Dorrit takmarkar skattbyrði sína með því að vera „utan lögheimilis“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. maí 2016 19:45 Dorrit Moussaieff forsetafrú ber takmarkaða skattskyldu á Bretlandi og er skráð með fasta búsetu en „utan lögheimilis“ (e. non-domiciled) þar. Hún borgar samt enga skatta á Íslandi vegna þess að hún er ekki með lögheimili hér á landi. Þannig virðist vera á reiki hvort hún borgi yfirleitt einhverja skatta. Aflandsfélög í eigu forsetafrúarinnar hafa verið til umfjöllunar í erlendum fjölmiðlum.The Guardian fjallaði í gærkvöldi um tengsl Dorritar Moussaieff forsetafrúar við aflandsfélög í leynigögnum frá breska bankanum HSBC en gögnin stafa frá svissnesku útibúi bankans. Í umfjöllun blaðsins segir að gögnin sýni að forsetafrúin var einn af þremur meðlimum Moussaieff fjölskyldunnar sem sameiginlega áttu fyrirtæki á Bresku Jómfrúreyjum sem heitir Jaywick Properties Inc. Hún var einnig arfþegi sjóðsins Moussaieff Sharon Trust samkvæmt þessum sömu skjölum. Forsetinn og Dorrit gengu í hjónaband árið 2003. Hún varð íslenskur ríkisborgari 2006 og flutti lögheimili sitt til Íslands í kjölfarið. Árið 2012 var greint frá því að Dorrit borgaði ekki skatta í Íslandi. Í lok þess árs flutti hún lögheimili sitt aftur til Bretlands. Í síðasta mánuði fullyrti forsetinn í viðtali við CNN að hvorki hann né Dorrit hefðu tengsl við aflandsfélög. Á konan þín aflandsreikninga? Er eitthvað sem mun koma fram um þig og fjölskyldu þína? spurði Christiane Amanpour forsetann. „Nei, nei, nei, nei. Það verður ekki þannig,“ var svar forsetans við spurningunni. Þegar nafn forsetafrúarinnar er slegið inn í þjóðskrá kemur fram að hún sé búsett í Bretlandi. Forsetafrúin er skráð utan lögheimilis (e. non-domiciled) í Bretlandi en með fasta búsetu þar. Þessi skráning gerir henni kleift að takmarka skattbyrði sína í Bretlandi og hún greiðir enga af skatta af tekjum utan Bretlands nema hún flytji þessar sömu tekjur heim á reikninga í Bretlandi.„Það sem gerist er að ef maður kemur til Bretlands og maður er búsettur hérna þá getur maður sagt á þeim stað sem maður kemur frá eða hvar sem maður hefur viðskiptahagsmuni: Ekki skattleggja mig, ég er skattlagður í Bretlandi. Ég er skattborgari í Bretlandi. En svo getur maður sagt við skattayfirvöld í Bretlandi: Já, ég bý hérna en lögheimili mitt gæti breyst í framtíðinni. Það er smávægilegur munur á lögheimili og búsetu og þetta (skráning utan lögheimilis innsk.) er sérstaklega gagnlegt fyrir auðugt fólk með alþjóðlega viðskiptahagsmuni. Ef þeir eru skattborgarar í Bretlandi borga þeir skatt af öllu sem þeir vinna sér inn í Bretlandi en af því að þeir hafa vottorð upp á að þeir séu utan lögheimilis geta þeir sagt: Ekki skattleggja tekjur sem ég fæ utan Bretlands,“ segir Simon Bowers blaðamaður The Guardian en hann skrifaði fréttina um eignarhald Dorritar Moussaieff á aflandsfélögum í skattaskjólum. Skrifstofa forsetans hefur fullyrt að forsetafrúin greiði skatta í Bretlandi. Fjallað er um lekann úr HSBC bankanum og málefni Dorritar í breskum fjölmiðlum í gær og í dag. Velta má fyrir sér hvaða áhrif þetta muni koma til með að hafa á stöðu forsetans kosningabaráttunni sem er framundan eftir að hann sór af sér öll tengsl eiginkonu sinnar í viðtali við Christiane Amanpour á CNN í síðasta mánuði en forsetinn hefur sjálfur ávallt verið mjög gagnrýninn á aflandsfélög og skattaskjól. „Hann kom með þessa óvenjulegu fullyrðingu. Ég get ekki séð hvernig hægt sé að koma því heim og saman við afstöðu hans í dag, sem er að hann viti ekkert um málefni konunnar sinnar. Hann hefði vel getað sagt það við CNN eða aðra fréttamenn en hann gerði það ekki. Mér finnst það merkilegt,“ segir Simon Bowers. Forsetinn baðst undan viðtali. Í svari við fyrirspurn frá skrifstofu forsetans segir að forsetinn hafi hvorki nú né nokkru sinni haft vitneskju um fjárhagstengsl forsetafrúarinnar. Jafnframt vildi forsetinn árétta að hann hefði ávallt verið mjög gagnrýninn á aflandsfélög og skattaskjól og í áratugi talað fyrir réttlátu og sanngjörnu skattkerfi. Þá vildi hann koma á framfæri eftirfarandi texta frá lögfræðingi Dorritar í London: "Firstly, my client was born in Israel and her domicile is Israel as was that of her father. Secondly, my client is resident in the United Kingdom and pays tax here." Dorrit er handhafi íslensks og bresks vegabréfs en nýtir sér að vera skráð „utan lögheimilis“ í Bretlandi þar sem hún og faðir hennar fæddust í Ísrael. Sjá nánari upplýsingar um þessa tilhögun á gov.uk Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Dorrit Moussaieff forsetafrú ber takmarkaða skattskyldu á Bretlandi og er skráð með fasta búsetu en „utan lögheimilis“ (e. non-domiciled) þar. Hún borgar samt enga skatta á Íslandi vegna þess að hún er ekki með lögheimili hér á landi. Þannig virðist vera á reiki hvort hún borgi yfirleitt einhverja skatta. Aflandsfélög í eigu forsetafrúarinnar hafa verið til umfjöllunar í erlendum fjölmiðlum.The Guardian fjallaði í gærkvöldi um tengsl Dorritar Moussaieff forsetafrúar við aflandsfélög í leynigögnum frá breska bankanum HSBC en gögnin stafa frá svissnesku útibúi bankans. Í umfjöllun blaðsins segir að gögnin sýni að forsetafrúin var einn af þremur meðlimum Moussaieff fjölskyldunnar sem sameiginlega áttu fyrirtæki á Bresku Jómfrúreyjum sem heitir Jaywick Properties Inc. Hún var einnig arfþegi sjóðsins Moussaieff Sharon Trust samkvæmt þessum sömu skjölum. Forsetinn og Dorrit gengu í hjónaband árið 2003. Hún varð íslenskur ríkisborgari 2006 og flutti lögheimili sitt til Íslands í kjölfarið. Árið 2012 var greint frá því að Dorrit borgaði ekki skatta í Íslandi. Í lok þess árs flutti hún lögheimili sitt aftur til Bretlands. Í síðasta mánuði fullyrti forsetinn í viðtali við CNN að hvorki hann né Dorrit hefðu tengsl við aflandsfélög. Á konan þín aflandsreikninga? Er eitthvað sem mun koma fram um þig og fjölskyldu þína? spurði Christiane Amanpour forsetann. „Nei, nei, nei, nei. Það verður ekki þannig,“ var svar forsetans við spurningunni. Þegar nafn forsetafrúarinnar er slegið inn í þjóðskrá kemur fram að hún sé búsett í Bretlandi. Forsetafrúin er skráð utan lögheimilis (e. non-domiciled) í Bretlandi en með fasta búsetu þar. Þessi skráning gerir henni kleift að takmarka skattbyrði sína í Bretlandi og hún greiðir enga af skatta af tekjum utan Bretlands nema hún flytji þessar sömu tekjur heim á reikninga í Bretlandi.„Það sem gerist er að ef maður kemur til Bretlands og maður er búsettur hérna þá getur maður sagt á þeim stað sem maður kemur frá eða hvar sem maður hefur viðskiptahagsmuni: Ekki skattleggja mig, ég er skattlagður í Bretlandi. Ég er skattborgari í Bretlandi. En svo getur maður sagt við skattayfirvöld í Bretlandi: Já, ég bý hérna en lögheimili mitt gæti breyst í framtíðinni. Það er smávægilegur munur á lögheimili og búsetu og þetta (skráning utan lögheimilis innsk.) er sérstaklega gagnlegt fyrir auðugt fólk með alþjóðlega viðskiptahagsmuni. Ef þeir eru skattborgarar í Bretlandi borga þeir skatt af öllu sem þeir vinna sér inn í Bretlandi en af því að þeir hafa vottorð upp á að þeir séu utan lögheimilis geta þeir sagt: Ekki skattleggja tekjur sem ég fæ utan Bretlands,“ segir Simon Bowers blaðamaður The Guardian en hann skrifaði fréttina um eignarhald Dorritar Moussaieff á aflandsfélögum í skattaskjólum. Skrifstofa forsetans hefur fullyrt að forsetafrúin greiði skatta í Bretlandi. Fjallað er um lekann úr HSBC bankanum og málefni Dorritar í breskum fjölmiðlum í gær og í dag. Velta má fyrir sér hvaða áhrif þetta muni koma til með að hafa á stöðu forsetans kosningabaráttunni sem er framundan eftir að hann sór af sér öll tengsl eiginkonu sinnar í viðtali við Christiane Amanpour á CNN í síðasta mánuði en forsetinn hefur sjálfur ávallt verið mjög gagnrýninn á aflandsfélög og skattaskjól. „Hann kom með þessa óvenjulegu fullyrðingu. Ég get ekki séð hvernig hægt sé að koma því heim og saman við afstöðu hans í dag, sem er að hann viti ekkert um málefni konunnar sinnar. Hann hefði vel getað sagt það við CNN eða aðra fréttamenn en hann gerði það ekki. Mér finnst það merkilegt,“ segir Simon Bowers. Forsetinn baðst undan viðtali. Í svari við fyrirspurn frá skrifstofu forsetans segir að forsetinn hafi hvorki nú né nokkru sinni haft vitneskju um fjárhagstengsl forsetafrúarinnar. Jafnframt vildi forsetinn árétta að hann hefði ávallt verið mjög gagnrýninn á aflandsfélög og skattaskjól og í áratugi talað fyrir réttlátu og sanngjörnu skattkerfi. Þá vildi hann koma á framfæri eftirfarandi texta frá lögfræðingi Dorritar í London: "Firstly, my client was born in Israel and her domicile is Israel as was that of her father. Secondly, my client is resident in the United Kingdom and pays tax here." Dorrit er handhafi íslensks og bresks vegabréfs en nýtir sér að vera skráð „utan lögheimilis“ í Bretlandi þar sem hún og faðir hennar fæddust í Ísrael. Sjá nánari upplýsingar um þessa tilhögun á gov.uk
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira