Innlent

Hlífðarbúnaður fyrir heilbrigðisstarfsfólk fer í hlössum

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Ása Atladóttir verkefnastjóri sýkingavarna hjá Sóttvarnalækni segir að gríðarlegt magn hafi farið af hlífðarfatnaði undanfarið og biður um að hann sé aðeins notaður þar sem hans er þörf.
Ása Atladóttir verkefnastjóri sýkingavarna hjá Sóttvarnalækni segir að gríðarlegt magn hafi farið af hlífðarfatnaði undanfarið og biður um að hann sé aðeins notaður þar sem hans er þörf. Vísir

Gríðarlegt magn hefur farið af hlífðarbúnaði fyrir starfsfólk í heilbrigðis-og félagsþjónustu á landinu að sögn verkefnastýru hjá sóttvarnalækni. Hún segir að farið sé að ganga á birgðir og biðlar til starfsfólks að ofnota ekki búnaðinn.

Sóttvarnarlæknir sér um neyðarlager fyrir hlífðarbúnað fyrir heilbrigðisstarfsmenn til að varast sýkingar. Frá því kórónufaraldurinn hófst hefur gríðarleg magn farið til stofnana um allt land. Ása Atladóttir er verkefnastýra sýkingavarna hjá sóttvarnarlækni.

„Það gengur auðvitað á birgðirnar en sem betur fer þá hafa verið góðir birgjar sem hafa selt okkur birgðir þannig að við höfum náð að fylla á en það auðvitað lækkar birgðastaðan og nú hefur hlífðarsloppum í stórum stærðum fækkað ískyggilega,“ segir hún, 

Ása segir að einhverjar birgðir komi í dag og næstu vikur og ennþá sé ekki skortur. Hins vegar sé mikilvægt að nota ekki búnaðinn þegar ekki er þörf á honum.

„Stundum er notað að meira af búnaðinum en áætlanir gerðu ráð fyrir og við erum að biðla til fólks að þó að afar mikilvægt sé að nota búnaðinn þá eigi ekki að ofnota hann“ segir Ása. 

Hún segir að Ísland geti verið í viðkvæmri stöðu ef það fari að bera á skorti á hlífðarbúnaði.

„Við erum hrædd um að svona lítill markaður eins og Ísland gæti orðið undir þegar stjórþjóðir eins og Bandaríkin fara af stað. Og við viljum treysta okkur í sessi áður en það verður,“ segir hún að lokum. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×