Draga úr vindgangi og ropi fyrir umhverfið Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. september 2019 19:15 Kýr á breskri rannsóknarstofu borða nú íslenskt þang undir vökulum augum vísindamanna en vonir standa til þess að fæðan muni draga úr metangaslosun dýranna. Að sögn sérfræðingur hjá Matís er stefnt að því að búa til nýtt fóður sem gæti orðið hlekkur í því að auka sjálfbærni í landbúnaði. Kýr á beit í haga eru ekki alsaklausar með tilliti til loftslagsmála. Sem jórturdýr losa þær umtalsvert magn af metani; með vindgangi og aðallega ropi. Áætlað er að íslenskar kýr skili um 7.500 tonnum af metani út í andrúmsloftið ár hvert. Til samanburðar losa allir Íslendingar um 40 tonn á ári með sama hætti. Talið er að tæplega tíu prósent af allri losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi sé vegna iðrastarfsemi jórturdýra. Matís ásamt fleiri erlendum sérfræðingum vinnur að rannsókn sem gæti orðið til þess að draga úr þessum mengunarvaldi. Fóðurtilraun stendur nú yfir þar sem kýr á breksri rannsóknarstofu fá íslenskt þang ís misjöfnum hlutföllum blandað í fóðrið sitt. Það á að draga úr ropi og vindgangi. Fylgst er með losuninni í klefum.Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir, sérfræðingur hjá Matís.„Þeir klefar eru alveg lokaðir og þar er allt metangas alveg mælt," segir Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir, sérfræðingur hjá Matís. Í vetur á að liggja fyrir hvaða áhrif þangið hefur á líkamsstarfsemina. Matís hyggst síðan sækja um styrk fyrir næsta ár þar sem til stendur að rannsaka áhrif þangneyslu á dýrið.„Við þurfum að kanna öryggi og gæði. Skoða mjólkina, skoða kjötið og hvort þetta hafi einhver áhrif á það," segir Ásta. „Við vonum að í kjölfarið á þessu verðum við með einhverja vöru sem hægt verður að markaðssetja og þá væri spennandi að reyna taka þetta upp víða," segir Ásta. Til mikils getur verið að vinna þar sem metangaslosunin frá búfjárrækt á heimsvísu er gríðarleg. „Þetta er engin töfralausn en getur þó verið hlekkur í því að auka sjálfbærni," segir Ásta. Landbúnaður Loftslagsmál Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Kýr á breskri rannsóknarstofu borða nú íslenskt þang undir vökulum augum vísindamanna en vonir standa til þess að fæðan muni draga úr metangaslosun dýranna. Að sögn sérfræðingur hjá Matís er stefnt að því að búa til nýtt fóður sem gæti orðið hlekkur í því að auka sjálfbærni í landbúnaði. Kýr á beit í haga eru ekki alsaklausar með tilliti til loftslagsmála. Sem jórturdýr losa þær umtalsvert magn af metani; með vindgangi og aðallega ropi. Áætlað er að íslenskar kýr skili um 7.500 tonnum af metani út í andrúmsloftið ár hvert. Til samanburðar losa allir Íslendingar um 40 tonn á ári með sama hætti. Talið er að tæplega tíu prósent af allri losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi sé vegna iðrastarfsemi jórturdýra. Matís ásamt fleiri erlendum sérfræðingum vinnur að rannsókn sem gæti orðið til þess að draga úr þessum mengunarvaldi. Fóðurtilraun stendur nú yfir þar sem kýr á breksri rannsóknarstofu fá íslenskt þang ís misjöfnum hlutföllum blandað í fóðrið sitt. Það á að draga úr ropi og vindgangi. Fylgst er með losuninni í klefum.Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir, sérfræðingur hjá Matís.„Þeir klefar eru alveg lokaðir og þar er allt metangas alveg mælt," segir Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir, sérfræðingur hjá Matís. Í vetur á að liggja fyrir hvaða áhrif þangið hefur á líkamsstarfsemina. Matís hyggst síðan sækja um styrk fyrir næsta ár þar sem til stendur að rannsaka áhrif þangneyslu á dýrið.„Við þurfum að kanna öryggi og gæði. Skoða mjólkina, skoða kjötið og hvort þetta hafi einhver áhrif á það," segir Ásta. „Við vonum að í kjölfarið á þessu verðum við með einhverja vöru sem hægt verður að markaðssetja og þá væri spennandi að reyna taka þetta upp víða," segir Ásta. Til mikils getur verið að vinna þar sem metangaslosunin frá búfjárrækt á heimsvísu er gríðarleg. „Þetta er engin töfralausn en getur þó verið hlekkur í því að auka sjálfbærni," segir Ásta.
Landbúnaður Loftslagsmál Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira