Vantar fólk í ríflega 200 stöðugildi í leik- og grunnskólum borgarinnar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. ágúst 2017 18:45 Níu starfsmenn vantar á leikskólann Jörfa, leikskólakennara, deildarstjóra og í stuðning. vísir/sigurjón Skóla og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur tekið saman stöðu starfsmannamála á leikskólum og grunnskólum borgarinnar. Alls vantar fólk í rúm 73 stöðugildi í grunnskólum borgarinnar - kennara, stuðningsfulltrúa, skólaliða, þroskaþjálfa og starfsfólk í mötuneyti. Flesta vantar í Miðborg og Hlíðar eða tæplega tuttugu starfsmenn. Á leikskólum borgarinnar þarf að ráða í tæp 132 stöðugildi - deildarstjóra, leikskólakennara og stuðningsfulltrúa. Flesta starfsmenn vantar í Laugardal og Háaleitishverfi eða ríflega 35 starfsmenn. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs segir róðurinn hafa verið þungan síðasta haust og staðan virðist vera eins í ár. „Þegar almenni markarðurinn kallar á fólk er þrengra um hjá okkur í skóla- og frístundastarfi. En það eru margar umsóknir í gangi og erfitt að meta hvernig staðan verður," segir Helgi. Hann segir að fylgst verði náið með málum næstu vikurnar. Einnig sé sérstakt kynningarátak í gangi til að vekja athygli á störfunum - einnig til lengri tíma litið. „Við getum ekki boðið upp á sömu launakjör og frjálsi markaðurinn, eins og aðstæður eru í samningum núna en við höfum svo margt annað. Til að mynda markvissa heilsustefnu, samgöngustyrki og laun leikskólakennara hafa verið að hækka á síðustu árum. Þannig að við erum að gera eins og við getum innan þeirra marka og ramma sem við höfum að spila úr."Tuttugu börn bíða Á leikskólanum Jörfa er ástandið þannig að Bergljót Jóhannsdóttir, leikskólastjóri, hefur þurft að loka einni deildinni á leikskólanum. Það vantar níu starfsmenn eða þriðjung starfsmanna til að fullmanna leikskólann. „Með þeim afleiðingum að við tökum ekki inn ný börn. Það eru engin börn komin með dagssetningu fyrir haustið - þannig að útistandandi eru 20 börn," segir hún. Auglýst hefur verið eftir fólki á leikskólann í þrjá mánuði en þeir fáu sem hafa sýnt starfinu áhuga hafa hætt við vegna lágra launa. „Þetta er mjög alvarleg staða. Það er lítið útskrifað af fagmenntuðu fólki og margir eru komnir á aldur þannig að þetta er erfið staða. Þetta er erfiðasta staða sem ég hef upplifað á þrjátíu ára leikskólaferli mínum." Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Skóla og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur tekið saman stöðu starfsmannamála á leikskólum og grunnskólum borgarinnar. Alls vantar fólk í rúm 73 stöðugildi í grunnskólum borgarinnar - kennara, stuðningsfulltrúa, skólaliða, þroskaþjálfa og starfsfólk í mötuneyti. Flesta vantar í Miðborg og Hlíðar eða tæplega tuttugu starfsmenn. Á leikskólum borgarinnar þarf að ráða í tæp 132 stöðugildi - deildarstjóra, leikskólakennara og stuðningsfulltrúa. Flesta starfsmenn vantar í Laugardal og Háaleitishverfi eða ríflega 35 starfsmenn. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs segir róðurinn hafa verið þungan síðasta haust og staðan virðist vera eins í ár. „Þegar almenni markarðurinn kallar á fólk er þrengra um hjá okkur í skóla- og frístundastarfi. En það eru margar umsóknir í gangi og erfitt að meta hvernig staðan verður," segir Helgi. Hann segir að fylgst verði náið með málum næstu vikurnar. Einnig sé sérstakt kynningarátak í gangi til að vekja athygli á störfunum - einnig til lengri tíma litið. „Við getum ekki boðið upp á sömu launakjör og frjálsi markaðurinn, eins og aðstæður eru í samningum núna en við höfum svo margt annað. Til að mynda markvissa heilsustefnu, samgöngustyrki og laun leikskólakennara hafa verið að hækka á síðustu árum. Þannig að við erum að gera eins og við getum innan þeirra marka og ramma sem við höfum að spila úr."Tuttugu börn bíða Á leikskólanum Jörfa er ástandið þannig að Bergljót Jóhannsdóttir, leikskólastjóri, hefur þurft að loka einni deildinni á leikskólanum. Það vantar níu starfsmenn eða þriðjung starfsmanna til að fullmanna leikskólann. „Með þeim afleiðingum að við tökum ekki inn ný börn. Það eru engin börn komin með dagssetningu fyrir haustið - þannig að útistandandi eru 20 börn," segir hún. Auglýst hefur verið eftir fólki á leikskólann í þrjá mánuði en þeir fáu sem hafa sýnt starfinu áhuga hafa hætt við vegna lágra launa. „Þetta er mjög alvarleg staða. Það er lítið útskrifað af fagmenntuðu fólki og margir eru komnir á aldur þannig að þetta er erfið staða. Þetta er erfiðasta staða sem ég hef upplifað á þrjátíu ára leikskólaferli mínum."
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira