Innlent

Tveir með réttarstöðu sakbornings vegna vélsleðaferðar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá vettvangi við Langjökul en afar lítið skyggni var á svæðinu og mjög slæmt veður.
Frá vettvangi við Langjökul en afar lítið skyggni var á svæðinu og mjög slæmt veður. vísir/landsbjörg

Tveir starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland eru með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar lögreglu á vélsleðaferð á vegum fyrirtækisins í janúar.

Ríkisútvarpið greinir frá og haft er eftir Oddi Árnasyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á Suðurlandi að annar starfsmaðurinn sé almennur starfsmaður fyrirtækisins en hinn sé rekstraraðili.

Kalla þurfti út björgunarsveitir í umsvifamikið útkall þegar 39 ferðamenn auk tíu leiðsögumanna fyrirtækisins urðu veðurtepptir vegna ófærðar og óveðurs við Langjökul í janúar. Von var á slæmu veðri á svæðinu en seinkanir á ferðinni gerðu það að verkum að ferðin færðist inn í óveðrið. Töluverðan tíma tók að koma ferðamönnunum í skjól.

Forsvarsmenn fyrirtækisins viðurkenndu að hafa gert mistök með því að fara í ferðina og báðu þeir alla hlutaðeigandi aðstoðar vegna málsins.

Lögregla hefur rannsakað hvort að athæfi fyrirtækisins teljis saknæmt. Á vef RÚV kemur fram að rannsókn málsins sé á lokametrunum og verði gögn málsins send til ákærusviðs. Starfsmenn þar muni fara yfir gögnin og meta hvort tilefni sé til þess að gefa út ákæru.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×