700 milljóna króna þjófnaður ekki upplýstur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. september 2019 18:45 Sjö hundruð milljóna króna þjófnaður frá íslensku fyrirtæki, er enn til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara. Leið netglæpamanna í svikum sem þessum er oftast að falsa tölvupósta til starfsmanna fyrirtækja, í nafni stjórnenda.Í fréttum í byrjun vikunnar var greint frá því að starfsmenn HS orku hefðu uppgötvað að brotist hefði verið inn í tölvukerfi félagsins og sviknir út umtalsverðir fjármunir eða um fjögur hundruð milljónir króna. Var það gert með innbroti í tölvupóstssamskipti. Á síðustu tveimur árum hafa netglæpamenn stolið hátt í tveimur milljörðum af íslenskum fyrirtækjum með meðal annars með fyrrgreindum hætti. Embætti héraðssaksóknar hefur annað slíkt mál til rannsóknar þar sem sjö hundruð milljónum var stolið. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari sagði í samtali við fréttastofu í dag að málið væri enn til rannsóknar. Það væri erfitt viðureignar þar sem það teygi sig út fyrir landsteinanna en að öðru leyti gæti hann ekki tjáð sig. Fyrirtæki og stofnanir sem verða fyrir slíkum þjófnaði upplifa oft skömm og niðurlægingu þegar netglæpamönnum tekst að hafa af þeim fjármuni með þessum hætti. Þjófnaðurinn er nefndur fyrirmælafölsun eða „business e-mail compromise.“ Svikin fara fram með þeim hætti að falsaðir tölvupóstar eru sendir til starfsmanna fyrirtækja, oft undir nafni stjórnenda. Í póstinum eru fölsk fyrirmæli um að greiðsla skuli framkvæmd með hraði. Í þessum tilfellum hafa netglæpamenn undirbúið sig vel og skipulagt ferlið með þeim hætti að móttakandi fyrirmælanna sjái ekki neinn mun á falsaða póstinum og eðlilegum greiðslufyrirmælum. Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Peningarnir í langflestum tilfellum glataðir Mjög erfitt er fyrir fyrirtæki sem lenda í klóm netþjófa að endurheimta þá fjármuni sem þjófarnir ná til sín. Þetta segir lögreglumaður og að málin teygi oft anga sína víða líkt og til Ísraels og Norður-Afríku. 10. september 2019 12:12 Netglæpamenn hafa stolið hátt í tveimur milljörðum frá íslenskum fyrirtækjum Í einu tilfelli náðu þeir að svíkja um 700 milljónir króna af einu og sama fyrirtækinu. 9. september 2019 19:30 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Sjö hundruð milljóna króna þjófnaður frá íslensku fyrirtæki, er enn til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara. Leið netglæpamanna í svikum sem þessum er oftast að falsa tölvupósta til starfsmanna fyrirtækja, í nafni stjórnenda.Í fréttum í byrjun vikunnar var greint frá því að starfsmenn HS orku hefðu uppgötvað að brotist hefði verið inn í tölvukerfi félagsins og sviknir út umtalsverðir fjármunir eða um fjögur hundruð milljónir króna. Var það gert með innbroti í tölvupóstssamskipti. Á síðustu tveimur árum hafa netglæpamenn stolið hátt í tveimur milljörðum af íslenskum fyrirtækjum með meðal annars með fyrrgreindum hætti. Embætti héraðssaksóknar hefur annað slíkt mál til rannsóknar þar sem sjö hundruð milljónum var stolið. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari sagði í samtali við fréttastofu í dag að málið væri enn til rannsóknar. Það væri erfitt viðureignar þar sem það teygi sig út fyrir landsteinanna en að öðru leyti gæti hann ekki tjáð sig. Fyrirtæki og stofnanir sem verða fyrir slíkum þjófnaði upplifa oft skömm og niðurlægingu þegar netglæpamönnum tekst að hafa af þeim fjármuni með þessum hætti. Þjófnaðurinn er nefndur fyrirmælafölsun eða „business e-mail compromise.“ Svikin fara fram með þeim hætti að falsaðir tölvupóstar eru sendir til starfsmanna fyrirtækja, oft undir nafni stjórnenda. Í póstinum eru fölsk fyrirmæli um að greiðsla skuli framkvæmd með hraði. Í þessum tilfellum hafa netglæpamenn undirbúið sig vel og skipulagt ferlið með þeim hætti að móttakandi fyrirmælanna sjái ekki neinn mun á falsaða póstinum og eðlilegum greiðslufyrirmælum.
Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Peningarnir í langflestum tilfellum glataðir Mjög erfitt er fyrir fyrirtæki sem lenda í klóm netþjófa að endurheimta þá fjármuni sem þjófarnir ná til sín. Þetta segir lögreglumaður og að málin teygi oft anga sína víða líkt og til Ísraels og Norður-Afríku. 10. september 2019 12:12 Netglæpamenn hafa stolið hátt í tveimur milljörðum frá íslenskum fyrirtækjum Í einu tilfelli náðu þeir að svíkja um 700 milljónir króna af einu og sama fyrirtækinu. 9. september 2019 19:30 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Peningarnir í langflestum tilfellum glataðir Mjög erfitt er fyrir fyrirtæki sem lenda í klóm netþjófa að endurheimta þá fjármuni sem þjófarnir ná til sín. Þetta segir lögreglumaður og að málin teygi oft anga sína víða líkt og til Ísraels og Norður-Afríku. 10. september 2019 12:12
Netglæpamenn hafa stolið hátt í tveimur milljörðum frá íslenskum fyrirtækjum Í einu tilfelli náðu þeir að svíkja um 700 milljónir króna af einu og sama fyrirtækinu. 9. september 2019 19:30