Ætlar ekki að þræta við Ingu Sæland um hver sé mesti öryrkinn á Alþingi Andri Eysteinsson skrifar 12. september 2019 18:59 Steinunn Þóra og Inga skipust á orðum í dag. Samsett/ Alþingi/Vilhelm Hörð orðaskipti voru á milli Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri Grænna, og Ingu Sæland, formanns Flokks Fólksins á meðan að umræður um fjármálafrumvarpið stóðu yfir á Alþingi í dag. Steinunn kvaðst ósátt með málflutning Ingu varðandi meintan forgang Alþingismanna í heilbrigðiskerfinu og sagði Alþingismenn ekki vera í keppni um hver væri mesti öryrkinn. Inga og Steinunn Þóra eru báðar öryrkjar og hafa beitt sér fyrir málefnum hópsins í störfum sínum. Þá hefur Steinunn unnið ýmis trúnaðarstörf fyrir Örykjabandalagið og MS-félag Íslands, auk þess sem hún er með MA-próf í fötlunarfræði frá Háskóla Íslands. Inga tók til máls á Alþingi í dag og gerði biðtíma í heilbrigðisþjónustunni að umræðuefni sínu, sagði hún finna fyrir minni biðtíma eftir að þingferill hennar hófst. „Landsmenn eru almennt mjög ósáttir við endalausa bið í heilbrigðiskerfinu. Ég verð að viðurkenna það að við hefðum nú öll gott af því að kíkja á þá og þykjast vera einhver önnur en við erum til þess að við fengum ekki að ganga fram fyrir röðina. Vera hinn almenni Íslendingur sem þarf að leita á náðir heilbrigðiskerfisins,“ sagði Inga.Steinunn Þóra var á öðru máli og svaraði ræðu Ingu og sagði orð hennar bull. „Ég vil mótmæla því sem mátti skilja af ræðu Ingu Sæland um að Alþingismenn nytu einhverskonar forgangs í heilbrigðisþjónustunni, að við þyrftum að prufa að bíða eftir því að okkur kæmi eins og annar almenningur í landinu, þvílíkt og annað eins bull. Okkar góða heilbrigðisstarfsfólk mismunar ekki eftir því hvort fólk er Alþingismenn eða gegna öðrum stöðum,“ sagði Steinunn Þóra Árnadóttir. „Ég veit ekki hvernig það stendur á því að þingmaðurinn hefur ekki áttað sig á því að við tilheyrum forréttindahópi. Síðan ég varð þingmaður hefur líf mitt algjörlega gjörbreyst í allri þjónustu sem lýtur að mér úti í samfélaginu,“ svaraði Inga og nefnir hraðari þjónustu sem hún fær hjá Tryggingastofnun.„Háttvirtur þingmaður hefur aldrei vitað hvernig er að lifa á örorkubótum“Inga ræddi þá stöðu Steinunnar, „háttvirtur þingmaður hefur aldrei á sinni ævi vitað það hvernig er að lifa á örorkubótum. Hvernig maður upplifir sína stöðu, að þurfa að reiða á sig á þá ölmusu eða hafa ekki gert það, ég býst við því að það sé ekki sambærilegt.“ Steinunn Þóra tók þá aftur til máls og sagðist gáttuð á orðum Ingu Sæland en eins og áður segir er Steinunn Þóra sjálf öryrki. „Kynnir háttvirtur þingmaður sig sem Alþingismann þegar hún sækir sér þjónustu? Það er mín reynsla að þeir sem starfa í opinberum kerfum eru faglegir, hvort sem þeir kannast við nafnið manns eða ekki“ sagði Steinunn Þóra og hélt áfram að gagnrýna orð Ingu. „Ég ætla ekki að detta niður í það að þræta um hver er mesti öryrkinn hér inni eða hefur verið hér lengst. Þetta er ekki keppni um það hver það er sem hefur lifað við einhver kjör í lengstan tíma. Hér snýst þetta um að við erum að forgangsraða fjármunum inn í samfélagið og það er mikilvægt að fólk með allskonar þekkingu og allskonar reynslu komi að málunum,“ sagði Steinunn. Inga kom svo í pontu og svaraði Steinunni, eftir að hafa gagnrýnt hróp og köll Alþingismanna í salnum þvertók hún fyrir það að kynna sig sem Alþingismann þegar hún leitaði þjónustu. Sagði hún einnig að Steinunn Þóra hafi snúið út úr orðum sínum sem við komu áðurnefndri keppni. Alþingi Félagsmál Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Hörð orðaskipti voru á milli Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri Grænna, og Ingu Sæland, formanns Flokks Fólksins á meðan að umræður um fjármálafrumvarpið stóðu yfir á Alþingi í dag. Steinunn kvaðst ósátt með málflutning Ingu varðandi meintan forgang Alþingismanna í heilbrigðiskerfinu og sagði Alþingismenn ekki vera í keppni um hver væri mesti öryrkinn. Inga og Steinunn Þóra eru báðar öryrkjar og hafa beitt sér fyrir málefnum hópsins í störfum sínum. Þá hefur Steinunn unnið ýmis trúnaðarstörf fyrir Örykjabandalagið og MS-félag Íslands, auk þess sem hún er með MA-próf í fötlunarfræði frá Háskóla Íslands. Inga tók til máls á Alþingi í dag og gerði biðtíma í heilbrigðisþjónustunni að umræðuefni sínu, sagði hún finna fyrir minni biðtíma eftir að þingferill hennar hófst. „Landsmenn eru almennt mjög ósáttir við endalausa bið í heilbrigðiskerfinu. Ég verð að viðurkenna það að við hefðum nú öll gott af því að kíkja á þá og þykjast vera einhver önnur en við erum til þess að við fengum ekki að ganga fram fyrir röðina. Vera hinn almenni Íslendingur sem þarf að leita á náðir heilbrigðiskerfisins,“ sagði Inga.Steinunn Þóra var á öðru máli og svaraði ræðu Ingu og sagði orð hennar bull. „Ég vil mótmæla því sem mátti skilja af ræðu Ingu Sæland um að Alþingismenn nytu einhverskonar forgangs í heilbrigðisþjónustunni, að við þyrftum að prufa að bíða eftir því að okkur kæmi eins og annar almenningur í landinu, þvílíkt og annað eins bull. Okkar góða heilbrigðisstarfsfólk mismunar ekki eftir því hvort fólk er Alþingismenn eða gegna öðrum stöðum,“ sagði Steinunn Þóra Árnadóttir. „Ég veit ekki hvernig það stendur á því að þingmaðurinn hefur ekki áttað sig á því að við tilheyrum forréttindahópi. Síðan ég varð þingmaður hefur líf mitt algjörlega gjörbreyst í allri þjónustu sem lýtur að mér úti í samfélaginu,“ svaraði Inga og nefnir hraðari þjónustu sem hún fær hjá Tryggingastofnun.„Háttvirtur þingmaður hefur aldrei vitað hvernig er að lifa á örorkubótum“Inga ræddi þá stöðu Steinunnar, „háttvirtur þingmaður hefur aldrei á sinni ævi vitað það hvernig er að lifa á örorkubótum. Hvernig maður upplifir sína stöðu, að þurfa að reiða á sig á þá ölmusu eða hafa ekki gert það, ég býst við því að það sé ekki sambærilegt.“ Steinunn Þóra tók þá aftur til máls og sagðist gáttuð á orðum Ingu Sæland en eins og áður segir er Steinunn Þóra sjálf öryrki. „Kynnir háttvirtur þingmaður sig sem Alþingismann þegar hún sækir sér þjónustu? Það er mín reynsla að þeir sem starfa í opinberum kerfum eru faglegir, hvort sem þeir kannast við nafnið manns eða ekki“ sagði Steinunn Þóra og hélt áfram að gagnrýna orð Ingu. „Ég ætla ekki að detta niður í það að þræta um hver er mesti öryrkinn hér inni eða hefur verið hér lengst. Þetta er ekki keppni um það hver það er sem hefur lifað við einhver kjör í lengstan tíma. Hér snýst þetta um að við erum að forgangsraða fjármunum inn í samfélagið og það er mikilvægt að fólk með allskonar þekkingu og allskonar reynslu komi að málunum,“ sagði Steinunn. Inga kom svo í pontu og svaraði Steinunni, eftir að hafa gagnrýnt hróp og köll Alþingismanna í salnum þvertók hún fyrir það að kynna sig sem Alþingismann þegar hún leitaði þjónustu. Sagði hún einnig að Steinunn Þóra hafi snúið út úr orðum sínum sem við komu áðurnefndri keppni.
Alþingi Félagsmál Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira