Sérsveitin ekki sjáanleg Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. júní 2017 19:45 Mikill viðbúnaður var við Austurvöll í morgun þegar forsætisráðherra flutti hátíðarræðu sína. Hann segir Íslendinga þurfa að varast að hér á landi skapist jarðvegur fyrir hryðjuverk. Austurvöllur var girtur af við morgunathöfnina og tugir lögreglumanna gættu svæðisins. Allir voru þeir óvopnaðir en þó með kylfur og piparúða. Vopnaðir sérsveitarmenn, sem ríkislögreglustjóri hefur staðfest að gættu miðborgarinnar í dag, voru hins vegar hvergi sjáanlegir og hafa greinilega látið lítið fyrir sér fara. Er þetta breyting frá til dæmis Litahlaupinu þar sem vopnaðir sérsveitarmenn voru fyrirferðarmiklir. Í ræðuni sagði Bjarni að lögreglan nyti mikils trausts og að ein af frumskyldum ríkisins væri að tryggja öryggi og varnir landsins. Heimurinn stæði frammi fyrir ógnum af ýmsu tagi og þá einna helst hryðjuverkahættu. „Á Íslandi er hættustig metið í meðallagi, sem þýðir að ekki er hægt að útiloka hættu á hryðjuverkum, bæði vegna ástands innanlands eða í heimsmálum. Við verðum að varast að hér skapist jarðvegur fyrir hryðjuverk. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að við getum áfram verið friðsöm þjóð," sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. Lítið fór fyrir boðuðum mótmælum á Austurvelli vegna vígbúnaðarins en fréttastofa taldi einungis tvo mótmælendur sem létu eitthvað fyrir sér fara. Þá voru hvorki lögregla né sérsveitarmenn sjáanlegir á hátíðarsvæðinu við Hljómskálagarðinn og sögðust viðmælendur hvorki hafa hafa tekið eftir mikilli gæslu né séð sérsveitina. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Mikill viðbúnaður var við Austurvöll í morgun þegar forsætisráðherra flutti hátíðarræðu sína. Hann segir Íslendinga þurfa að varast að hér á landi skapist jarðvegur fyrir hryðjuverk. Austurvöllur var girtur af við morgunathöfnina og tugir lögreglumanna gættu svæðisins. Allir voru þeir óvopnaðir en þó með kylfur og piparúða. Vopnaðir sérsveitarmenn, sem ríkislögreglustjóri hefur staðfest að gættu miðborgarinnar í dag, voru hins vegar hvergi sjáanlegir og hafa greinilega látið lítið fyrir sér fara. Er þetta breyting frá til dæmis Litahlaupinu þar sem vopnaðir sérsveitarmenn voru fyrirferðarmiklir. Í ræðuni sagði Bjarni að lögreglan nyti mikils trausts og að ein af frumskyldum ríkisins væri að tryggja öryggi og varnir landsins. Heimurinn stæði frammi fyrir ógnum af ýmsu tagi og þá einna helst hryðjuverkahættu. „Á Íslandi er hættustig metið í meðallagi, sem þýðir að ekki er hægt að útiloka hættu á hryðjuverkum, bæði vegna ástands innanlands eða í heimsmálum. Við verðum að varast að hér skapist jarðvegur fyrir hryðjuverk. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að við getum áfram verið friðsöm þjóð," sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. Lítið fór fyrir boðuðum mótmælum á Austurvelli vegna vígbúnaðarins en fréttastofa taldi einungis tvo mótmælendur sem létu eitthvað fyrir sér fara. Þá voru hvorki lögregla né sérsveitarmenn sjáanlegir á hátíðarsvæðinu við Hljómskálagarðinn og sögðust viðmælendur hvorki hafa hafa tekið eftir mikilli gæslu né séð sérsveitina.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira