Sérsveitin ekki sjáanleg Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. júní 2017 19:45 Mikill viðbúnaður var við Austurvöll í morgun þegar forsætisráðherra flutti hátíðarræðu sína. Hann segir Íslendinga þurfa að varast að hér á landi skapist jarðvegur fyrir hryðjuverk. Austurvöllur var girtur af við morgunathöfnina og tugir lögreglumanna gættu svæðisins. Allir voru þeir óvopnaðir en þó með kylfur og piparúða. Vopnaðir sérsveitarmenn, sem ríkislögreglustjóri hefur staðfest að gættu miðborgarinnar í dag, voru hins vegar hvergi sjáanlegir og hafa greinilega látið lítið fyrir sér fara. Er þetta breyting frá til dæmis Litahlaupinu þar sem vopnaðir sérsveitarmenn voru fyrirferðarmiklir. Í ræðuni sagði Bjarni að lögreglan nyti mikils trausts og að ein af frumskyldum ríkisins væri að tryggja öryggi og varnir landsins. Heimurinn stæði frammi fyrir ógnum af ýmsu tagi og þá einna helst hryðjuverkahættu. „Á Íslandi er hættustig metið í meðallagi, sem þýðir að ekki er hægt að útiloka hættu á hryðjuverkum, bæði vegna ástands innanlands eða í heimsmálum. Við verðum að varast að hér skapist jarðvegur fyrir hryðjuverk. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að við getum áfram verið friðsöm þjóð," sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. Lítið fór fyrir boðuðum mótmælum á Austurvelli vegna vígbúnaðarins en fréttastofa taldi einungis tvo mótmælendur sem létu eitthvað fyrir sér fara. Þá voru hvorki lögregla né sérsveitarmenn sjáanlegir á hátíðarsvæðinu við Hljómskálagarðinn og sögðust viðmælendur hvorki hafa hafa tekið eftir mikilli gæslu né séð sérsveitina. Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Mikill viðbúnaður var við Austurvöll í morgun þegar forsætisráðherra flutti hátíðarræðu sína. Hann segir Íslendinga þurfa að varast að hér á landi skapist jarðvegur fyrir hryðjuverk. Austurvöllur var girtur af við morgunathöfnina og tugir lögreglumanna gættu svæðisins. Allir voru þeir óvopnaðir en þó með kylfur og piparúða. Vopnaðir sérsveitarmenn, sem ríkislögreglustjóri hefur staðfest að gættu miðborgarinnar í dag, voru hins vegar hvergi sjáanlegir og hafa greinilega látið lítið fyrir sér fara. Er þetta breyting frá til dæmis Litahlaupinu þar sem vopnaðir sérsveitarmenn voru fyrirferðarmiklir. Í ræðuni sagði Bjarni að lögreglan nyti mikils trausts og að ein af frumskyldum ríkisins væri að tryggja öryggi og varnir landsins. Heimurinn stæði frammi fyrir ógnum af ýmsu tagi og þá einna helst hryðjuverkahættu. „Á Íslandi er hættustig metið í meðallagi, sem þýðir að ekki er hægt að útiloka hættu á hryðjuverkum, bæði vegna ástands innanlands eða í heimsmálum. Við verðum að varast að hér skapist jarðvegur fyrir hryðjuverk. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að við getum áfram verið friðsöm þjóð," sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. Lítið fór fyrir boðuðum mótmælum á Austurvelli vegna vígbúnaðarins en fréttastofa taldi einungis tvo mótmælendur sem létu eitthvað fyrir sér fara. Þá voru hvorki lögregla né sérsveitarmenn sjáanlegir á hátíðarsvæðinu við Hljómskálagarðinn og sögðust viðmælendur hvorki hafa hafa tekið eftir mikilli gæslu né séð sérsveitina.
Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira