Vantar fólk í ríflega 200 stöðugildi í leik- og grunnskólum borgarinnar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. ágúst 2017 18:45 Níu starfsmenn vantar á leikskólann Jörfa, leikskólakennara, deildarstjóra og í stuðning. vísir/sigurjón Skóla og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur tekið saman stöðu starfsmannamála á leikskólum og grunnskólum borgarinnar. Alls vantar fólk í rúm 73 stöðugildi í grunnskólum borgarinnar - kennara, stuðningsfulltrúa, skólaliða, þroskaþjálfa og starfsfólk í mötuneyti. Flesta vantar í Miðborg og Hlíðar eða tæplega tuttugu starfsmenn. Á leikskólum borgarinnar þarf að ráða í tæp 132 stöðugildi - deildarstjóra, leikskólakennara og stuðningsfulltrúa. Flesta starfsmenn vantar í Laugardal og Háaleitishverfi eða ríflega 35 starfsmenn. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs segir róðurinn hafa verið þungan síðasta haust og staðan virðist vera eins í ár. „Þegar almenni markarðurinn kallar á fólk er þrengra um hjá okkur í skóla- og frístundastarfi. En það eru margar umsóknir í gangi og erfitt að meta hvernig staðan verður," segir Helgi. Hann segir að fylgst verði náið með málum næstu vikurnar. Einnig sé sérstakt kynningarátak í gangi til að vekja athygli á störfunum - einnig til lengri tíma litið. „Við getum ekki boðið upp á sömu launakjör og frjálsi markaðurinn, eins og aðstæður eru í samningum núna en við höfum svo margt annað. Til að mynda markvissa heilsustefnu, samgöngustyrki og laun leikskólakennara hafa verið að hækka á síðustu árum. Þannig að við erum að gera eins og við getum innan þeirra marka og ramma sem við höfum að spila úr."Tuttugu börn bíða Á leikskólanum Jörfa er ástandið þannig að Bergljót Jóhannsdóttir, leikskólastjóri, hefur þurft að loka einni deildinni á leikskólanum. Það vantar níu starfsmenn eða þriðjung starfsmanna til að fullmanna leikskólann. „Með þeim afleiðingum að við tökum ekki inn ný börn. Það eru engin börn komin með dagssetningu fyrir haustið - þannig að útistandandi eru 20 börn," segir hún. Auglýst hefur verið eftir fólki á leikskólann í þrjá mánuði en þeir fáu sem hafa sýnt starfinu áhuga hafa hætt við vegna lágra launa. „Þetta er mjög alvarleg staða. Það er lítið útskrifað af fagmenntuðu fólki og margir eru komnir á aldur þannig að þetta er erfið staða. Þetta er erfiðasta staða sem ég hef upplifað á þrjátíu ára leikskólaferli mínum." Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Skóla og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur tekið saman stöðu starfsmannamála á leikskólum og grunnskólum borgarinnar. Alls vantar fólk í rúm 73 stöðugildi í grunnskólum borgarinnar - kennara, stuðningsfulltrúa, skólaliða, þroskaþjálfa og starfsfólk í mötuneyti. Flesta vantar í Miðborg og Hlíðar eða tæplega tuttugu starfsmenn. Á leikskólum borgarinnar þarf að ráða í tæp 132 stöðugildi - deildarstjóra, leikskólakennara og stuðningsfulltrúa. Flesta starfsmenn vantar í Laugardal og Háaleitishverfi eða ríflega 35 starfsmenn. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs segir róðurinn hafa verið þungan síðasta haust og staðan virðist vera eins í ár. „Þegar almenni markarðurinn kallar á fólk er þrengra um hjá okkur í skóla- og frístundastarfi. En það eru margar umsóknir í gangi og erfitt að meta hvernig staðan verður," segir Helgi. Hann segir að fylgst verði náið með málum næstu vikurnar. Einnig sé sérstakt kynningarátak í gangi til að vekja athygli á störfunum - einnig til lengri tíma litið. „Við getum ekki boðið upp á sömu launakjör og frjálsi markaðurinn, eins og aðstæður eru í samningum núna en við höfum svo margt annað. Til að mynda markvissa heilsustefnu, samgöngustyrki og laun leikskólakennara hafa verið að hækka á síðustu árum. Þannig að við erum að gera eins og við getum innan þeirra marka og ramma sem við höfum að spila úr."Tuttugu börn bíða Á leikskólanum Jörfa er ástandið þannig að Bergljót Jóhannsdóttir, leikskólastjóri, hefur þurft að loka einni deildinni á leikskólanum. Það vantar níu starfsmenn eða þriðjung starfsmanna til að fullmanna leikskólann. „Með þeim afleiðingum að við tökum ekki inn ný börn. Það eru engin börn komin með dagssetningu fyrir haustið - þannig að útistandandi eru 20 börn," segir hún. Auglýst hefur verið eftir fólki á leikskólann í þrjá mánuði en þeir fáu sem hafa sýnt starfinu áhuga hafa hætt við vegna lágra launa. „Þetta er mjög alvarleg staða. Það er lítið útskrifað af fagmenntuðu fólki og margir eru komnir á aldur þannig að þetta er erfið staða. Þetta er erfiðasta staða sem ég hef upplifað á þrjátíu ára leikskólaferli mínum."
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira