Innlent

Yfir 800 staðfest smit

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Staðfestum smitum vegna kórónuveirunnar heldur áfram að fjölga.
Staðfestum smitum vegna kórónuveirunnar heldur áfram að fjölga. Vísir/Vilhelm

Alls hafa nú 802 greinst með kórónuveiruna hér á landi. Hefur smitum því fjölgað um 65 síðastliðinn sólarhring þar sem staðfest smit klukkan 13 í gær voru alls 737. Þetta kemur fram á upplýsingasíðunni covid.is.

Tæplega tíu þúsund manns eru nú í sóttkví en um 2.400 manns hafa lokið sóttkví. Þá hafa um 12.600 sýni verið tekin.

Af þeim 802 sem hafa smitast af veirunni eru nú 734 í einangrun sem þýðir að 68 manns er batnað.

Líkt og undanfarnar vikur verður upplýsingafundur almannavarna og landlæknis í beinni útsendingu hér á Vísi og hefst fundurinn klukkan 14:03.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi.

Með þeim verður Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Hann mun, ásamt Þórólfi og Víði, ræða reiknilíkan sem tölfræðingar og vísindamenn við HÍ hafa þróað vegna faraldurs COVID-19 hér á landi.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.