Innlent

Skoða uppbyggingu fyrir herskip í Helguvík

Kristín Ólafsdóttir skrifar
info-helguvik

Reykjaneshafnir hafa áhuga á að ráðast í uppbyggingu í Helguvíkurhöfn þannig að herskip geti lagt þar að höfn, og Atlantshafsbandalagið geti haft þar aðstöðu, sem tengst gæti aðstöðu þess á Keflavíkurflugvelli.

Morgunblaðið greinir frá þessu og hefur eftir Halldóri Karli Hermannssyni, hafnarstjóra Reykjaneshafna, að undirbúningsvinna hafi farið fram - þó aðeins af hálfu hafnarinnar en ekki bandalagsins. Fulltrúar þess hafi þó vissulega kannað aðstæður við höfnina.

Í Mogganum er jafnframt haft eftir hafnarstjórn að uppbygging í höfninni hefði mikilvæg efnahagsleg áhrif á svæðinu. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir þó að framkvæmdirnar þyrftu formlegri umræðu áður en hægt yrði að aðhafast nokkuð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.