Þrír segja sig úr framkvæmdastjórn SÁÁ Sylvía Hall skrifar 27. mars 2020 21:02 Mikillar óánægju hefur orðið vart vegna starfsloka Valgerðar Á. Rúnarsdóttur. Vísir/Sigurjón Þrír meðlimir framkvæmdastjórnar SÁÁ hafa tilkynnt úrsögn sína í kjölfar uppsagnar Valgerðar Á. Rúnarsdóttur yfirlæknis á Vogi. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið en níu eru í framkvæmdastjórninni. Valgerður sagði upp störfum vegna djúpstæðs ágreining við formanninn en átta starfsmönnum var sagt upp í gær og starfshlutfall annarra starfsmanna var lækkað. Það var gert án samráðs við hana eða aðra yfirmenn og sagði hún í samtali við RÚV að hún gæti ekki sætt sig við að teknar væru ákvarðanir um að segja upp lykilstarfsfólki án samráðs. Fjölmargir lýstu yfir óánægju sinni með starfslok Valgerðar, þar á meðal fyrrum skjólstæðingar sem og læknar. Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala sagði starfslokin mikið högg fyrir bæði SÁÁ og sjúklinga á Vogi. Sjá einnig: Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi „Það er vandfundin heilsteyptari manneskja með jafn sterka réttlætiskennd. Það hlýtur að vera hægt að finna betri lausn en þessa á vandamálum SÁÁ - enda Valgerður með reynslu og þekkingu sem fáir búa yfir hérlendis,“ skrifaði Tómas á Facebook-síðu sína. Þá skoraði Rúnar Freyr Gíslason á félagsmenn að gera allt sem þeir gætu til að snúa við þessari ákvörðun, en hann þekkir vel til SÁÁ. Hann er fyrrverandi samskiptastjóri samtakanna og fór jafnframt í áfengismeðferð á árum áður, líkt og hann hefur rætt opinberlega í viðtölum. „Hún er SÁÁ og hún er Vogur. hún bara má ekki hætta. Það vita allir sem hafa komið nálægt starfsemi félagsins. Ég skora á félagsmenn að gera allt sem þeir geta til að snúa við þessari ákvörðun.“ Heilbrigðismál Fíkn Ólga innan SÁÁ Tengdar fréttir Átta sagt upp á Vogi án samráðs við yfirlækni Átta starfsmönnum var í gær sagt upp störfum á Vogi og starfshlutfall annarra starfsmanna var lækkað. 27. mars 2020 09:04 Yfirlæknir á Vogi lætur skyndilega af störfum Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, tilkynnti stjórn SÁÁ í gær að hún hygðist hætta störfum. 27. mars 2020 07:03 Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 12:49 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Þrír meðlimir framkvæmdastjórnar SÁÁ hafa tilkynnt úrsögn sína í kjölfar uppsagnar Valgerðar Á. Rúnarsdóttur yfirlæknis á Vogi. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið en níu eru í framkvæmdastjórninni. Valgerður sagði upp störfum vegna djúpstæðs ágreining við formanninn en átta starfsmönnum var sagt upp í gær og starfshlutfall annarra starfsmanna var lækkað. Það var gert án samráðs við hana eða aðra yfirmenn og sagði hún í samtali við RÚV að hún gæti ekki sætt sig við að teknar væru ákvarðanir um að segja upp lykilstarfsfólki án samráðs. Fjölmargir lýstu yfir óánægju sinni með starfslok Valgerðar, þar á meðal fyrrum skjólstæðingar sem og læknar. Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala sagði starfslokin mikið högg fyrir bæði SÁÁ og sjúklinga á Vogi. Sjá einnig: Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi „Það er vandfundin heilsteyptari manneskja með jafn sterka réttlætiskennd. Það hlýtur að vera hægt að finna betri lausn en þessa á vandamálum SÁÁ - enda Valgerður með reynslu og þekkingu sem fáir búa yfir hérlendis,“ skrifaði Tómas á Facebook-síðu sína. Þá skoraði Rúnar Freyr Gíslason á félagsmenn að gera allt sem þeir gætu til að snúa við þessari ákvörðun, en hann þekkir vel til SÁÁ. Hann er fyrrverandi samskiptastjóri samtakanna og fór jafnframt í áfengismeðferð á árum áður, líkt og hann hefur rætt opinberlega í viðtölum. „Hún er SÁÁ og hún er Vogur. hún bara má ekki hætta. Það vita allir sem hafa komið nálægt starfsemi félagsins. Ég skora á félagsmenn að gera allt sem þeir geta til að snúa við þessari ákvörðun.“
Heilbrigðismál Fíkn Ólga innan SÁÁ Tengdar fréttir Átta sagt upp á Vogi án samráðs við yfirlækni Átta starfsmönnum var í gær sagt upp störfum á Vogi og starfshlutfall annarra starfsmanna var lækkað. 27. mars 2020 09:04 Yfirlæknir á Vogi lætur skyndilega af störfum Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, tilkynnti stjórn SÁÁ í gær að hún hygðist hætta störfum. 27. mars 2020 07:03 Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 12:49 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Átta sagt upp á Vogi án samráðs við yfirlækni Átta starfsmönnum var í gær sagt upp störfum á Vogi og starfshlutfall annarra starfsmanna var lækkað. 27. mars 2020 09:04
Yfirlæknir á Vogi lætur skyndilega af störfum Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, tilkynnti stjórn SÁÁ í gær að hún hygðist hætta störfum. 27. mars 2020 07:03
Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 12:49