Mótmæli eftir ásakanir um kosningasvindl Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. ágúst 2017 20:00 Mótmæli og óeirðir brutust út í Kenía í dag eftir að leiðtogi stjórnarandstöðunnar sagði að átt hefði verið við niðurstöður forsetakosninganna þar í landi. Lögregluyfirvöld í Kenía beittu táragasi til að sundra mótmælendum í dag. Stuðningsmenn leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Raila Odinga, höfðu safnast saman, og köstuðu steinum í átt að lögreglu eftir að Odinga bar því við að kosningasvindl hefði kostað hann sigurinn. Þrír voru skotnir til bana í óeirðum dagsins. Tveir í Naírobí sem reyndu búðarþjófnað í skjóli mótmælanna auk þess sem maður var skotinn við kjörstað í Kiisi-héraði. Núverandi forseti, Uhuru Kenyatta, fékk tæplega 55 prósent atkvæða í kosningunum sem fóru fram í gær. Odinga sagði á blaðamannafundi í morgun að auðkenni hátt setts kosningafulltrúa sem myrtur var í síðustu viku hefði verið notað til að brjótast inn í kosningakerfið í nótt og eiga við niðurstöðurnar. Hann birti á Facebook síðu sinni í dag 50 blaðsíður af tölvuskrám sem hann segir styðja ásakanir sínar. „Það sem eftirlitsnefnd IEBC hefur birt sem niðurstöður forsetakosninganna eru algerar blekkingar byggðar á margfaldara sem gaf Uhuru Kenyatta með sviksamlegum hætti atkvæði sem aldrei voru greidd," sagði Raila Odinga. Formaður kosninganefndar sagði í dag að ásakanir um mögulegt kosningasvindl yrðu skoðaðar. „Við munum finna aðferð til að komast að því hvort þessar ásakanir eru réttar eða ekki, og ýmsar aðrar ásakanir líka," sagði Wafula Chebukati. Embættismenn hafa hvatt fólk til að sætta sig við niðurstöður kosninganna þar sem ofbeldið sem fylgdi kosningunum fyrir tíu árum er fólki ennþá ferskt í minni. Þá létust um 1.100 manns í mótmælum. Odinga hvatti stuðningsmenn sína til að sýna stillingu en bætti þó við að hann stjórnaði ekki fólkinu. Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Mótmæli og óeirðir brutust út í Kenía í dag eftir að leiðtogi stjórnarandstöðunnar sagði að átt hefði verið við niðurstöður forsetakosninganna þar í landi. Lögregluyfirvöld í Kenía beittu táragasi til að sundra mótmælendum í dag. Stuðningsmenn leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Raila Odinga, höfðu safnast saman, og köstuðu steinum í átt að lögreglu eftir að Odinga bar því við að kosningasvindl hefði kostað hann sigurinn. Þrír voru skotnir til bana í óeirðum dagsins. Tveir í Naírobí sem reyndu búðarþjófnað í skjóli mótmælanna auk þess sem maður var skotinn við kjörstað í Kiisi-héraði. Núverandi forseti, Uhuru Kenyatta, fékk tæplega 55 prósent atkvæða í kosningunum sem fóru fram í gær. Odinga sagði á blaðamannafundi í morgun að auðkenni hátt setts kosningafulltrúa sem myrtur var í síðustu viku hefði verið notað til að brjótast inn í kosningakerfið í nótt og eiga við niðurstöðurnar. Hann birti á Facebook síðu sinni í dag 50 blaðsíður af tölvuskrám sem hann segir styðja ásakanir sínar. „Það sem eftirlitsnefnd IEBC hefur birt sem niðurstöður forsetakosninganna eru algerar blekkingar byggðar á margfaldara sem gaf Uhuru Kenyatta með sviksamlegum hætti atkvæði sem aldrei voru greidd," sagði Raila Odinga. Formaður kosninganefndar sagði í dag að ásakanir um mögulegt kosningasvindl yrðu skoðaðar. „Við munum finna aðferð til að komast að því hvort þessar ásakanir eru réttar eða ekki, og ýmsar aðrar ásakanir líka," sagði Wafula Chebukati. Embættismenn hafa hvatt fólk til að sætta sig við niðurstöður kosninganna þar sem ofbeldið sem fylgdi kosningunum fyrir tíu árum er fólki ennþá ferskt í minni. Þá létust um 1.100 manns í mótmælum. Odinga hvatti stuðningsmenn sína til að sýna stillingu en bætti þó við að hann stjórnaði ekki fólkinu.
Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira