Nýtt skráningarkerfi átti að vera komið Sæunn Gísladóttir skrifar 15. maí 2017 07:00 Mikil töf hefur verið á afhendingu innfluttra bíla. Vísir/GVA Nýtt skráningarkerfi til að bæta afgreiðsluhraða í forskráningum bíla átti að vera komið í gagnið á vormánuðum 2017. Það hefur frestast og stefnt er að því að það verði tekið í notkun í haust. Fréttablaðið hefur undanfarna daga greint frá ósætti bílasala, bílaleiga og annarra aðila við biðtíma eftir forskráningu nýrra bíla. Hagsmunaaðilar hafa átt samtöl við Samgöngustofu um langan afgreiðslutíma og leiðir til að stytta hann undanfarin misseri. Biðtími hefur aukist allverulega undanfarna mánuði og nemur nú allt að mánuði. Áður tók afgreiðsla umsókna einungis tvo til þrjá daga.Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu. Fréttablaðið/GVAÍ svari innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) vegna tafa á forskráningu bifreiða hjá Samgöngustofu kom fram að Samgöngustofa væri að leita leiða til að stytta afgreiðslutímann til framtíðar með því að gera skráningar rafrænar. Gert var ráð fyrir að nýtt kerfi yrði komið í gagnið á vormánuðum 2017, segir í svarinu. „Þetta er þvert ofan í það sem okkur var lofað, við höfðum staðfestingu fyrir því úr ráðuneytinu að sett yrði fjármagn í þetta til að tryggja að þetta væri komið í gegn í vor, það hefur ekki gengið í gegn og þess vegna er ástandið eins og það er,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, segir að aukinn mannafli verði settur í að sinna forskráningum. „Ég tók ákvörðun í vikunni um að stofna til útgjalda þó ég hafi ekki fjárheimildir fyrir því, því að þetta er ástand sem er ekki ásættanlegt. Því miður er okkur mjög þröngt skorinn stakkur í fjárlögum og ekkert tillit tekið til aukinna verkefna." „Ég er líka að setja í hugbúnaðarvinnu umfram fjárheimildir, við vonum að nýja kerfið verði þá komið með haustinu,“ segir Þórólfur. „Ég er að reyna þetta með þær veiku fjárheimildir sem ég hef í því trausti að fjárveitingavaldið muni láta hluta af þeim miklu tekjum sem ríkið er að njóta af þessum skráningum að sjálfsögðu renna til að kosta til þess sem þarf.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fljúga bílstjórum út að sækja rúturnar til að komast hjá bið SBA Norðurleið þarf að leggja í mikinn kostnað við að koma rútum til landsins. Samgöngustofa flöskuháls fyrir ferðaþjónustuna. Galin vinnubrögð að mati framkvæmdastjóra SBA. 13. maí 2017 07:00 Allt að mánaðarbið eftir nýjum bílum Langt skráningarferli, óvenjumargir frídagar og árstíðabundin sala til bílaleiga veldur því að mikill fjöldi bíla situr nú fastur hjá flutningafyrirtækjum landsins. Fyrirtækin hafa brugðið á það ráð að stafla bílum upp í gámum 12. maí 2017 07:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira
Nýtt skráningarkerfi til að bæta afgreiðsluhraða í forskráningum bíla átti að vera komið í gagnið á vormánuðum 2017. Það hefur frestast og stefnt er að því að það verði tekið í notkun í haust. Fréttablaðið hefur undanfarna daga greint frá ósætti bílasala, bílaleiga og annarra aðila við biðtíma eftir forskráningu nýrra bíla. Hagsmunaaðilar hafa átt samtöl við Samgöngustofu um langan afgreiðslutíma og leiðir til að stytta hann undanfarin misseri. Biðtími hefur aukist allverulega undanfarna mánuði og nemur nú allt að mánuði. Áður tók afgreiðsla umsókna einungis tvo til þrjá daga.Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu. Fréttablaðið/GVAÍ svari innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) vegna tafa á forskráningu bifreiða hjá Samgöngustofu kom fram að Samgöngustofa væri að leita leiða til að stytta afgreiðslutímann til framtíðar með því að gera skráningar rafrænar. Gert var ráð fyrir að nýtt kerfi yrði komið í gagnið á vormánuðum 2017, segir í svarinu. „Þetta er þvert ofan í það sem okkur var lofað, við höfðum staðfestingu fyrir því úr ráðuneytinu að sett yrði fjármagn í þetta til að tryggja að þetta væri komið í gegn í vor, það hefur ekki gengið í gegn og þess vegna er ástandið eins og það er,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, segir að aukinn mannafli verði settur í að sinna forskráningum. „Ég tók ákvörðun í vikunni um að stofna til útgjalda þó ég hafi ekki fjárheimildir fyrir því, því að þetta er ástand sem er ekki ásættanlegt. Því miður er okkur mjög þröngt skorinn stakkur í fjárlögum og ekkert tillit tekið til aukinna verkefna." „Ég er líka að setja í hugbúnaðarvinnu umfram fjárheimildir, við vonum að nýja kerfið verði þá komið með haustinu,“ segir Þórólfur. „Ég er að reyna þetta með þær veiku fjárheimildir sem ég hef í því trausti að fjárveitingavaldið muni láta hluta af þeim miklu tekjum sem ríkið er að njóta af þessum skráningum að sjálfsögðu renna til að kosta til þess sem þarf.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fljúga bílstjórum út að sækja rúturnar til að komast hjá bið SBA Norðurleið þarf að leggja í mikinn kostnað við að koma rútum til landsins. Samgöngustofa flöskuháls fyrir ferðaþjónustuna. Galin vinnubrögð að mati framkvæmdastjóra SBA. 13. maí 2017 07:00 Allt að mánaðarbið eftir nýjum bílum Langt skráningarferli, óvenjumargir frídagar og árstíðabundin sala til bílaleiga veldur því að mikill fjöldi bíla situr nú fastur hjá flutningafyrirtækjum landsins. Fyrirtækin hafa brugðið á það ráð að stafla bílum upp í gámum 12. maí 2017 07:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira
Fljúga bílstjórum út að sækja rúturnar til að komast hjá bið SBA Norðurleið þarf að leggja í mikinn kostnað við að koma rútum til landsins. Samgöngustofa flöskuháls fyrir ferðaþjónustuna. Galin vinnubrögð að mati framkvæmdastjóra SBA. 13. maí 2017 07:00
Allt að mánaðarbið eftir nýjum bílum Langt skráningarferli, óvenjumargir frídagar og árstíðabundin sala til bílaleiga veldur því að mikill fjöldi bíla situr nú fastur hjá flutningafyrirtækjum landsins. Fyrirtækin hafa brugðið á það ráð að stafla bílum upp í gámum 12. maí 2017 07:00