Langflest lögregluumdæmi upplýsa fjölmiðla um kynferðisbrot Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 19. júlí 2016 19:14 Nær öll lögregluumdæmi landsins upplýsa fjölmiðla um kynferðisafbrotamál, óski þeir eftir því. Það verklag er haft á allan ársins hring. Umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum eru einu undantekningarnar. Fréttablaðið greindi frá því í dag að lögreglan í Vestmannaeyjum ætlaði ekki að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrr en eftir hátíðina. Málunum var eins háttað í fyrra. Fréttastofa kannaði í dag eftir umdæmum lögreglu og sýslumanna hvernig verklagi er háttað varðandi upplýsingagjöf til fjölmiðla um kynferðisbrot. Á höfuðborgarsvæðinu er aldrei tilkynnt um kynferðisbrot af fyrra bragði og þau birtast ekki í dagbók lögreglu. Ef leitað er eftir fjölda tilfella er upplýst um það en aldrei er upplýst um rannsóknarhagsmuni. Sömu sögu er að segja á Vesturlandi, Vestfjörðum og á Norðurlandi vestra. Á Norðurlandi eystra eru fjölmiðlum veittar upplýsingar um mál sem þar koma upp óski þeir eftir því. Þannig er það allan ársins hring, en í umdæminu eru til að mynda haldnar útihátíðirnar Mærudagar, Bíladagar, Fiskidagurinn mikli og Ein með öllu um verslunarmannahelgina. Austurlandi eru fjölmiðlar upplýstir um fjölda kærðra brota, kynferðisbrota sem annarra brota, sem upp koma. Það sama er uppi á teningnum á Suðurnesjum. Ef kynferðisbrot koma upp er því ekki leynt og þau meðhöndluð eins og önnur afbrot. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir aftur á móti að rannsóknarhagsmunir ráði því hvort fjölmiðlar séu upplýstir um kynferðisbrot í þeirra umdæmi. Í flestum tilfellum séu ekki veitar upplýsingar um slík brot fyrr en ákærur hafa verið gefnar út. Ef fréttamenn spurja hvort kynferðisbrot hafi verið framin og lögreglan telur það stangast á við rannsóknarhagsmuni svarar lögregla neitandi. Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Nær öll lögregluumdæmi landsins upplýsa fjölmiðla um kynferðisafbrotamál, óski þeir eftir því. Það verklag er haft á allan ársins hring. Umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum eru einu undantekningarnar. Fréttablaðið greindi frá því í dag að lögreglan í Vestmannaeyjum ætlaði ekki að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrr en eftir hátíðina. Málunum var eins háttað í fyrra. Fréttastofa kannaði í dag eftir umdæmum lögreglu og sýslumanna hvernig verklagi er háttað varðandi upplýsingagjöf til fjölmiðla um kynferðisbrot. Á höfuðborgarsvæðinu er aldrei tilkynnt um kynferðisbrot af fyrra bragði og þau birtast ekki í dagbók lögreglu. Ef leitað er eftir fjölda tilfella er upplýst um það en aldrei er upplýst um rannsóknarhagsmuni. Sömu sögu er að segja á Vesturlandi, Vestfjörðum og á Norðurlandi vestra. Á Norðurlandi eystra eru fjölmiðlum veittar upplýsingar um mál sem þar koma upp óski þeir eftir því. Þannig er það allan ársins hring, en í umdæminu eru til að mynda haldnar útihátíðirnar Mærudagar, Bíladagar, Fiskidagurinn mikli og Ein með öllu um verslunarmannahelgina. Austurlandi eru fjölmiðlar upplýstir um fjölda kærðra brota, kynferðisbrota sem annarra brota, sem upp koma. Það sama er uppi á teningnum á Suðurnesjum. Ef kynferðisbrot koma upp er því ekki leynt og þau meðhöndluð eins og önnur afbrot. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir aftur á móti að rannsóknarhagsmunir ráði því hvort fjölmiðlar séu upplýstir um kynferðisbrot í þeirra umdæmi. Í flestum tilfellum séu ekki veitar upplýsingar um slík brot fyrr en ákærur hafa verið gefnar út. Ef fréttamenn spurja hvort kynferðisbrot hafi verið framin og lögreglan telur það stangast á við rannsóknarhagsmuni svarar lögregla neitandi.
Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira