Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar

42 ára kona lést innan við tólf tímum eftir að hafa verið útskrifuð af bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í síðustu viku. Að sögn heimildarmanns fréttastofunnar var konan lögð inn á gjörgæsludeild spítalans með sambærileg sjúkdómseinkenni fyrir tveimur árum. Málinu hefur verið vísað til landlæknis en nánar verður fjallað um þetta og rætt við Pál Matthíasson, forstjóra Landspítalans, í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar fjöllum við líka um misnotkun á nýju hlutastarfaúrræði sem litið er mjög alvarlegum augum, enda ríkir neyðarástand á vinnumarkaði og ræðum við dómsmálaráðherra í beinni útsendingu um stöðu hælisleitenda og brottvísanir í ljósi kórónuveirufaraldursins.

Einnig heimsækjum við Húsdýragarðinn í Laugardal þar sem lífið heldur áfram hjá dýrunum þótt garðurinn sé lokaður gestum.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×