Keyptu smámuni með fölsuðum evrum og fengu íslenskar krónur til baka Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2020 14:09 Einn af fölsuðu seðlunum sem komst í umferð á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða seðil sem hægt er að kaupa í Rússlandi, að sögn lögreglu. Lögregla Óprúttnum aðilum tókst um helgina að koma talsvert af fölsuðum evruseðlum í umferð á höfuðborgarsvæðinu. Svindlararnir keyptu smámuni með seðlunum og fengu afganginn í íslenskum krónum. Í tilkynningu frá lögreglu segir að hópurinn hafi farið víða og orðið sér úti um talsvert af peningum. Svo virðist sem svindlararnir hafi verið með búnt af fölskum seðlum sem hægt er að kaupa í Rússlandi. Þeir herjuðu helst á sólarhringsverslanir, leiktækjasali og leigubíla og greiddu fyrir þjónustuna með „dýrmætum“ seðlum, þ.e. 100 og 200 evrum. Þannig fóru þeir til að mynda stuttar ferðir með leigubílum eða keyptu sígarettur og aðrar smávörur en fengu svo dágóðan afgang í íslenskum krónum. Í tilkynningu segir að fljótt á litið séu seðlarnir sambærilegir evrum. Þeir standist hins vegar ekki nánari skoðun ef fólk viti að hverju á að leita, líkt og nánar er útlistað með myndunum hér að neðan. Lögreglan 1. Þarna stendur efst: СУВЕНИР (borið fram suvenir) og merkir minjagripur. Þá er „R“ í EURO öfugt, „Я“ eða rússneski stafurinn „ya“. 2. Hér er svæði sem á að vera glasandi en er matt þar sem um einfalda prentun er að ræða. Þetta á jafnt við um 100 og 200 evru seðlana sem borist hafa lögreglu. lögregla Á bakhlið er sömu sögu að segja. 1. Sami texti nema að hér bætist við ꟼ í gríska letrið. 2. Þar sem raðnúmer seðilsins eiga að vera er rússneskt letur: НЕ ЯBЛЯETCЯ ППATEЖHЬIM CPEДCTBOM. Þetta merkir að ekki sé um að ræða alvöru seðil. lögregla Þess utan vantar öll öryggisatriði, að sögn lögreglu: 1. Vatnsmerki á að vera hér. 2. Öryggislína sem sést vel þegar að er gáð. 3. Á að vera þrívíð prentun. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Óprúttnum aðilum tókst um helgina að koma talsvert af fölsuðum evruseðlum í umferð á höfuðborgarsvæðinu. Svindlararnir keyptu smámuni með seðlunum og fengu afganginn í íslenskum krónum. Í tilkynningu frá lögreglu segir að hópurinn hafi farið víða og orðið sér úti um talsvert af peningum. Svo virðist sem svindlararnir hafi verið með búnt af fölskum seðlum sem hægt er að kaupa í Rússlandi. Þeir herjuðu helst á sólarhringsverslanir, leiktækjasali og leigubíla og greiddu fyrir þjónustuna með „dýrmætum“ seðlum, þ.e. 100 og 200 evrum. Þannig fóru þeir til að mynda stuttar ferðir með leigubílum eða keyptu sígarettur og aðrar smávörur en fengu svo dágóðan afgang í íslenskum krónum. Í tilkynningu segir að fljótt á litið séu seðlarnir sambærilegir evrum. Þeir standist hins vegar ekki nánari skoðun ef fólk viti að hverju á að leita, líkt og nánar er útlistað með myndunum hér að neðan. Lögreglan 1. Þarna stendur efst: СУВЕНИР (borið fram suvenir) og merkir minjagripur. Þá er „R“ í EURO öfugt, „Я“ eða rússneski stafurinn „ya“. 2. Hér er svæði sem á að vera glasandi en er matt þar sem um einfalda prentun er að ræða. Þetta á jafnt við um 100 og 200 evru seðlana sem borist hafa lögreglu. lögregla Á bakhlið er sömu sögu að segja. 1. Sami texti nema að hér bætist við ꟼ í gríska letrið. 2. Þar sem raðnúmer seðilsins eiga að vera er rússneskt letur: НЕ ЯBЛЯETCЯ ППATEЖHЬIM CPEДCTBOM. Þetta merkir að ekki sé um að ræða alvöru seðil. lögregla Þess utan vantar öll öryggisatriði, að sögn lögreglu: 1. Vatnsmerki á að vera hér. 2. Öryggislína sem sést vel þegar að er gáð. 3. Á að vera þrívíð prentun.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira