinan fjárstuðning við rekstraraðila, samkvæmt dagskrá ríkisstjórnarinnar í morgun. Ríkisstjórnin samþykkti aðgerðarpakka númer tvö á fundi sínum í morgun. Þeirra og meðal eru frumvörp frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um frekari aðgerðir, að öllum líkindum bandorms frumvarp um breytingar á ýmsum lögum eins og í fyrri aðgerðum stjórnvalda. Þá samþykkti rikisstjórnin fyrir sitt leyti einnig að leggja fram nýtt frumvarp til fjáraukalaga sem þýðir að stefnt er að auknum útgjöldum ríkissjóðs á þessu ári umfram það sem áður hefur verið ákveðið. Það vekur einnig athygli að eitt frumvarpa fjármálaráðherra er um „fjárstuðning við rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.“ En fjármálaráðherra hefur áður sagt að skoða verði beinan fjárstuðning við fyrirtæki. Á ríkisstjórnarfundinum í morgun var kynnt uppfærð sviðsmynd um efnahagshorfur sem væntanlega verður einnig kynnt þingflokkum og almenningi á fréttamannafundi leiðtoga stjórnarflokkanna í Safnahúsinu klukkan fjögur. Félagsmálaráðherra greindi frá aukinni fjárþörf Vinnumálastofnunar á ríkisstjórnarfundinum, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynnti frumvarp um breytingar á lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun og heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra greindu frá tillögum um ferðatakmarkanir til landsins. Tillaga heilbrigðisráðherra að auglýsingu um afléttingu á takmörkunum á samkomum og skólahaldi hinn 4. maí var afgreidd í ríkisstjórn og hún kynnti einnig drög að stefnu í endurhæfingu. Frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um Matvælasjóð var afgreitt og menntamálaráðherra kynnti skiptingu fjárveitinga til lista, menningarstarfs og íþrótta.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ríkisstjórnin heldur spilum þétt að sér varðandi aðgerðarpakka tvö Annar aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins verður kynntur síðdegis á morgun. Um er að ræða blöndu af úrræðum fyrir atvinnulífið og heimilin. Aðgerðirnar voru ræddar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi en lítið var um svör frá fjármálaráðherra varðandi útfærslur. 20. apríl 2020 20:00 ESA samþykkir ríkisábyrgðir á viðbótarlánum Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkti í dag ráðstöfun íslenskra stjórnvalda sem snýr að því að tryggja þeim fyrirtækjum sem eru í tímabundnum vanda vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar aðgang að lausu fé. 20. apríl 2020 10:22 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Ríkisstjórnin heldur spilum þétt að sér varðandi aðgerðarpakka tvö Annar aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins verður kynntur síðdegis á morgun. Um er að ræða blöndu af úrræðum fyrir atvinnulífið og heimilin. Aðgerðirnar voru ræddar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi en lítið var um svör frá fjármálaráðherra varðandi útfærslur. 20. apríl 2020 20:00
ESA samþykkir ríkisábyrgðir á viðbótarlánum Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkti í dag ráðstöfun íslenskra stjórnvalda sem snýr að því að tryggja þeim fyrirtækjum sem eru í tímabundnum vanda vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar aðgang að lausu fé. 20. apríl 2020 10:22