Félagsmálaráðherra vill Costco og IKEA-áhrif á íslenskan landbúnað Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. ágúst 2017 06:45 Costco og IKEA hafa að mati Þorsteins haft góð áhrif á vöruverð á Íslandi, áhrif sem hann vill einnig ná fram í landbúnaði. Vísir Félagsmálaráðherra kallar eftir aukinni erlendri samkeppni í landbúnaði og segir löngu tímabært að horfast í augu við þann mikla kostnað sem hlýst af innlendum matvörum sem njóta ríkisverndar. Innkoma Costco og IKEA á íslenskan markað sanni „hversu mikilvæg öflug og góð samkeppni er fyrir lífsskilyrði okkar.“ Þorsteinn Víglundsson birti í gærkvöld súlurit á Facebook-síðu sinni, sem byggir á tölum frá Numbeo, þar sem borinn er saman mánaðarlegur kostnaður matkörfu fyrir einstakling í 8 löndum; Íslandi, þremur öðrum Norðurlöndum, Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Íslenska súlan, sem sjá má hér að neðan lengst til vinstri, er hæst þeirra allra. Súlurnar skiptast í tvo hluta; efri og dekkri hlutinn er kostnaður einstaklinga af innlendri matvöru sem nýtur ríkisverndar; svo sem mjólk, kjöt og osta. Hinn neðri og ljósari er til marks kostnað einstaklinga við aðra matvöru sem nýtur lítillar eða engrar verndar. Efri hluti íslensku súlunnar, fjárhæðin sem Íslendingar greiða fyrir verndaða innlenda matvöru, er umtalsvert hærri en í samanburðurlöndunum og hærri en báðir hluta súlna Þýskalands og Bretlands.Eins og sjá má á súluritinu sem Þorsteinn birti er matvælakostnaður hér á landi hærri en í samanburðarlöndunum, ekki síst fyrir sakir vernaðra innlendra landbúnaðarafurða.Þennan kostnað vill Þorsteinn lækka með aukinni erlendri samkeppni sem hann segir veita innlendum aðilum nauðsynlegt aðhald, lækki vöruverð og tryggi meira vöruúrval en ella. Vísar hann máli sínu til stuðnings í fyrrnefnda innkomu Costco á smásölumarkaðinn og IKEA - „sem hefur haft mikil og góð áhrif á vöruverð hér á landi,“ að mati Þorsteins. „Við eigum sífellt að leitast við að tryggja sem mesta samkeppni til að tryggja sem lægst vöruverð og mestan kaupmátt,“ segir Þorsteinn og bætir við að um það séu landsmenn vafalítið sammála.Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra.Vísir/VilhelmVíkur hann því næst máli sínu að „þeim mörkuðum sem enn búa við ríka vernd frá samkeppni og það háa verð sem íslenskir neytendur greiða fyrir þá vernd,“ og að hans mati er matvörumarkaðurinn þar augljóst dæmi. Íslendingar greiði langtum hærra matvælaverð en í þeim löndum sem súluritið hér að ofan nær til og stærsta hluta skýringarinnar megi rekja til verndaðrar innlendrar matvöru. Það sé hins vegar mun minni verðmunur á milli landa þegar kemur að þeim vörum sem búa við lítt eða óhefta samkeppn og það að mati Þorsteins „sýnir ótvírætt kosti samkeppninnar,“ ekki aðeins hér á landi heldur ekki síður í samanburðarlöndunum. „Fátt gæti betur tryggt Íslendingum samkeppnishæft matvælaverð en aukin samkeppni í landbúnaði. Það er löngu tímabært að horfast í augu við þann mikla kostnað sem verndin veldur íslenskum neytendum. Það er ekkert náttúrulögmál að við séum með eitt hæsta matvælaverð í heimi,“ segir ráðherrann og telur löngu tímabært að breyta þessu. „Látum hagsmuni almennings ráða för.“ Færslu Þorsteins má sjá hér að neðan. Costco Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Sjá meira
Félagsmálaráðherra kallar eftir aukinni erlendri samkeppni í landbúnaði og segir löngu tímabært að horfast í augu við þann mikla kostnað sem hlýst af innlendum matvörum sem njóta ríkisverndar. Innkoma Costco og IKEA á íslenskan markað sanni „hversu mikilvæg öflug og góð samkeppni er fyrir lífsskilyrði okkar.“ Þorsteinn Víglundsson birti í gærkvöld súlurit á Facebook-síðu sinni, sem byggir á tölum frá Numbeo, þar sem borinn er saman mánaðarlegur kostnaður matkörfu fyrir einstakling í 8 löndum; Íslandi, þremur öðrum Norðurlöndum, Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Íslenska súlan, sem sjá má hér að neðan lengst til vinstri, er hæst þeirra allra. Súlurnar skiptast í tvo hluta; efri og dekkri hlutinn er kostnaður einstaklinga af innlendri matvöru sem nýtur ríkisverndar; svo sem mjólk, kjöt og osta. Hinn neðri og ljósari er til marks kostnað einstaklinga við aðra matvöru sem nýtur lítillar eða engrar verndar. Efri hluti íslensku súlunnar, fjárhæðin sem Íslendingar greiða fyrir verndaða innlenda matvöru, er umtalsvert hærri en í samanburðurlöndunum og hærri en báðir hluta súlna Þýskalands og Bretlands.Eins og sjá má á súluritinu sem Þorsteinn birti er matvælakostnaður hér á landi hærri en í samanburðarlöndunum, ekki síst fyrir sakir vernaðra innlendra landbúnaðarafurða.Þennan kostnað vill Þorsteinn lækka með aukinni erlendri samkeppni sem hann segir veita innlendum aðilum nauðsynlegt aðhald, lækki vöruverð og tryggi meira vöruúrval en ella. Vísar hann máli sínu til stuðnings í fyrrnefnda innkomu Costco á smásölumarkaðinn og IKEA - „sem hefur haft mikil og góð áhrif á vöruverð hér á landi,“ að mati Þorsteins. „Við eigum sífellt að leitast við að tryggja sem mesta samkeppni til að tryggja sem lægst vöruverð og mestan kaupmátt,“ segir Þorsteinn og bætir við að um það séu landsmenn vafalítið sammála.Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra.Vísir/VilhelmVíkur hann því næst máli sínu að „þeim mörkuðum sem enn búa við ríka vernd frá samkeppni og það háa verð sem íslenskir neytendur greiða fyrir þá vernd,“ og að hans mati er matvörumarkaðurinn þar augljóst dæmi. Íslendingar greiði langtum hærra matvælaverð en í þeim löndum sem súluritið hér að ofan nær til og stærsta hluta skýringarinnar megi rekja til verndaðrar innlendrar matvöru. Það sé hins vegar mun minni verðmunur á milli landa þegar kemur að þeim vörum sem búa við lítt eða óhefta samkeppn og það að mati Þorsteins „sýnir ótvírætt kosti samkeppninnar,“ ekki aðeins hér á landi heldur ekki síður í samanburðarlöndunum. „Fátt gæti betur tryggt Íslendingum samkeppnishæft matvælaverð en aukin samkeppni í landbúnaði. Það er löngu tímabært að horfast í augu við þann mikla kostnað sem verndin veldur íslenskum neytendum. Það er ekkert náttúrulögmál að við séum með eitt hæsta matvælaverð í heimi,“ segir ráðherrann og telur löngu tímabært að breyta þessu. „Látum hagsmuni almennings ráða för.“ Færslu Þorsteins má sjá hér að neðan.
Costco Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Sjá meira