Segir virði Borgunar vera um 20 milljarða Sveinn Arnarsson skrifar 3. maí 2016 07:00 Deilt var um sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun á þingi í gær. Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Bjarna Benediktsson um verðmat á hlut Landsbankans í Borgun sem seldur var í lokuðu söluferli. Vildi þingmaðurinn bæði fá að vita hvort verðmat hafi verið unnið af hendi bankans áður en gengið var frá sölu sem og að vita hvert það verðmat hafi verið. Ekki fengust svör við því hvert verðmat hlutarins hafi verið. Bjarni sagðist ætla að skila skýrslu til Alþingis eftir að Bankasýsla ríkisins útskýrir málið fyrir ráðherranum.„Bankinn hefur nú óskað eftir svörum frá Borgun hvort upplýsingum hafi verið leynt. Þess má geta að Borgun hyggst greiða 2,2 milljarða króna í arð á þessu ári. Því er það svo að arðgreiðslur til hópsins sem keypti hlut í Borgun af Landsbankanum í lokuðu söluferli eru x nú komnar upp í helminginn af söluverði hlutarins,“ segir Kristján. „Nýjasta verðmatið á fyrirtækinu hljóðar upp á um 20 milljarða króna og því hefur hópurinn hagnast um fjóra til sex og hálfan milljarð á aðeins einu og hálfu ári og fengið helming söluverðsins greiddan til baka í arð.“ Bjarni sagðist í svari sínu sammála Bankasýslunni um að sölumeðferð á Borgun hafi varpað skugga á árangur Landsbankans undanfarin misseri og að fagleg ásýnd Landsbankans hafi beðið hnekki. „Það er ámælisvert að ekki hafi verið farin leið opins söluferlis á eigum bankans og það er í andstöðu við eigendastefnu ríkisins sem hefur það meginmarkmið að stuðla að uppbyggingu heilbrigðs fjármálakerfis og byggja upp traust og trúverðugleika á íslenskum fjármálamarkaði,“ segir Bjarni. Sölumeðferðin sé óásættanleg en bætir við að það séu góðar fréttir ef fyrirtækið sé metið á um 20 milljarða króna. „Ríkið, í gegnum eignarhald sitt á Íslandsbanka er mikill meirihlutaeigandi fyrirtækisins. Því eru það góðar fréttir fyrir ríkið sem eiganda Íslandsbanka ef rétt reynist að fyrirtækið er þetta mikils virði,“ segir Bjarni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. maí Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Sjá meira
Deilt var um sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun á þingi í gær. Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Bjarna Benediktsson um verðmat á hlut Landsbankans í Borgun sem seldur var í lokuðu söluferli. Vildi þingmaðurinn bæði fá að vita hvort verðmat hafi verið unnið af hendi bankans áður en gengið var frá sölu sem og að vita hvert það verðmat hafi verið. Ekki fengust svör við því hvert verðmat hlutarins hafi verið. Bjarni sagðist ætla að skila skýrslu til Alþingis eftir að Bankasýsla ríkisins útskýrir málið fyrir ráðherranum.„Bankinn hefur nú óskað eftir svörum frá Borgun hvort upplýsingum hafi verið leynt. Þess má geta að Borgun hyggst greiða 2,2 milljarða króna í arð á þessu ári. Því er það svo að arðgreiðslur til hópsins sem keypti hlut í Borgun af Landsbankanum í lokuðu söluferli eru x nú komnar upp í helminginn af söluverði hlutarins,“ segir Kristján. „Nýjasta verðmatið á fyrirtækinu hljóðar upp á um 20 milljarða króna og því hefur hópurinn hagnast um fjóra til sex og hálfan milljarð á aðeins einu og hálfu ári og fengið helming söluverðsins greiddan til baka í arð.“ Bjarni sagðist í svari sínu sammála Bankasýslunni um að sölumeðferð á Borgun hafi varpað skugga á árangur Landsbankans undanfarin misseri og að fagleg ásýnd Landsbankans hafi beðið hnekki. „Það er ámælisvert að ekki hafi verið farin leið opins söluferlis á eigum bankans og það er í andstöðu við eigendastefnu ríkisins sem hefur það meginmarkmið að stuðla að uppbyggingu heilbrigðs fjármálakerfis og byggja upp traust og trúverðugleika á íslenskum fjármálamarkaði,“ segir Bjarni. Sölumeðferðin sé óásættanleg en bætir við að það séu góðar fréttir ef fyrirtækið sé metið á um 20 milljarða króna. „Ríkið, í gegnum eignarhald sitt á Íslandsbanka er mikill meirihlutaeigandi fyrirtækisins. Því eru það góðar fréttir fyrir ríkið sem eiganda Íslandsbanka ef rétt reynist að fyrirtækið er þetta mikils virði,“ segir Bjarni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. maí
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Sjá meira