Stuðningsmiðstöð fyrir veikustu börn landsins lokar um miðjan mánuðinn Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. mars 2017 19:30 Starfsemi Leiðarljóss, stuðningsmiðstöðvar fyrir veikustu börn landsins, verður lokað um miðjan mánuðinn fái hún ekki fjármagn til áframhaldandi starfsemi. Lítið hefur þokast í viðræðum við ráðuneytið frá árinu tvöþúsund og fimmtán, en hætti starfsemin verða um sjötíu og fimm fjölskyldur án aðstoðar utan spítala. Hulda Ósk Jónsdóttir og fyrrum eiginmaður hennar Hjörtur Fjeldsted eignuðust drenginn Stefán Sölva 30. apríl 2013. Þegar Stefán kom í heiminn benti ekkert til þess að hann ætti við alvarleg veikindi að stríða en meðgangan hafði verið verið. „Ég fór samt heim af spítalanum eftir þrjá daga með heilbrigt barn en sá í rauninni allan tímann að það var eitthvað að,“ segir Hulda Ósk Jónsdóttir, móðir Stefáns Sölva. Þegar Stefán Sölvi var níu vikna gamall fór hann í ungbarnaskoðun en þar kom í ljós að hann væri alvarlega veikur. Þriggja mánaða gamall fór Stefán Sölvi í allskyns rannsóknir og segir Hulda að lítið hafi komið út úr því annað en að heili Stefáns Sölva hafi þótt örlítið óþroskaðri en hjá jafnaldra hans. „Svo er það í desember, þá var hann orðinn sjö mánaða, þá byrjaði hann að fá stærri flog þá byrjaði erfið baráttan,“ segir Hulda.Baráttan erfið Hulda segir að baráttan fyrir því að Stefán Sölvi myndi fá bestu mögulega þjónustu og aðstoð sem hann ætti rétt á hafi verið erfið og tekið á Stefán og fjölskylduna alla. Eftir þrjá mánuði á Landspítalanum leituðu þau til Leiðarljós. „Ég fór útaf spítalanum algjörlega niðurbrotin með veikt barn og ég vissi ekkert í hvorn fótinn ég átti að stíga með öll tækin og tólin hans sem ég jú kunni alveg á þau, en ég vissi í rauninni ekki í hvorn fótinn ég átti að stíga,“ segir Hulda. Hulda segir að sú þjónusta og sú aðstoð sem Stefán Sölvi og fjölskylda fékk hjá Leiðarljósi hafi skipt sköpum. Stefán Sölvi lést í maí árið 2015. Starfsemi stuðningsmiðstöðvarinnar var sett á fót árið 2012 eftir fjáröflunarátak sem skilaði miðstöðinni áttatíu milljónum og tryggði starfsemi í þrjú ár. Í byrjun mars árið 2015 var fjármagnið að verða uppurið og leitað til þáverandi heilbrigðisráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, til þess að tryggja áframhaldandi starfsemi en fyrirvari var gerður hjá ráðuneytinu úttekt yrði gerð á starfseminni. „Það er hins vegar alveg fullur vilji til þess, eins og ég skynja málið eða stöðu málsins, að þjónustan við þennan hóp skjólstæðinga velferðarkerfisins verði með sem bestum gæðum,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, þáverandi heilbrigðisráðherra.75 fjölskyldu nýta sér þjónustuna Úttekinni var skilað í maí 2015 og niðurstöðurnar leiddu tvímælalaust í ljós gagnsemi þjónustu Leiðarljóss. Síðan þá hefur lítið ekkert gerst, fyrir utan fundahöld með ráðherra en framtíð miðstöðvarinnar er í fullkominni óvissu. Í dag eru um 75 fjölskyldur sem nýta þjónustu miðstöðvarinnar. „Við þurfum bara 37 milljónir á ári,“ segir Ásdís Arna Gottskálksdóttir, stjórnarmaður í Leiðarljósi. Eins og staðn er í dag, hvenær þurfið þið að loka og skella í lás? „Um miðjan mánuðinn,“ segir Ásdís. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Starfsemi Leiðarljóss, stuðningsmiðstöðvar fyrir veikustu börn landsins, verður lokað um miðjan mánuðinn fái hún ekki fjármagn til áframhaldandi starfsemi. Lítið hefur þokast í viðræðum við ráðuneytið frá árinu tvöþúsund og fimmtán, en hætti starfsemin verða um sjötíu og fimm fjölskyldur án aðstoðar utan spítala. Hulda Ósk Jónsdóttir og fyrrum eiginmaður hennar Hjörtur Fjeldsted eignuðust drenginn Stefán Sölva 30. apríl 2013. Þegar Stefán kom í heiminn benti ekkert til þess að hann ætti við alvarleg veikindi að stríða en meðgangan hafði verið verið. „Ég fór samt heim af spítalanum eftir þrjá daga með heilbrigt barn en sá í rauninni allan tímann að það var eitthvað að,“ segir Hulda Ósk Jónsdóttir, móðir Stefáns Sölva. Þegar Stefán Sölvi var níu vikna gamall fór hann í ungbarnaskoðun en þar kom í ljós að hann væri alvarlega veikur. Þriggja mánaða gamall fór Stefán Sölvi í allskyns rannsóknir og segir Hulda að lítið hafi komið út úr því annað en að heili Stefáns Sölva hafi þótt örlítið óþroskaðri en hjá jafnaldra hans. „Svo er það í desember, þá var hann orðinn sjö mánaða, þá byrjaði hann að fá stærri flog þá byrjaði erfið baráttan,“ segir Hulda.Baráttan erfið Hulda segir að baráttan fyrir því að Stefán Sölvi myndi fá bestu mögulega þjónustu og aðstoð sem hann ætti rétt á hafi verið erfið og tekið á Stefán og fjölskylduna alla. Eftir þrjá mánuði á Landspítalanum leituðu þau til Leiðarljós. „Ég fór útaf spítalanum algjörlega niðurbrotin með veikt barn og ég vissi ekkert í hvorn fótinn ég átti að stíga með öll tækin og tólin hans sem ég jú kunni alveg á þau, en ég vissi í rauninni ekki í hvorn fótinn ég átti að stíga,“ segir Hulda. Hulda segir að sú þjónusta og sú aðstoð sem Stefán Sölvi og fjölskylda fékk hjá Leiðarljósi hafi skipt sköpum. Stefán Sölvi lést í maí árið 2015. Starfsemi stuðningsmiðstöðvarinnar var sett á fót árið 2012 eftir fjáröflunarátak sem skilaði miðstöðinni áttatíu milljónum og tryggði starfsemi í þrjú ár. Í byrjun mars árið 2015 var fjármagnið að verða uppurið og leitað til þáverandi heilbrigðisráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, til þess að tryggja áframhaldandi starfsemi en fyrirvari var gerður hjá ráðuneytinu úttekt yrði gerð á starfseminni. „Það er hins vegar alveg fullur vilji til þess, eins og ég skynja málið eða stöðu málsins, að þjónustan við þennan hóp skjólstæðinga velferðarkerfisins verði með sem bestum gæðum,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, þáverandi heilbrigðisráðherra.75 fjölskyldu nýta sér þjónustuna Úttekinni var skilað í maí 2015 og niðurstöðurnar leiddu tvímælalaust í ljós gagnsemi þjónustu Leiðarljóss. Síðan þá hefur lítið ekkert gerst, fyrir utan fundahöld með ráðherra en framtíð miðstöðvarinnar er í fullkominni óvissu. Í dag eru um 75 fjölskyldur sem nýta þjónustu miðstöðvarinnar. „Við þurfum bara 37 milljónir á ári,“ segir Ásdís Arna Gottskálksdóttir, stjórnarmaður í Leiðarljósi. Eins og staðn er í dag, hvenær þurfið þið að loka og skella í lás? „Um miðjan mánuðinn,“ segir Ásdís.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira