Greindi óvænt frá því að hún væri transkona Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. janúar 2020 19:51 Nikkie de Jager, betur þekkt sem NikkieTutorials, heldur úti gríðarvinsælli YouTube-rás þar sem hún birtir förðunarmyndbönd af ýmsum toga. Vísir/getty Nikkie de Jager, ein vinsælasta YouTube-stjarna heims, er transkona. De Jager greindi frá þessu í myndbandi sem hún birti á YouTube í gær og sagðist hafa ákveðið að taka málin í sinar hendur eftir að óprúttnir aðilar hefðu hótað því að afhjúpa hana. De Jager er þekkt undir nafninu NikkieTutorials og hefur haldið úti samnefndri YouTube-rás í rúman áratug. Hún er ein sú vinsælasta á sviði förðunar á miðlinum og státar af um þrettán milljón áskrifendum. Þá hefur hún birt myndbönd í samstarfi við Hollywood-stjörnur á borð við Lady Gaga og Jessie J. Þetta er í fyrsta sinn á löngum ferli sem De Jager greinir frá því að hún sé trans og fréttirnar komu því mörgum aðdáendum hennar í opna skjöldu. Myndbandið sem flutti netheimum tíðindin ber heitið „I‘m Coming Out“, eða „Ég kem út úr skápnum“ upp á íslensku og er í fyrsta sæti á vinsældarlista YouTube þessa stundina. De Jager rekur þar sögu sína og aðdraganda þess að hún ákvað loks að svipta hulunni af því sem hingað til hafði verið leyndarmál. „Þegar ég var yngri fæddist ég í röngum líkama, sem þýðir að ég er núna trans. […] Guð minn góður, þetta er svo frelsandi. Þið höfðuð ekki hugmynd um það þessi ellefu ár sem ég hef haldið rásinni úti, að ég bjó yfir þessu leyndarmáli og mig langaði alltaf að deila því með ykkur.“ Þá vandar hún óprúttnum aðilum, sem hún segir í raun hafa neytt sig til að leysa frá skjóðunni, ekki kveðjurnar. „Þessi er fyrir ykkur,“ segir De Jager og heldur uppi löngutöng á annarri hönd. Myndbandið má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. De Jager hefur notið mikils stuðnings meðal aðdáenda sinna, sem og meðlima hinseginsamfélagsins, eftir að hún greindi frá því að hún væri transkona. Hún kveðst afar þakklát fyrir viðtökurnar, þær hafi farið fram úr hennar björtustu vonum. Hinsegin Samfélagsmiðlar Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira
Nikkie de Jager, ein vinsælasta YouTube-stjarna heims, er transkona. De Jager greindi frá þessu í myndbandi sem hún birti á YouTube í gær og sagðist hafa ákveðið að taka málin í sinar hendur eftir að óprúttnir aðilar hefðu hótað því að afhjúpa hana. De Jager er þekkt undir nafninu NikkieTutorials og hefur haldið úti samnefndri YouTube-rás í rúman áratug. Hún er ein sú vinsælasta á sviði förðunar á miðlinum og státar af um þrettán milljón áskrifendum. Þá hefur hún birt myndbönd í samstarfi við Hollywood-stjörnur á borð við Lady Gaga og Jessie J. Þetta er í fyrsta sinn á löngum ferli sem De Jager greinir frá því að hún sé trans og fréttirnar komu því mörgum aðdáendum hennar í opna skjöldu. Myndbandið sem flutti netheimum tíðindin ber heitið „I‘m Coming Out“, eða „Ég kem út úr skápnum“ upp á íslensku og er í fyrsta sæti á vinsældarlista YouTube þessa stundina. De Jager rekur þar sögu sína og aðdraganda þess að hún ákvað loks að svipta hulunni af því sem hingað til hafði verið leyndarmál. „Þegar ég var yngri fæddist ég í röngum líkama, sem þýðir að ég er núna trans. […] Guð minn góður, þetta er svo frelsandi. Þið höfðuð ekki hugmynd um það þessi ellefu ár sem ég hef haldið rásinni úti, að ég bjó yfir þessu leyndarmáli og mig langaði alltaf að deila því með ykkur.“ Þá vandar hún óprúttnum aðilum, sem hún segir í raun hafa neytt sig til að leysa frá skjóðunni, ekki kveðjurnar. „Þessi er fyrir ykkur,“ segir De Jager og heldur uppi löngutöng á annarri hönd. Myndbandið má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. De Jager hefur notið mikils stuðnings meðal aðdáenda sinna, sem og meðlima hinseginsamfélagsins, eftir að hún greindi frá því að hún væri transkona. Hún kveðst afar þakklát fyrir viðtökurnar, þær hafi farið fram úr hennar björtustu vonum.
Hinsegin Samfélagsmiðlar Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira