Viðar Örn á leið til Tyrklands? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. janúar 2020 18:45 Viðar Örn í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson er mögulega á leið í tyrknesku úrvalsdeildina. Mbl.is greindir frá þessu fyrr í kvöld en Ólafur Garðarson, umboðsmaður Viðars Arnar, staðfesti þetta við í samtali við þá fyrr í dag. Ekki hefur fengist staðfest hvaða lið er um að ræða. Viðar Örn vill komast í burtu frá Rússlandi þar sem hann hefur átt fremur misheppnaða dvöl hjá bæði Rostov sem og Rubin Kazan. Hann fór á láni til síðarnefnda liðsins eftir að hafa ekki fengið almennileg tækifæri hjá Rostov. Leikstíll Rubin Kazan er einkar varfærinn og mjög varnarsinnaður, það hentar íslenska framherjanum illa en markaskorun hans á atvinnumannaferlinum fram að Rússlands dvölinni hefur verið með hreinum ólíkindum. Hann er því nokkuð eðlilega mjög eftirsóttur en lið frá Danmörku, Englandi, Svíþjóð sem og Tyrklandi hafa sett sig í samband við Rostov. Viðar sjálfur segir að honum langi hvað mest að spila í Tyrklandi enda um sterka deild að ræða á heimsvísu. Þá herma heimildir Vísis að samingurinn þar í landi sé töluvert betri heldur en þeir sem standa til boða í Skandinavíu eða á Englandi. Viðar Örn er uppalinn Selfyssingur en hefur einnig leikið með ÍBV og Fylki hér á landi. Hann hélt það í víking til Vålerenga í Noregi árið 2014. Þaðan lá leiðin til Jiangsu Sainty í Kína, Malmö í Svíþjóð, Maccabi Tel Aviv í Ísrael, Rostov í Rússlandi, Hammarby í Svíþjóð (á láni) og að lokum til Rubin Kazan (á láni). Það er ljóst að Viðar, sem verður þrítugur í mars á þessu ári, stefnir ekki á að koma heim á næstunni en hann hefur verið viðloðinn íslenska landsliðið undanfarin misseri. Alls hefur hann leikið 26 leiki fyrir A-landslið Íslands og skorað í þeim þrjú mörk. Hann var til að mynda í hópnum sem lagði Kanada og El Salvador í æfingaferð íslenska landsliðsins í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Viðar Örn byrjaði leikinn gegn Kanada og kom inn af bekknum gegn El Salvador. Lauk báðum leikjunum með 1-0 sigri Íslands. Fótbolti Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Sjá meira
Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson er mögulega á leið í tyrknesku úrvalsdeildina. Mbl.is greindir frá þessu fyrr í kvöld en Ólafur Garðarson, umboðsmaður Viðars Arnar, staðfesti þetta við í samtali við þá fyrr í dag. Ekki hefur fengist staðfest hvaða lið er um að ræða. Viðar Örn vill komast í burtu frá Rússlandi þar sem hann hefur átt fremur misheppnaða dvöl hjá bæði Rostov sem og Rubin Kazan. Hann fór á láni til síðarnefnda liðsins eftir að hafa ekki fengið almennileg tækifæri hjá Rostov. Leikstíll Rubin Kazan er einkar varfærinn og mjög varnarsinnaður, það hentar íslenska framherjanum illa en markaskorun hans á atvinnumannaferlinum fram að Rússlands dvölinni hefur verið með hreinum ólíkindum. Hann er því nokkuð eðlilega mjög eftirsóttur en lið frá Danmörku, Englandi, Svíþjóð sem og Tyrklandi hafa sett sig í samband við Rostov. Viðar sjálfur segir að honum langi hvað mest að spila í Tyrklandi enda um sterka deild að ræða á heimsvísu. Þá herma heimildir Vísis að samingurinn þar í landi sé töluvert betri heldur en þeir sem standa til boða í Skandinavíu eða á Englandi. Viðar Örn er uppalinn Selfyssingur en hefur einnig leikið með ÍBV og Fylki hér á landi. Hann hélt það í víking til Vålerenga í Noregi árið 2014. Þaðan lá leiðin til Jiangsu Sainty í Kína, Malmö í Svíþjóð, Maccabi Tel Aviv í Ísrael, Rostov í Rússlandi, Hammarby í Svíþjóð (á láni) og að lokum til Rubin Kazan (á láni). Það er ljóst að Viðar, sem verður þrítugur í mars á þessu ári, stefnir ekki á að koma heim á næstunni en hann hefur verið viðloðinn íslenska landsliðið undanfarin misseri. Alls hefur hann leikið 26 leiki fyrir A-landslið Íslands og skorað í þeim þrjú mörk. Hann var til að mynda í hópnum sem lagði Kanada og El Salvador í æfingaferð íslenska landsliðsins í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Viðar Örn byrjaði leikinn gegn Kanada og kom inn af bekknum gegn El Salvador. Lauk báðum leikjunum með 1-0 sigri Íslands.
Fótbolti Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Sjá meira