Fjölmiðlanefnd sektar RÚV um 250 þúsund Birgir Olgeirsson skrifar 19. júlí 2016 14:53 RÚV rauf útsendingu á Melodifestivalen til að sýna auglýsingar, en það mátti ríkisfjölmiðillinn ekki að mati Fjölmiðlanefndar. Vísir/GVA Fjölmiðlanefnd hefur sektað Ríkisútvarpið um 250 þúsund krónur fyrir að sýna auglýsingar í þættinum Melodifestivalen sem sýndur á RÚV í mars síðastliðnum. Á vef Fjölmiðlanefndar kemur fram að á vef RÚV hafi dagskrárliðurinn verið kynntur með þeim hætti að um væri að ræða beina útsendingu frá sænsku söngvakeppninni Melodifestivalen. Var útsendingin rofin með auglýsingum en samkvæmt 3. málsgrein 7. greinar laga um Ríkisútvarpið er því almennt óheimilt að slíta í sundur dagskrárliði með viðskiptaboðum í sjónvarpi. Þann 14. mars síðastliðinn barst fjölmiðlanefnd erindi frá Magnúsi Ragnarssyni fyrir hönd Símans hf. þar sem gerðar voru athugasemdir við framangreindan dagskrárlið. Að mati kvartanda var með útsendingunni brotið gegn lögum um RÚV. Í erindinu kom fram að sýning á Melodifestivalen á RÚV hafi hafist hálftíma síðar en í Svíþjóð og taldi kvartandinn að útsendingunni hafi verið seinkað til að RÚV gæti rofið þáttinn með auglýsingum. Jafnframt var bent á að sænska ríkisútvarpið, sem sjónvarpaði viðburðinum, væri rekið án auglýsingatekna eins og kunnugt væri. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Fjölmiðlanefnd hefur sektað Ríkisútvarpið um 250 þúsund krónur fyrir að sýna auglýsingar í þættinum Melodifestivalen sem sýndur á RÚV í mars síðastliðnum. Á vef Fjölmiðlanefndar kemur fram að á vef RÚV hafi dagskrárliðurinn verið kynntur með þeim hætti að um væri að ræða beina útsendingu frá sænsku söngvakeppninni Melodifestivalen. Var útsendingin rofin með auglýsingum en samkvæmt 3. málsgrein 7. greinar laga um Ríkisútvarpið er því almennt óheimilt að slíta í sundur dagskrárliði með viðskiptaboðum í sjónvarpi. Þann 14. mars síðastliðinn barst fjölmiðlanefnd erindi frá Magnúsi Ragnarssyni fyrir hönd Símans hf. þar sem gerðar voru athugasemdir við framangreindan dagskrárlið. Að mati kvartanda var með útsendingunni brotið gegn lögum um RÚV. Í erindinu kom fram að sýning á Melodifestivalen á RÚV hafi hafist hálftíma síðar en í Svíþjóð og taldi kvartandinn að útsendingunni hafi verið seinkað til að RÚV gæti rofið þáttinn með auglýsingum. Jafnframt var bent á að sænska ríkisútvarpið, sem sjónvarpaði viðburðinum, væri rekið án auglýsingatekna eins og kunnugt væri.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira