Fjölskylda Evu Ruzu hafði ekki mikla trú á henni fyrir matarboðið Stefán Árni Pálsson skrifar 26. mars 2020 13:31 Það gekk töluvert mikið á í aðdraganda matarboðsins. Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir byrjaði í gærkvöldi með nýjan þátt á Stöð 2 sem nefnist Matarboð með Evu. Fyrstu fjórir gestirnir í þáttunum eru þær Eva Ruza, Júlíana Sara, Viktoría Hermannsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir. Í þáttunum byrjar hún að bjóða gesti þáttarins heim til sín upp á Akranes til að kenna þeim að reiða fram dýrindis kvöldmáltíð með öllu tilheyrandi. Gestir þáttanna eiga það sameiginlegt að vera kannski ekki meistarakokkar. Því næst þarf gesturinn að halda matarboð fyrir vini og vandamenn í heimahúsi og gera allt frá a-ö sjálf. Eva Ruza var fyrsti gesturinn í gærkvöldi og bauð hún fjölskyldu sinni í mat eftir góða leiðsögn frá Evu Laufey. Hér að neðan má sjá hvernig matarboðið gekk fyrir sig. Klippa: Fjölskylda Evu Ruzu hafði ekki mikla trú á henni fyrir matarboðið Hér að neðan má síðan sjá uppskrift sem fylgir öllum þáttum hér á Vísi: Hvítlauksmarinerað lambalæri ·1 lambalæri, beinlaust ·150 g smjör ·Handfylli steinselja ·Handfylli rósmarín ·4 hvítlauksrif ·1 msk. Ólífuolía ·Salt og nýmalaður piparAðferð: 1.Hitið ofninn í 200°C. 2.Setjið smjör, steinselju, rósmarín, hvítlauksrif, ólífuolíu, salt og pipar í matvinnsluvél og maukið. 3.Nuddið lærinu upp úr hvítlaukssmjörinu og kryddið til með salti og pipar. 4.Eldið lærið í 60 mínútur. 5.Á meðan lærið er í ofninum undirbúið þið meðlætið. 6.Leyfið lærinu að hvíla í lágmark 10 mínútur áður en þið skerið í kjötið og berið fram. Rótargrænmeti ·2 stórar sætar kartöflur ·½ sellerírót ·5 – 6 gulrætur ·2 – 3 bökunarkartöflur ·Tímían, ferskt smátt saxað ·Salt og pipar ·2 msk ólífuolía ·50 g smjör, skorið í teninga Aðferð: 1.Skerið allt hráefnið mjög smátt, blandið olíu og kryddum saman og blandið öllu vel saman. 2.Hellið í eldfast mót og setjið nokkrar smjörklípur yfir. 3.Inn í ofn við 200°C í 35 – 40 mínútur. 4.Gott að hræra í einu sinni til tvisvar. Sveppasósa ·500 ml rjómi ·2 msk smjör ·300 g blandaðir sveppir (kastaníu og flúða) ·Salt og pipar ·1 tsk tímían, ferskt smátt saxað ·1 pakki piparostur ·1 teningur lambakraftur ·Salt og pipar Aðferð: 1.Skerið sveppina smátt, hitið smjör í potti og steikið sveppina upp úr smjörinu í smá stund eða þar til þeir eru mjúkir í gegn. Kryddið með salti, pipar og fersku tímían. 2.Rífið niður piparost og bætið honum út í ásamt rjómanum. Leyfið sósunni að malla við vægan hita á meðan osturinn bráðnar. 3.Bætið krafti út í sósuna og smakkið að sjálfsögðu til með salti og pipar. Smjörsteiktur aspas ·1 búnt aspas, ferskur ·3 msk smjör ·Salt og pipar Aðferð: 1.Skolið aspasinn og þerrið, skerið trénaða hlutann frá og hitið smjör á pönnu. 2.Steikið aspasinn upp úr smjörinu í nokkrar mínútur og kryddið til með salti og pipar. Oreo triffli ·500 g rjómaostur ·500 ml rjómi ·5 msk sykur ·2 tsk vanilludropar ·2 tsk vanillusykur ·200 g Oreo kexkökur ·Fersk ber Aðferð: 1.Stífþeytið rjóma og leggið til hliðar. 2.Þeytið saman rjómaost, sykur og vanillu þar til blandan er orðin silkimjúk og létt í sér. 3.Setjið 8 kökur af Oreo saman við og hrærið þar til það hefur blandast vel við rjómaostinn. 4.Myljið restina af Oreo kökunum mjög fínt og setjið til hliðar. 5.Blandið nú rjómanum saman við með sleikju, og blandið varlega saman. 6.Setjið réttinn saman. Fyrst fer rjómaostablanda og svo fer Oreo mylsna, og þið endurtakið leikinn þar til þið eruð komin með nokkur lög. 7.Skreytið trifflið að vild með ferskum berjum og kælið. Matur Eva Laufey Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir byrjaði í gærkvöldi með nýjan þátt á Stöð 2 sem nefnist Matarboð með Evu. Fyrstu fjórir gestirnir í þáttunum eru þær Eva Ruza, Júlíana Sara, Viktoría Hermannsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir. Í þáttunum byrjar hún að bjóða gesti þáttarins heim til sín upp á Akranes til að kenna þeim að reiða fram dýrindis kvöldmáltíð með öllu tilheyrandi. Gestir þáttanna eiga það sameiginlegt að vera kannski ekki meistarakokkar. Því næst þarf gesturinn að halda matarboð fyrir vini og vandamenn í heimahúsi og gera allt frá a-ö sjálf. Eva Ruza var fyrsti gesturinn í gærkvöldi og bauð hún fjölskyldu sinni í mat eftir góða leiðsögn frá Evu Laufey. Hér að neðan má sjá hvernig matarboðið gekk fyrir sig. Klippa: Fjölskylda Evu Ruzu hafði ekki mikla trú á henni fyrir matarboðið Hér að neðan má síðan sjá uppskrift sem fylgir öllum þáttum hér á Vísi: Hvítlauksmarinerað lambalæri ·1 lambalæri, beinlaust ·150 g smjör ·Handfylli steinselja ·Handfylli rósmarín ·4 hvítlauksrif ·1 msk. Ólífuolía ·Salt og nýmalaður piparAðferð: 1.Hitið ofninn í 200°C. 2.Setjið smjör, steinselju, rósmarín, hvítlauksrif, ólífuolíu, salt og pipar í matvinnsluvél og maukið. 3.Nuddið lærinu upp úr hvítlaukssmjörinu og kryddið til með salti og pipar. 4.Eldið lærið í 60 mínútur. 5.Á meðan lærið er í ofninum undirbúið þið meðlætið. 6.Leyfið lærinu að hvíla í lágmark 10 mínútur áður en þið skerið í kjötið og berið fram. Rótargrænmeti ·2 stórar sætar kartöflur ·½ sellerírót ·5 – 6 gulrætur ·2 – 3 bökunarkartöflur ·Tímían, ferskt smátt saxað ·Salt og pipar ·2 msk ólífuolía ·50 g smjör, skorið í teninga Aðferð: 1.Skerið allt hráefnið mjög smátt, blandið olíu og kryddum saman og blandið öllu vel saman. 2.Hellið í eldfast mót og setjið nokkrar smjörklípur yfir. 3.Inn í ofn við 200°C í 35 – 40 mínútur. 4.Gott að hræra í einu sinni til tvisvar. Sveppasósa ·500 ml rjómi ·2 msk smjör ·300 g blandaðir sveppir (kastaníu og flúða) ·Salt og pipar ·1 tsk tímían, ferskt smátt saxað ·1 pakki piparostur ·1 teningur lambakraftur ·Salt og pipar Aðferð: 1.Skerið sveppina smátt, hitið smjör í potti og steikið sveppina upp úr smjörinu í smá stund eða þar til þeir eru mjúkir í gegn. Kryddið með salti, pipar og fersku tímían. 2.Rífið niður piparost og bætið honum út í ásamt rjómanum. Leyfið sósunni að malla við vægan hita á meðan osturinn bráðnar. 3.Bætið krafti út í sósuna og smakkið að sjálfsögðu til með salti og pipar. Smjörsteiktur aspas ·1 búnt aspas, ferskur ·3 msk smjör ·Salt og pipar Aðferð: 1.Skolið aspasinn og þerrið, skerið trénaða hlutann frá og hitið smjör á pönnu. 2.Steikið aspasinn upp úr smjörinu í nokkrar mínútur og kryddið til með salti og pipar. Oreo triffli ·500 g rjómaostur ·500 ml rjómi ·5 msk sykur ·2 tsk vanilludropar ·2 tsk vanillusykur ·200 g Oreo kexkökur ·Fersk ber Aðferð: 1.Stífþeytið rjóma og leggið til hliðar. 2.Þeytið saman rjómaost, sykur og vanillu þar til blandan er orðin silkimjúk og létt í sér. 3.Setjið 8 kökur af Oreo saman við og hrærið þar til það hefur blandast vel við rjómaostinn. 4.Myljið restina af Oreo kökunum mjög fínt og setjið til hliðar. 5.Blandið nú rjómanum saman við með sleikju, og blandið varlega saman. 6.Setjið réttinn saman. Fyrst fer rjómaostablanda og svo fer Oreo mylsna, og þið endurtakið leikinn þar til þið eruð komin með nokkur lög. 7.Skreytið trifflið að vild með ferskum berjum og kælið.
Matur Eva Laufey Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira