Mikil sóun í einnota kaffihylkjum Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2017 10:00 Áætlað er að 1/3 af heildarþyngd hvers kaffihylkis sé umbúðir. Vísir/AFP Líklegt er að stærstur hluti einnota hylkja eins og fara í Nespresso-kaffivélar fari beint í ruslið. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir mikla sóun felast í kaffihylkjum af þessu tagi. Bónus greindi frá því í síðustu viku að Nespresso-hylki verði seld í verslunum fyrirtækisins. Hylkin eru framleidd úr áli en umhverfisáhrif þeirra hafa verið gagnrýnd víða um heim og hafa þau jafnvel verið bönnuð sums staðar. „Vandamálið er að fólk er ekkert að flokka þetta frá. Þetta er það lítið þannig að ég hugsa að langmest af þessu fari bara í ruslið. Það er náttúrulega vandamálið,“ segir Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur í neytendateymi Umhverfisstofnunar, um hvers vegna einnota hylkin séu erfið í endurvinnslu.Nespresso-hylki geta farið beint í málmendurvinnsluSum einnota kaffihylki af þessu tagi eru gerð úr plasti og þar hefur lífrænn úrgangur sett strik í reikninginn fyrir endurvinnslu þeirra. Það er þó ekkert vandamál fyrir málmhylkin úr Nespresso-vélunum sem ekki þarf að þrífa eins vandlega. Birgitta segir að ál sé sérstaklega óhentugt í einnota umbúðir ef það skilar sér ekki í endurvinnslu. Ál sé dýrmætur málmur og vinnsla þess sé afar orkufrek og slæm fyrir umhverfið. Endurvinnsla álsins þarfnast aðeins um það bil 5% orkunnar sem fer í frumvinnsluna og því er mikill ávinningur falinn í því að endurnýta málminn. „Þar af leiðandi er það náttúrulega ótrúlega mikil sóun af við erum að missa svona mikið út af málmum. Þá þurfum við náttúrulega bara að grafa upp meira,“ segir Birgitta.Mikil verðmæti fara til spillis ef áli er hent í ruslið frekar en að það sé endurunnið.Vísir/AntonMiklar umbúðir fyrir hvern kaffibollaFramleiðendur Nespresso hafa varið vöru sína með því að vísa til þess að kaffihylkin dragi úr vatns- og matarsóun. Birgitta segir vandamálið hins vegar hversu mikið falli til fyrir hvern kaffibolla. Aðeins einn kaffibolli fáist úr hverju hylki og því fylgi einnota hylkjunum miklar umbúðir á hvern bolla. „Að flokka, sama hvort það er plast eða málmur, þá bara að skila öllu á réttan stað svo að við séum ekki að missa þetta út úr hringrásinni,“ eru skilaboð Birgittu til þeirra sem nota kaffivélar á borð við Nespresso með einnota hylkum.Hugsa ekki út í auðlindirnar sem fóru í kaffi sem er hellt niðurHún bendir einnig á að Íslendingum sé tamt að hella upp á mikið kaffi í einu og hella afganginum niður. Þeir hugsi hins vegar ekki til þess hversu miklar auðlindir hafi farið í framleiðslu kaffisins og baunanna, til dæmis vatn í löndum þar sem skortur er á því. „Það á við sama og alls staðar, þú átt ekki að búa til meira en þú ætlar að drekka. Það er alveg sama hvort þú ert með svona bolla eða uppáhellt kaffi,“ segir Birgitta. Tengdar fréttir Umhverfisáhrif einnota kaffihylkja eins og Bónus selur gagnrýnd Einnota kaffihylki eins og þau sem Bónus hefur nú tekið til sölu hafa meðal annars verið bönnuð í þýsku borginni Hamborg. Notuð hylkin enda að miklu leyti í uppfyllingum þar sem þau taka aldir að brotna niður. 4. ágúst 2017 11:30 Bónus byrjað að selja Nespresso hylki Verslanir Bónus hófu í dag sölu á Nespresso kaffihylkjum. 3. ágúst 2017 14:56 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Líklegt er að stærstur hluti einnota hylkja eins og fara í Nespresso-kaffivélar fari beint í ruslið. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir mikla sóun felast í kaffihylkjum af þessu tagi. Bónus greindi frá því í síðustu viku að Nespresso-hylki verði seld í verslunum fyrirtækisins. Hylkin eru framleidd úr áli en umhverfisáhrif þeirra hafa verið gagnrýnd víða um heim og hafa þau jafnvel verið bönnuð sums staðar. „Vandamálið er að fólk er ekkert að flokka þetta frá. Þetta er það lítið þannig að ég hugsa að langmest af þessu fari bara í ruslið. Það er náttúrulega vandamálið,“ segir Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur í neytendateymi Umhverfisstofnunar, um hvers vegna einnota hylkin séu erfið í endurvinnslu.Nespresso-hylki geta farið beint í málmendurvinnsluSum einnota kaffihylki af þessu tagi eru gerð úr plasti og þar hefur lífrænn úrgangur sett strik í reikninginn fyrir endurvinnslu þeirra. Það er þó ekkert vandamál fyrir málmhylkin úr Nespresso-vélunum sem ekki þarf að þrífa eins vandlega. Birgitta segir að ál sé sérstaklega óhentugt í einnota umbúðir ef það skilar sér ekki í endurvinnslu. Ál sé dýrmætur málmur og vinnsla þess sé afar orkufrek og slæm fyrir umhverfið. Endurvinnsla álsins þarfnast aðeins um það bil 5% orkunnar sem fer í frumvinnsluna og því er mikill ávinningur falinn í því að endurnýta málminn. „Þar af leiðandi er það náttúrulega ótrúlega mikil sóun af við erum að missa svona mikið út af málmum. Þá þurfum við náttúrulega bara að grafa upp meira,“ segir Birgitta.Mikil verðmæti fara til spillis ef áli er hent í ruslið frekar en að það sé endurunnið.Vísir/AntonMiklar umbúðir fyrir hvern kaffibollaFramleiðendur Nespresso hafa varið vöru sína með því að vísa til þess að kaffihylkin dragi úr vatns- og matarsóun. Birgitta segir vandamálið hins vegar hversu mikið falli til fyrir hvern kaffibolla. Aðeins einn kaffibolli fáist úr hverju hylki og því fylgi einnota hylkjunum miklar umbúðir á hvern bolla. „Að flokka, sama hvort það er plast eða málmur, þá bara að skila öllu á réttan stað svo að við séum ekki að missa þetta út úr hringrásinni,“ eru skilaboð Birgittu til þeirra sem nota kaffivélar á borð við Nespresso með einnota hylkum.Hugsa ekki út í auðlindirnar sem fóru í kaffi sem er hellt niðurHún bendir einnig á að Íslendingum sé tamt að hella upp á mikið kaffi í einu og hella afganginum niður. Þeir hugsi hins vegar ekki til þess hversu miklar auðlindir hafi farið í framleiðslu kaffisins og baunanna, til dæmis vatn í löndum þar sem skortur er á því. „Það á við sama og alls staðar, þú átt ekki að búa til meira en þú ætlar að drekka. Það er alveg sama hvort þú ert með svona bolla eða uppáhellt kaffi,“ segir Birgitta.
Tengdar fréttir Umhverfisáhrif einnota kaffihylkja eins og Bónus selur gagnrýnd Einnota kaffihylki eins og þau sem Bónus hefur nú tekið til sölu hafa meðal annars verið bönnuð í þýsku borginni Hamborg. Notuð hylkin enda að miklu leyti í uppfyllingum þar sem þau taka aldir að brotna niður. 4. ágúst 2017 11:30 Bónus byrjað að selja Nespresso hylki Verslanir Bónus hófu í dag sölu á Nespresso kaffihylkjum. 3. ágúst 2017 14:56 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Umhverfisáhrif einnota kaffihylkja eins og Bónus selur gagnrýnd Einnota kaffihylki eins og þau sem Bónus hefur nú tekið til sölu hafa meðal annars verið bönnuð í þýsku borginni Hamborg. Notuð hylkin enda að miklu leyti í uppfyllingum þar sem þau taka aldir að brotna niður. 4. ágúst 2017 11:30
Bónus byrjað að selja Nespresso hylki Verslanir Bónus hófu í dag sölu á Nespresso kaffihylkjum. 3. ágúst 2017 14:56