Mótmæli eftir ásakanir um kosningasvindl Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. ágúst 2017 20:00 Mótmæli og óeirðir brutust út í Kenía í dag eftir að leiðtogi stjórnarandstöðunnar sagði að átt hefði verið við niðurstöður forsetakosninganna þar í landi. Lögregluyfirvöld í Kenía beittu táragasi til að sundra mótmælendum í dag. Stuðningsmenn leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Raila Odinga, höfðu safnast saman, og köstuðu steinum í átt að lögreglu eftir að Odinga bar því við að kosningasvindl hefði kostað hann sigurinn. Þrír voru skotnir til bana í óeirðum dagsins. Tveir í Naírobí sem reyndu búðarþjófnað í skjóli mótmælanna auk þess sem maður var skotinn við kjörstað í Kiisi-héraði. Núverandi forseti, Uhuru Kenyatta, fékk tæplega 55 prósent atkvæða í kosningunum sem fóru fram í gær. Odinga sagði á blaðamannafundi í morgun að auðkenni hátt setts kosningafulltrúa sem myrtur var í síðustu viku hefði verið notað til að brjótast inn í kosningakerfið í nótt og eiga við niðurstöðurnar. Hann birti á Facebook síðu sinni í dag 50 blaðsíður af tölvuskrám sem hann segir styðja ásakanir sínar. „Það sem eftirlitsnefnd IEBC hefur birt sem niðurstöður forsetakosninganna eru algerar blekkingar byggðar á margfaldara sem gaf Uhuru Kenyatta með sviksamlegum hætti atkvæði sem aldrei voru greidd," sagði Raila Odinga. Formaður kosninganefndar sagði í dag að ásakanir um mögulegt kosningasvindl yrðu skoðaðar. „Við munum finna aðferð til að komast að því hvort þessar ásakanir eru réttar eða ekki, og ýmsar aðrar ásakanir líka," sagði Wafula Chebukati. Embættismenn hafa hvatt fólk til að sætta sig við niðurstöður kosninganna þar sem ofbeldið sem fylgdi kosningunum fyrir tíu árum er fólki ennþá ferskt í minni. Þá létust um 1.100 manns í mótmælum. Odinga hvatti stuðningsmenn sína til að sýna stillingu en bætti þó við að hann stjórnaði ekki fólkinu. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Mótmæli og óeirðir brutust út í Kenía í dag eftir að leiðtogi stjórnarandstöðunnar sagði að átt hefði verið við niðurstöður forsetakosninganna þar í landi. Lögregluyfirvöld í Kenía beittu táragasi til að sundra mótmælendum í dag. Stuðningsmenn leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Raila Odinga, höfðu safnast saman, og köstuðu steinum í átt að lögreglu eftir að Odinga bar því við að kosningasvindl hefði kostað hann sigurinn. Þrír voru skotnir til bana í óeirðum dagsins. Tveir í Naírobí sem reyndu búðarþjófnað í skjóli mótmælanna auk þess sem maður var skotinn við kjörstað í Kiisi-héraði. Núverandi forseti, Uhuru Kenyatta, fékk tæplega 55 prósent atkvæða í kosningunum sem fóru fram í gær. Odinga sagði á blaðamannafundi í morgun að auðkenni hátt setts kosningafulltrúa sem myrtur var í síðustu viku hefði verið notað til að brjótast inn í kosningakerfið í nótt og eiga við niðurstöðurnar. Hann birti á Facebook síðu sinni í dag 50 blaðsíður af tölvuskrám sem hann segir styðja ásakanir sínar. „Það sem eftirlitsnefnd IEBC hefur birt sem niðurstöður forsetakosninganna eru algerar blekkingar byggðar á margfaldara sem gaf Uhuru Kenyatta með sviksamlegum hætti atkvæði sem aldrei voru greidd," sagði Raila Odinga. Formaður kosninganefndar sagði í dag að ásakanir um mögulegt kosningasvindl yrðu skoðaðar. „Við munum finna aðferð til að komast að því hvort þessar ásakanir eru réttar eða ekki, og ýmsar aðrar ásakanir líka," sagði Wafula Chebukati. Embættismenn hafa hvatt fólk til að sætta sig við niðurstöður kosninganna þar sem ofbeldið sem fylgdi kosningunum fyrir tíu árum er fólki ennþá ferskt í minni. Þá létust um 1.100 manns í mótmælum. Odinga hvatti stuðningsmenn sína til að sýna stillingu en bætti þó við að hann stjórnaði ekki fólkinu.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira