Mikil sóun í einnota kaffihylkjum Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2017 10:00 Áætlað er að 1/3 af heildarþyngd hvers kaffihylkis sé umbúðir. Vísir/AFP Líklegt er að stærstur hluti einnota hylkja eins og fara í Nespresso-kaffivélar fari beint í ruslið. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir mikla sóun felast í kaffihylkjum af þessu tagi. Bónus greindi frá því í síðustu viku að Nespresso-hylki verði seld í verslunum fyrirtækisins. Hylkin eru framleidd úr áli en umhverfisáhrif þeirra hafa verið gagnrýnd víða um heim og hafa þau jafnvel verið bönnuð sums staðar. „Vandamálið er að fólk er ekkert að flokka þetta frá. Þetta er það lítið þannig að ég hugsa að langmest af þessu fari bara í ruslið. Það er náttúrulega vandamálið,“ segir Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur í neytendateymi Umhverfisstofnunar, um hvers vegna einnota hylkin séu erfið í endurvinnslu.Nespresso-hylki geta farið beint í málmendurvinnsluSum einnota kaffihylki af þessu tagi eru gerð úr plasti og þar hefur lífrænn úrgangur sett strik í reikninginn fyrir endurvinnslu þeirra. Það er þó ekkert vandamál fyrir málmhylkin úr Nespresso-vélunum sem ekki þarf að þrífa eins vandlega. Birgitta segir að ál sé sérstaklega óhentugt í einnota umbúðir ef það skilar sér ekki í endurvinnslu. Ál sé dýrmætur málmur og vinnsla þess sé afar orkufrek og slæm fyrir umhverfið. Endurvinnsla álsins þarfnast aðeins um það bil 5% orkunnar sem fer í frumvinnsluna og því er mikill ávinningur falinn í því að endurnýta málminn. „Þar af leiðandi er það náttúrulega ótrúlega mikil sóun af við erum að missa svona mikið út af málmum. Þá þurfum við náttúrulega bara að grafa upp meira,“ segir Birgitta.Mikil verðmæti fara til spillis ef áli er hent í ruslið frekar en að það sé endurunnið.Vísir/AntonMiklar umbúðir fyrir hvern kaffibollaFramleiðendur Nespresso hafa varið vöru sína með því að vísa til þess að kaffihylkin dragi úr vatns- og matarsóun. Birgitta segir vandamálið hins vegar hversu mikið falli til fyrir hvern kaffibolla. Aðeins einn kaffibolli fáist úr hverju hylki og því fylgi einnota hylkjunum miklar umbúðir á hvern bolla. „Að flokka, sama hvort það er plast eða málmur, þá bara að skila öllu á réttan stað svo að við séum ekki að missa þetta út úr hringrásinni,“ eru skilaboð Birgittu til þeirra sem nota kaffivélar á borð við Nespresso með einnota hylkum.Hugsa ekki út í auðlindirnar sem fóru í kaffi sem er hellt niðurHún bendir einnig á að Íslendingum sé tamt að hella upp á mikið kaffi í einu og hella afganginum niður. Þeir hugsi hins vegar ekki til þess hversu miklar auðlindir hafi farið í framleiðslu kaffisins og baunanna, til dæmis vatn í löndum þar sem skortur er á því. „Það á við sama og alls staðar, þú átt ekki að búa til meira en þú ætlar að drekka. Það er alveg sama hvort þú ert með svona bolla eða uppáhellt kaffi,“ segir Birgitta. Tengdar fréttir Umhverfisáhrif einnota kaffihylkja eins og Bónus selur gagnrýnd Einnota kaffihylki eins og þau sem Bónus hefur nú tekið til sölu hafa meðal annars verið bönnuð í þýsku borginni Hamborg. Notuð hylkin enda að miklu leyti í uppfyllingum þar sem þau taka aldir að brotna niður. 4. ágúst 2017 11:30 Bónus byrjað að selja Nespresso hylki Verslanir Bónus hófu í dag sölu á Nespresso kaffihylkjum. 3. ágúst 2017 14:56 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Líklegt er að stærstur hluti einnota hylkja eins og fara í Nespresso-kaffivélar fari beint í ruslið. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir mikla sóun felast í kaffihylkjum af þessu tagi. Bónus greindi frá því í síðustu viku að Nespresso-hylki verði seld í verslunum fyrirtækisins. Hylkin eru framleidd úr áli en umhverfisáhrif þeirra hafa verið gagnrýnd víða um heim og hafa þau jafnvel verið bönnuð sums staðar. „Vandamálið er að fólk er ekkert að flokka þetta frá. Þetta er það lítið þannig að ég hugsa að langmest af þessu fari bara í ruslið. Það er náttúrulega vandamálið,“ segir Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur í neytendateymi Umhverfisstofnunar, um hvers vegna einnota hylkin séu erfið í endurvinnslu.Nespresso-hylki geta farið beint í málmendurvinnsluSum einnota kaffihylki af þessu tagi eru gerð úr plasti og þar hefur lífrænn úrgangur sett strik í reikninginn fyrir endurvinnslu þeirra. Það er þó ekkert vandamál fyrir málmhylkin úr Nespresso-vélunum sem ekki þarf að þrífa eins vandlega. Birgitta segir að ál sé sérstaklega óhentugt í einnota umbúðir ef það skilar sér ekki í endurvinnslu. Ál sé dýrmætur málmur og vinnsla þess sé afar orkufrek og slæm fyrir umhverfið. Endurvinnsla álsins þarfnast aðeins um það bil 5% orkunnar sem fer í frumvinnsluna og því er mikill ávinningur falinn í því að endurnýta málminn. „Þar af leiðandi er það náttúrulega ótrúlega mikil sóun af við erum að missa svona mikið út af málmum. Þá þurfum við náttúrulega bara að grafa upp meira,“ segir Birgitta.Mikil verðmæti fara til spillis ef áli er hent í ruslið frekar en að það sé endurunnið.Vísir/AntonMiklar umbúðir fyrir hvern kaffibollaFramleiðendur Nespresso hafa varið vöru sína með því að vísa til þess að kaffihylkin dragi úr vatns- og matarsóun. Birgitta segir vandamálið hins vegar hversu mikið falli til fyrir hvern kaffibolla. Aðeins einn kaffibolli fáist úr hverju hylki og því fylgi einnota hylkjunum miklar umbúðir á hvern bolla. „Að flokka, sama hvort það er plast eða málmur, þá bara að skila öllu á réttan stað svo að við séum ekki að missa þetta út úr hringrásinni,“ eru skilaboð Birgittu til þeirra sem nota kaffivélar á borð við Nespresso með einnota hylkum.Hugsa ekki út í auðlindirnar sem fóru í kaffi sem er hellt niðurHún bendir einnig á að Íslendingum sé tamt að hella upp á mikið kaffi í einu og hella afganginum niður. Þeir hugsi hins vegar ekki til þess hversu miklar auðlindir hafi farið í framleiðslu kaffisins og baunanna, til dæmis vatn í löndum þar sem skortur er á því. „Það á við sama og alls staðar, þú átt ekki að búa til meira en þú ætlar að drekka. Það er alveg sama hvort þú ert með svona bolla eða uppáhellt kaffi,“ segir Birgitta.
Tengdar fréttir Umhverfisáhrif einnota kaffihylkja eins og Bónus selur gagnrýnd Einnota kaffihylki eins og þau sem Bónus hefur nú tekið til sölu hafa meðal annars verið bönnuð í þýsku borginni Hamborg. Notuð hylkin enda að miklu leyti í uppfyllingum þar sem þau taka aldir að brotna niður. 4. ágúst 2017 11:30 Bónus byrjað að selja Nespresso hylki Verslanir Bónus hófu í dag sölu á Nespresso kaffihylkjum. 3. ágúst 2017 14:56 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Umhverfisáhrif einnota kaffihylkja eins og Bónus selur gagnrýnd Einnota kaffihylki eins og þau sem Bónus hefur nú tekið til sölu hafa meðal annars verið bönnuð í þýsku borginni Hamborg. Notuð hylkin enda að miklu leyti í uppfyllingum þar sem þau taka aldir að brotna niður. 4. ágúst 2017 11:30
Bónus byrjað að selja Nespresso hylki Verslanir Bónus hófu í dag sölu á Nespresso kaffihylkjum. 3. ágúst 2017 14:56