Lífið

Nikkie opnar sig í Ellen: Markmiðið var að rústa lífi mínu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nikkie de Jager hefur fengið frábær viðbrögð við myndbandi sínu.
Nikkie de Jager hefur fengið frábær viðbrögð við myndbandi sínu.

Nikkie de Jager, ein vinsælasta YouTube-stjarna heims, er transkona. De Jager greindi frá þessu í myndbandi sem hún birti á YouTube á dögunum og sagðist hafa ákveðið að taka málin í sinar hendur eftir að óprúttnir aðilar hefðu hótað því að afhjúpa hana.

De Jager er þekkt undir nafninu NikkieTutorials og hefur haldið úti samnefndri YouTube-rás í rúman áratug. Hún er ein sú vinsælasta á sviði förðunar á miðlinum og státar af um þrettán milljón áskrifendum. Þá hefur hún birt myndbönd í samstarfi við Hollywood-stjörnur á borð við Lady Gaga og Jessie J.

Hún ræddi málið í spjallþætti Ellen.

„Fyrir nokkrum vikum féll ég tölvupósta frá manneskju sem var ekki sátt við það að ég væri að „ljúga“. Hann var mjög agresívur og sagði að ef ég myndi ekki bregðast við myndi hann deila sannleikanum með heimsbyggðinni,“ sagði Nikkie de Jager.

„Það var greinilega markiðið hjá þessum aðila að rústa lífi mínu en það gerðist ekki,“ sagði Nikkie og bætir við að viðbrögðin við myndbandi hennar hafi verið lygileg og ótrúlega jákvæð. Hér að neðan má sjá viðtalið.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.